ok

Samfélagið

Gömul hús og gagnrýni á skipulagsmál, Havana-heilkennið, málfar og vísindaspjall

Til stendur að rífa skátaskálann Fálkafell, ofan Akureyrar, Alþýðuhúsið eða Allinn var nýlega rifinn, það hefur verið í umræðunni árum saman að rífa hinn fræga skemmtistað, Sjallann og svo eru það örlög BSO, bifreiðastöðvar Oddeyrar, sem enn eru óráðin, en stöðin þarf að víkja fyrir lok maí. Nýtt er byggt og annað víkur - eða hvað? Árni Árnason, arkitekt og meðlimur í samtökunum Arfur Akureyrarbæjar, hefur verið gagnrýninn á skipulagsmál á Akureyri og hélt á dögunum erindi með yfirskriftinni - af hverju eigum við ekki að rífa gömul hús.

Dularfull veikindi sem hafa verið kölluð Havana heilkennið hafa valdið miklum heilabrotum frá árinu 2016 þegar þeirra varð fyrst vart í Havana á Kúbu. Einkennin eru margvísleg, m.a. höfuðverkir, magakveisur, blóðnasir og undarlegt suð fyrir eyrum. Þessi veikindi hafa lagst á ýmsa sendifulltrúa Bandaríkjanna, fyrst á Kúbu eins og fyrr segir, en seinna víðar. Nú eru uppi kenningar um að þessi veikindi megi rekja til einhvers konar hljóðvopna og að sökudólgurinn sé rússneskur. Nýlega fjölluðu þrír fjölmiðlar; fréttaskýringaþátturinn 60 minutes, Der Spiegel og The insider um málið þar sem rök voru færð fyrir þessari kenningu. Oddur Þórðarson fréttamaður hefur fylgst með málinu og ætlar að fara yfir það með okkur.

Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall.

Frumflutt

3. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,