Samfélagið

Gömul hús og gagnrýni á skipulagsmál, Havana-heilkennið, málfar og vísindaspjall

Til stendur rífa skátaskálann Fálkafell, ofan Akureyrar, Alþýðuhúsið eða Allinn var nýlega rifinn, það hefur verið í umræðunni árum saman rífa hinn fræga skemmtistað, Sjallann og svo eru það örlög BSO, bifreiðastöðvar Oddeyrar, sem enn eru óráðin, en stöðin þarf víkja fyrir lok maí. Nýtt er byggt og annað víkur - eða hvað? Árni Árnason, arkitekt og meðlimur í samtökunum Arfur Akureyrarbæjar, hefur verið gagnrýninn á skipulagsmál á Akureyri og hélt á dögunum erindi með yfirskriftinni - af hverju eigum við ekki rífa gömul hús.

Dularfull veikindi sem hafa verið kölluð Havana heilkennið hafa valdið miklum heilabrotum frá árinu 2016 þegar þeirra varð fyrst vart í Havana á Kúbu. Einkennin eru margvísleg, m.a. höfuðverkir, magakveisur, blóðnasir og undarlegt suð fyrir eyrum. Þessi veikindi hafa lagst á ýmsa sendifulltrúa Bandaríkjanna, fyrst á Kúbu eins og fyrr segir, en seinna víðar. eru uppi kenningar um þessi veikindi megi rekja til einhvers konar hljóðvopna og sökudólgurinn rússneskur. Nýlega fjölluðu þrír fjölmiðlar; fréttaskýringaþátturinn 60 minutes, Der Spiegel og The insider um málið þar sem rök voru færð fyrir þessari kenningu. Oddur Þórðarson fréttamaður hefur fylgst með málinu og ætlar fara yfir það með okkur.

Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall.

Frumflutt

3. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,