• 00:02:40Inga Dóra Guðmundsdóttir í Nuuk
  • 00:23:49Læst úti: Gerum eitthvað í því
  • 00:44:31Málfarsspjall - Anna Sigríður Þráinsdóttir

Samfélagið

Erfið mál á Grænlandi, Læst úti - þjóðfundur ungs fólks, málfarsspjall um bændur

Við hringjum til Nuuk í Grænlandi og tölum við Ingu Dóru Guðmundsdóttur eins og við gerum nokkuð reglulega. þessu sinni ætlum við fjalla um tvö alvarleg mál. Um 150 grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu vegna lykkjuherferðarinnar sem svo er kölluð en á sjöunda áratugnum var þúsundum stúlkna og ungra kvenna gert lykkjuna - oft án þess vera upplýstar um það. Við ræðum þetta við Ingu Dóru og sömuleiðis snjóflóð sem féll fyrir nokkrum dögum nálægt Nuuk þar sem tveir rúmlega tvítugir menn létust.

Á föstudaginn blésu Öryrkjabandalag íslands, Landssamband ungmennafélaga og Landssamtök stúdenta til málþings í hugmyndahúsinu Grósku undir yfirskriftinni Læst úti: Gerum eitthvað í því. Á málþinginu fjallaði ungt fólk um hindranir sem hamla þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, fötlunarfordóma og hvernig megi hugsa hlutina upp á nýtt svo öll geti tekið jafnan þátt. Við ræðum við tvo þátttakendur á málþinginu þau Eið Welding og Evu Brá Önnudóttur.

Anna Sigríður Þráinsdótir, málfarsráðunautur kemur svo til okkar í spjall um íslenskt mál - og við ræðum orðaforða tengdan bændum.

Frumflutt

5. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

,