Samfélagið

Gervigreind í heilbrigðiskerfinu, hvalir í Hafnafjarðarhöfn, málfar og vísindaspjall

Fjórða iðnbyltingin er hafin og gervigreindin er farin létta undir með ýmsum starfsstéttum, taka sér greina gögn, flokka þau og jafnvel spá fyrir um framtíðina. Nýlega hafa fræðimenn rannsakað hvernig gervigreindin getur nýst til styrkja starfsemi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Niðurstöðurnar benda til þess gervigreindin geti stórminnkað álag á heilbrigðisstarfsfólk, jafnvel dregið úr kulnun - en hvað um sjúklingana? Við ræðum þetta allt við Steindór Ellertsson, sérnámslækni og doktorsnema við HÍ, sem komið hefur þessum rannsóknum ásamt fleirum.

Hnúfubakur hefur gert sig heimakominn í Hafnarfjarðarhöfn undanfarið, mörgum til gleði og skemmtunar. Það hafa til dæmis birst ófá myndskeið og ljósmyndir á samfélagsmiðlum af hvalnum busla í höfninni. Það sama gerðist í febrúar á síðasta ári og vakti mikla athygli. Við ætlum rifja upp viðtal sem við tókum þá við Eddu Elísabetu Magnúsdóttur hvalasérfræðing á hafnarbakkanum.

Málfarsmínúta.

Edda Olgudóttir ræðir um mRNA.

Tónlist:

LAUFEY - Falling Behind.

Una Torfadóttir - En.

Frumflutt

24. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,