Samfélagið

Launamunur kynjanna, bransaveisla og umhverfispistill um sjókvíaeldi

Alls konar launamunur kynjanna er staðreynd. En hvað er á bak við allar prósenturnar? Hvernig er launamunur metinn og hvernig metur samfélagið virði ólíkra starfa? Virkar jafnlaunavottun eða festir hún einfaldlega kynbundinn launamun og vanmat á störfum kvenna í sessi? Helga Björg Ragnarsdóttir framkvæmdastýra Jafnlaunastofu ræðir um þetta.

Hrefna Helgadóttir, kynningarstjóri ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, segir okkur frá svokallaðri bransaveislu sem verður haldin í aðdraganda tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem hefst í næstu viku og ræðir þróun tónlistarbransans og útrás íslenskrar tónlistar.

Umhverfispistil frá Sæunni Júlíu Sigurjónsdóttur í Ungum umhverfissinnum, hún fjallar um eldisáform í Seyðisfirði.

Frumflutt

26. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,