Tengivagninn

Murr, Nicolas Cage í Longlegs, Nietzsche í sjomlahorni

Á sýningunni Murr í Listasafni Reykjavíkur er velt upp spurningum um hvað fái listamenn til vinna endurtekið sama viðfangsefninu, oft með svipuðum hætti? Hvað fær listamenn til setja sér reglur og fylgja þeim eftir í þaula, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár eða jafnvel í áratugi? Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, sýningarstjóri Murr, ræðir við Höllu Harðardóttur um sýninguna.

Longlegs er fjórða kvikmynd hins bandaríska Oz Perkins, leikstjóra og handritshöfundar. Nicolas Cage fer með eftirminnilega rullu í myndinni, en hefur verið á miklu flugi undanfarin ár og tekið sér fjölda áhugaverðra hlutverka í listamyndum og hrollvekjum ýmis konar. Við heyrum í Mio Storasen Högnasyni, en hann er mikill aðdáandi Cage.

Tómas Ævar Ólafsson heldur áfram með sjomlahornið, seríu sem hóf göngu sína í Víðsjá í vor. Í þætti dagsins er það sjomlinn Friedrich Nietzsche sem er til umfjöllunar.

Frumflutt

13. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,