Tengivagninn

Hátíðni, Túndran og tifið á Sléttu, The Bikeriders og Nick Cave

Fjöllistahátíðin Hátíðni er haldin í sjötta sinn um helgina á Borðeyri við Hrútafjörð á Ströndum. Það verður líf og fjör í þessum lita bæ, allskyns listform njóta sín og allt skipulag Hátíðni er í anda GÞS (gerum það saman). Tengivagninn hringir norður og ræðir við Kára Fjóluson Thoroddsen sem er einn fjölmargra sem á þátt í skipulaginu.

Sýningin "Túndran og tifið á Sléttu" hverfist um Melrakkasléttu og þær breytingar sem hafa þegar orðið og munu senn verða bæði á lífríki og jarðvegi landsins, sem afleiðing hamfarahlýnunar. Halla Harðardóttir hringir Snorri Freyr HIlmarsson einn þeirra fjölmörgu sem eiga verk á sýningunni, en hann er einnig aðalsprautan í menningarfélaginu Heimsenda, sem hefur staðið uppbyggingu Óskarsbragga á Raufarhöfn.

Kolbeinn Rastrick rýnir í kvikmyndina The Bikeriders en þar fara Austin Butler, Tom Hardy og Judy Comer með aðalhlutverk í verki sem gerir tilraun til afbyggja karlmennskuhugmyndir.

Og við ræðum aðeins tónleikaþrennu ástralska tónlistarmannsins Nick Cave í Eldborg í Hörpu. Þar leikur Cave á flygil og syngur, með undirleik bassaleikarans Colin Greenwood, lög frá ólíkum tímum ferils síns sem spannar 45 ár. Allt saman strípað og án hljómsveitarinnar The Bad Seeds.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Frumflutt

4. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,