ok

Tengivagninn

Nördatattú, Flotbolli, Níl og Freyr Sigurjónsson

Við hefjum þáttinn úti á Granda á húðflúrstofunni Valkyrie þar sem Nördaflashdagur var haldinn á sunnudaginn. Ógrynni fólks merkti sig fyrir lífstíð með sínum uppáhalds teiknimyndafígúrum og Tengivagninn tók stöðuna á flúrurum sem lifandi strigum.

Þriðja og síðasta útvarpsleikrit Melkorku Gunborgar Briansdóttur, Flotbollar, verður flutt en verkið er unnið upp úr setningum sem Melkorka hleraði í kringum sig.

Nílarflóði er fagnað í Egyptalandi á þessum degi ár hvert og við hlustum á nokkur lög með Mahmoud Fadl og trommurunum frá Níl.

Í síðari hluta þáttar verður rætt við Frey Sigurjónsson flautuleikara en hann hefur verið búsettur í Basklandi og leikið með sinfóníuhljómsveitinni í Bilbao í fjóra áratugi. Í vor spilaði hann sína síðustu tónleika með sveitinni en hann hefur ekki lagt flautuna á hilluna heldur kemur hann fram á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, sem vill svo til að er æskuheimili hans.

Frumflutt

15. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.

Þættir

,