Tengivagninn

Söngljóð, skemmtiferðarskip, Mannfólkið breytist í slím og Tjöruhúsið

Kristín Einarsdóttir Mäntylä syngur í Hörpu á sunnudaginn klukkan 16:00. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Velkomin heim sem veitir tónlistarfólki búsettu erlendis tækifæri á koma sér á framfæri heima. Með henni leikur Eva Þyri Hilmarsdóttir á píanó og þær kíkja á okkur í fyrri hluta þáttar, við heyrum nokkur lög, veltum söngljóðinu fyrir okkur og þeirri byrði sem hefðin getur verið.

Í síðari hlutanum förum við út á land, tökum stöðuna á skemmtiferðaskipum á Ísafirði, tónleikum Salóme Katrínar, K.óla og Söru Flindt í Tjöruhúsinu annað kvöld og forvitnumst um jaðartónlistarhátíðina Mannfólkið breytist í slím sem fer fram á Akureyri um helgina.

Frumflutt

26. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,