App fyrir allt, Studio Ghibli, Sinéad O'Connor og Repeat
Twitter er orðið að X. Þetta ákvað Elon Musk. X getur staðið fyrir hvað sem er og á X á að vera hægt að gera hvað sem er. Það er þó snúið að skipta ekki bara um nafn heldur vörumerki og stefnu og í þættinum í dag er rætt við Írisi Mjöll Gylfadóttur framkvæmdastjóra vörumerkjastofunnar Brandr og Lenyu Rún Töhu Karim, varaþingkonu og tístara um þessar skyndilegu og óvæntu breytingar.
Við rifjum líka upp umfjöllun um japanska kvikmyndagerðamanninn Hayao Miyazaki og teiknmyndaver hans Studio Ghibli.
Í síðari hluta þáttar hlustum við á tónlist Sinéad O'Connor sem féll skyndilega frá á dögunum, langt fyrir aldur fram og tónlistarkonan Brynja Bjarnadóttir segir frá plötu sinni Repeat sem kom út á bleikum vínil í dag.
Frumflutt
2. ágúst 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tengivagninn
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.