Tengivagninn

Bergmál eilífðarinnar, Úlfur Eldjárn, Samofinn og Hellisgerði 100 ára

Í fyrri hluta þáttar förum við heimsókn á vinnustofu listamannsins Loga Marr. Undanfarin ár hefur hann látið til sín taka á tónlistarsviðinu með hljómsveitum á borð við Lily of the Valley og Shakes en 1. september opnar hann sína fyrstu myndlistarsýningu, Samofinn - dregið frá náttúrunni, þar sem náttúran er í senn myndheimur og verkfæri olíu- og prentverka Loga.

Júlía Margrét Einarsdóttir tók svo Úlf Eldjárn tali, hann hleypur heilt maraþon núna á laugardaginn til styrktar minningarsjóðs bróður síns, Kristjáns Eldjárn.

Einnig heyrum við sögu, sögu eins og margar aðrar sem hafa flækt störf ritsjóra vísindaskáldskapartímarita vestra.

Í síðari hlutanum bregðum við okkur suður í Hafnarfjörð, í Hellisgerði en garðurinn fagnar aldarafmæli á þessu ári. Við ræðum við myndlistarmennina Oddrúnu og Kristberg Pétursbörn sem opna myndlistarsýningu á morgun þar sem þau heiðra minningu ömmu sinnar, Guðmundínu Oddrúnar Oddsdóttur sem bjó í 30 ár í Hellisgerði. Einnig kynnum við okkur sögu garðsins sem oft hefur verið tengdur við huldar víddir og af manni sem slíkar víddir og þurfti láta loka fyrir þann hæfileika.

Frumflutt

16. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,