Tengivagninn

Gamli Staðarskáli, Chögma, rigning á G! Festival, Guðrún landvörður

Staðarskáli er Ísland, sagði skáldið, þar mætumst við óuppstillt á leið frá A til B, með kokteilsósu í munnvikunum og biksvart kaffi í ferðamáli. Á þessum forna skiptistað Landpóstanna hefur um langt skeið verið rekin bensínstöð og veitingasala, en eftir þjóðvegurinn var færður lokaði gamli skálinn og nýr staður var opnaður í hans stað. Rakel Sigurðardóttir og Alexandra Mjöll Young mynda saman tvíeykið Evil Foods Inc. sem vinnur á mörkum listar og matargerðar, og þeim er Gamli Staðarskáli hugleikinn þessa vikuna, enda hafa þær opnað ,,pop-up" vegasjoppu undir því nafni. Tengivagninn gerir sér ferð norður í Hrútafjörð til kanna málið.

Við grömsum dálítið í Kistu Ríkisútvarpsins og flytjum viðtal Kristínar Einarsdóttur við Báru Guðmundsdóttur í Staðarskála frá árinu 2007.

Katrín Helga Ólafsdóttir, pistlahöfundur, sagði frá hrakförum sínum á G! Festival í Færeyjum í þættinum í síðustu viku, en í dag heyrum við frá nokkrum af þeim tónlistarmönnum sem komu fram á hátíðinni.

Við höldum í Austurátt og mælum okkur mót við landvörðin Guðrúnu Úlfarsdóttur. Við skyggnumst inn í dagleg störf landvarðarins og heyrum hvernig hlaupið í Mýrdalsjökli hefur áhrif.

Og svo kíkjum við lokum á hljómsveitaræfingu hjá Chögma í Neskaupsstað. Þau lentu í þriðja sæti í Músíktilraunum og ætla sér stóra hluti. Næst á dagskrá er plata, þangað til, stífar æfingar og rökræður um allt á milli himins og jarðar.

Frumflutt

30. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,