Brot gegn barni í Hafnarfirði, Hæstiréttur staðfestir 16 ár, Guðlaugur íhugar leiðtogaslag, almannavarnir
Foreldrar drengs, sem grunur er um að brotið hafi verið á kynferðislega í rúmi hans um miðja nótt, segja áfallið mikið.
Hæstiréttur staðfesti í dag sextán ára fangelsisdóm yfir Dagbjörtu Rúnarsdóttur fyrir manndráp. Einn dómari vildi vægari refsingu þar sem vafi léki á að ætlun hennar hefði verið að bana manninum.
Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sagður íhuga alvarlega að gefa kost á sér í leiðtogakjöri flokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor.
Lagt er til að þjóðarvá verði skilgreind sem nýtt hæsta viðbúnaðarstig almannavarna. Dómsmálaráðherra vonar að aldrei þurfi að grípa til þess.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta var fjórum mörkum undir í hálfleik gegn Þýskalandi, en þau eigast nú við í upphafsleik heimsmeistaramótsins.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson og Ævar Örn Jósepsson