ok

Heimsglugginn

Mörgæsirnar tollaðar

Donald Trump kynnti í gærkvöld með miklum tilþrifum nýja tolla á vörur sem eru fluttar inn til Bandaríkjanna. Tollurinn verður minnst 10 prósent og Ísland lendir í þeim tollflokki. Í sama flokki eru einnig Heard og McDonald-eyjur. Þær eru með afskekktustu stöðum á jörðinni, 4000 kílómetra frá næsta byggða bóli og þar hafa aldrei búið menn. Þar er hins vegar að finna skordýr, sjófugla, seli og mörgæsir. Ýmsir hafa hent gaman að þessu þó að þeir séu fleiri sem hafi áhyggjur af áhrifum verndartolla á efnahagslíf heimsins. Þetta ræddu Bogi Ágústsson, Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir í Heimsglugga vikunnar á Morgunvaktinni á Rás 1.

Þau ræddu einnig heimsókn danska forsætisráðherrans til Grænlands, mótmæli í Tyrklandi og stjórnmál í Kanada.

Frumflutt

3. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsglugginn

Heimsglugginn

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

Þættir

,