Heimsglugginn

Assange, Gershkovich, kostendur á EM og kappræður í Bretlandi

Bogi Ágústsson ræddi við Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunni Elísabetu Bogadóttur um lausn Julians Assange úr fangelsi í Bretlandi og við heyrðum hluta úr frétt Kristins Hrafnssonar í sjónvarpsfréttum 2010 þegar birt var myndband af árás bandarískrar þyrlu á fréttamenn Reuters í Bagdad. Það var meðal gagna sem Wikileaks birtu og leiddu til þess bandarísk yfirvöld ákærðu Assange fyrir njósnir.

Evan Gershkovich, blaðamaður Wall Street Journal, er fyrir rétti í Katrínarborg í Rússlandi. Rússnesk yfirvöld saka hann um njósnir, en hann sjálfur, Wall Street Journal og bandarísk stjórnvöld harðneita því. Wall Street Journal segir Gershkovich hafa stundað hefðbundna fréttaöflun. Vladimír Pútín hefur gefið sterklega í skyn mögulegt skipta á Gershkovich og Vadim Krasikov, rússneskum njósnara sem afplánar ævilangan fangelsisdóm í Þýskalandi fyrir morð á andstæðingi Pútíns.

Alræðisstjórnvöld hafa víðar handtekið saklausa útlendinga til eigin borgara lausa á fangelsum í vestrænum ríkjum. Nýlega sleppti klerkastjórnin í Íran þannig tveimur Svíum úr haldi í skiptum fyrir Hamid Nouri. Svíarnir voru handteknir eftir Nouri var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á pólitískum föngum 1988. Þá voru allt 30 þúsund myrtir.

Það þykir skjóta skökku við Evrópska knattspyrnusambandið hafi samþykkt sex af þrettán aðalkostendum EM í Þýskalandi skuli tengdir ríkjum þar sem mannréttindi og jafnrétti og önnur ,,evrópsk gildi" eru ekki virt. UEFA skuldbatt sig í samningi við Evrópusambandið til hafa slík gildi leiðarljósi.

Í lokin var rætt um kappræður Keirs Starmers og Rishis Sunaks í BBC. Þeir eru forsætisráðherraefni stóru flokkanna í Bretlandi þar sem kosið verður til þings eftir viku.

Frumflutt

27. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsglugginn

Heimsglugginn

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

Þættir

,