Heimsglugginn

Vopnahlé á Gaza, Grænland, Eystrasalt og afsögn bresks ráðherra

Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu erlend málefni við Boga Ágústsson eins og jafnan á fimmtudagsmorgnum á Morgunvaktinni. Samið hefur verið um vopnahlé á Gaza eftir grimmdarleg átök, þar sem talið er nærri 50 þúsund Palestínumenn hafi beðið bana og á annað þúsund Ísraelsmenn. Forsætisráðherra Dana ræddi í síma í gær við verðandi Bandaríkjaforseta og lagði áherslu á Grænlendingar ættu ráða eigin framtíð. Leynistríð Rússa gegn vestrænum ríkjum var til umræðu. Ríki við Eystrasalt hafa miklar áhyggjur af skemmdarverkum á neðansjávarköplum. Þau ætla stórefla gæslu á Eystrasalti gegn svokölluðum skuggaflota Rússa. Finnar handtóku áhöfn skips úr þeim flota, Eagle S. Allt bendir til þess skipverjar hafi dregið akkeri yfir kapla á milli Eistlands og Finnlands. Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í þingkosningum á Bretlandi í fyrra. Hálfu ári síðar hefur flokkurinn misst traust stórs hluta kjósenda sinna og á undir högg sækja. Í gær þurfti ráðherra segja af sér vegna mögulegra tengsla við spillingarmál í Bangladess. Þykir háðulegt ráðherrann bar ábyrgð á baráttu gegn spillingu í bresku stjórninni.

Frumflutt

16. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsglugginn

Heimsglugginn

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

Þættir

,