ok

Endastöðin

Jólabókaflóðið í kosningum og talar listin eins og Samtök atvinnulífsins?

Gestir þáttarins þessa vikuna eru Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur, Fríða Þorkelsdóttir bókmenntafræðingur og bóksali og Kristján B. Jónasson verkefnastjóri. Rætt er um jólabókaflóð í miðjum kosningum og bloggfærslu Grautsins á Substack sem ber titilinn „Af hverju er listin farin að tala eins og Samtök Atvinnulífsins?“. Einnig er minnst á leitina að kettinum Diego, banana og límband sem seldist á 850 milljónir og innreið þakkagjörðarhátíðarinnar á Íslandi.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

29. nóv. 2024

Aðgengilegt til

30. nóv. 2025
EndastöðinEndastöðin

Endastöðin

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Þættir

,