Endastöðin

Hrekkjavaka, The Substance og útgáfupartí

Gestir þáttarins þessu sinni eru þau Ragnar Helgi Ólafsson rithöfundur og myndlistarmðaur og Guðrún Elsa Bragadóttir kvikmyndafræðingur. Ragnar Helgi sagði okkur frá myndlistarsýningum sem hann hefur þrætt í vikunni og Guðrún Elsa hélt útgáfuhóf fyrir bók sína og Kristínar Svövu Tómasdóttur um kvikmyndagerðarkonuna Guðnýju Halldórsdóttur og hlaðvarpið What went wrong sem fjallar um það sem getur farið úrskeiðis í kvikmyndagerð. Gestirnir ræddu um hrekkjavökuna, kvikmyndina The Substance sem skartar Demi Moore og er sýnd í Bíó Paradís og áform helgarinnar.

Frumflutt

1. nóv. 2024

Aðgengilegt til

2. nóv. 2025
Endastöðin

Endastöðin

Rætt um menningarvikuna sem er líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Þættir

,