Gestir þáttarins að þessu sinni eru þau Ragnar Helgi Ólafsson rithöfundur og myndlistarmðaur og Guðrún Elsa Bragadóttir kvikmyndafræðingur. Ragnar Helgi sagði okkur frá myndlistarsýningum sem hann hefur þrætt í vikunni og Guðrún Elsa hélt útgáfuhóf fyrir bók sína og Kristínar Svövu Tómasdóttur um kvikmyndagerðarkonuna Guðnýju Halldórsdóttur og hlaðvarpið What went wrong sem fjallar um það sem getur farið úrskeiðis í kvikmyndagerð. Gestirnir ræddu um hrekkjavökuna, kvikmyndina The Substance sem skartar Demi Moore og er sýnd í Bíó Paradís og áform helgarinnar.
Frumflutt
1. nóv. 2024
Aðgengilegt til
2. nóv. 2025
Endastöðin
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.