Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Við ætlum að tala svolítið um bækur, bóksölu, bókaútgáfu og bóklestur í dag. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, var fyrsti gestur okkar. Eitthvað bar á áhyggjum bókafólks þegar kosningar fóru í hönd af að bókin sem slík myndi verða undir í allri pólitíkinni. Fór það þannig? Við spjölluðum vítt og breitt.
Þórhildur Ólafsdóttir sagði okkur frá aðventu og jólahaldi í Úganda. Regntíminn er loks að baki og sólin tekin að skína skært. Hún sagði okkur líka frá baráttunni fyrir því hjá Úgandabúum að eignast eigin landskika.
Það er ekki nýtt af nálinni að fólki finnist andi jólanna týnast í efnishyggju og gjafaflóði. Á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld skáru bandarískar konur upp herör gegn - að þeirra mati - gagnlausum og íþyngjandi jólagjöfum. Baráttan kvennanna vakti mikla athygli en þeim tókst þó ekki að ráða niðurlögum jólagjafa. Vera Illugadóttir sagði þessa sögu.
Tónlist:
Parton, Dolly - I'll Be Home for Christmas.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Margir sem komnir eru á efri ár muna vel eftir rauðu eplunum sem komu til landsins fyrir jólin og hægt var að kaupa í búðunum. Fyrir nokkrum árum var rifjuð upp í Landanum saga um siglingu skips sem flutti eplin til Íslendinga fyrir jólin og lenti í miklum sjávarháska. Við heyrðum söguna af eplaskipinu svokallaða en þau komu í þáttinn, Gísli Einarsson og Þórdís Claessen úr Landanum, og sögðu okkur frá Jóla Landanum sem verður bæði í útvarpi og sjónvarpi þessi jólin. Í innslaginu um eplaskipið tóku þau viðtal við Egil Kristjánsson.
Kvartettinn Barbari hefur komið áður í Mannlega þáttinn í desember og sungið fyrir okkur og nú komu þeir aftur og sungu fyrir okkur í beinni útsendingu tvö lög án undirleiks eins og rakarakvartettar gera. Kvartetinn Barbara skipa þeir Gunnar Thor Örnólfsson, Karl Friðrik Hjaltason, Páll Sólmundur H. Eydal og Ragnar Pétur Jóhannsson. Jólatónleikar þeirra eru á föstudaginn í Háteigskirkju.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í þessu korti, þegar líður að áramótum, sagði Magnús frá hugsunum sínum um óttann, frumstæðastu og máttugustu mannlega tilfinninguna að margra mati. Hann sagði frá kenningu ítalska höfundarins Macchiavelli um óttann, sem máttugra afl en kærleikann. Óttinn við náttúruna hefur dvalið með manninum frá upphafi og minnkar síður en svo með aukinni þekkingu. Í lokin sagði Magnús svo frá sjóslysum og baráttunni við hafið.
Tónlist í þættinum:
Klukkur klingja / Ragga Gröndal (Ragnheiður Gröndal)
Úti er alltaf að snjóa / Jón Múli og Jónas Árnasynir (Jón Múli Árnason og texti Jónas Árnason)
2 lög með Barbara kvartettnum:
Let it Snow / Barbari
Jólalalag / Barbari
Hátíð í bæ / Borgardætur (Smith, Smith & Bernard, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Úttekt á rekstri FH er áfellisdómur og skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði, segir formaður frjálsíþróttadeildar FH. Formanni aðalstjórnar félagsins sé ekki lengur sætt. Hann fékk rúmlega sjötíu milljónir króna fyrir að stýra byggingu knatthúss FH-inga.
Flest bendir til þess að formaður Samfylkingarinnar verði næsti forsætisráðherra. Vel gengur að sögn að skrifa stjórnarsáttmála Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fundir formanna halda áfram eftir hádegi.
Hófleg bjartsýni ríkir um viðræður um vopnahlé á Gaza. Jákvæður tónn var í tilkynningu frá Hamas í gær um að mögulegt yrði að ná samningum ef Ísraelar hætti að setja sífellt ný skilyrði.
Framkvæmdastjóri Þróttar segir að félagið hafi fullan afnotarétt yfir íþróttasvæðinu í Laugardal og því hafi ákvörðun Reykjavíkurborgar í gær um að byggja þar safnskóla komið flatt upp á menn. Borgin segir að Þróttur og Ármann hafi afnot af svæðinu að minnsta kosti næstu sex ár.
Talsverðar skemmdir urðu hjá fyrirtæki á Akureyri þegar eldur kviknaði í iðnaðarhúsi í gærkvöld. Góðar eldvarnir forðuðu tjóni hjá öðrum fyrirtækjum sem þar eru til húsa.
Símanúmeraþjófar hafa herjað á landsmenn undanfarna mánuði. Óprúttnir aðilar hringja að því er virðist úr íslenskum númerum sem eru skráð á allt aðra en hringja.
Formaður KSÍ segir það ekki hafa áhrif á leit að nýjum landsliðsþjálfara að Freyr Alexandersson hafi verið rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk. Freyr hefur verið orðaður við stöðuna.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í þessum þætti fjöllum við um lítið lag sem vekur sterk hughrif. Lagið Ó helga nótt er stundum kallað krúnudjásn jólalagabankans. Jólalegasta jólalag allra tíma. En kynslóðunum ber ekki saman um hvaða útgáfa af laginu er sú allra fegursta. Við leitum álits hjá Sigga Gunnars, Sigríði Thorlacius, Björgvini Halldórssyni og Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Þau binda, verja gegn rotnun, sýrustilla og kekkjaverja, gefa sætt bragð eða súrt og kannski fátt sem sameinar þau annað en að þau eru táknuð með E-i, sem stendur fyrir Evrópu og ákveðnu númeri. Neyslusamfélagið kafar í dag ofan í E-efnasúpuna og leitar svara við spurningum dyggs hlustanda sem er með ofnæmi fyrir ákveðnu slíku efni. Í Mjólkursamsölunni kemur í ljós að innihaldslýsing osts hefur breyst og í matvörubúðinni er E-efnaríkasta fæðan elt uppi.
Og við höldum áfram samtali okkar við Jón Gunnar Ólafsson og Huldu Þórisdóttur, stjórnmálafræðinga, um bók sem þau voru að gefa út, sem heitir Lognmolla í ólgusjó. Bókin byggir á íslensku kosningarannsókninni og fjallar meðal annars um alþingiskosningarnar 2021 og íslenska kjósendur í áranna rás. Í dag fjöllum við um unga kjósendur, skautun í íslensku samfélagi, fjölmiðla og ýmislegt fleira.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-06
Ida Alanen Trio - Is This Real?.
Marína Ósk - Samtal við sólu.
Aldana, Melissa - A story.
Lehman, Steve, Octet - Alloy.
Ludvig Kári Quartet - Flameout.
Asa Trio - Another Time.
Oscar Peterson Orchestra, Brown, Ray, Oscar Peterson Quartet, Ellis, Herb, Poole, John, Peterson, Oscar, O'Day, Anita - Tenderly.
Tómas R. Einarsson, Óskar Guðjónsson - Söknuður.
Redman, Joshua - Manhattan.
Miles Davis Quintet - Woody'n you.
Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur á Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum, segir frá rannsóknum sínum á fornminjum við ströndina, einkum á Ströndum og Vestfjörðum. Ragnar hefur skoðað fornar verstöðvar og segir að þorskurinn hafi alla tíð verið undirstaða efnahags Íslendinga, miklu frekar en sauðkindin. Komið hafi í ljós vísbendingar um að á síðmiðöldum hafi verstöðvar þróast í átt til að verða fiskiþorp. Einnig vinnur Ragnar að rannsóknum á póstskipinu Fönix sem fórst við Snæfellsnes í janúar 1881 og með því nær allur farmur og póstur sem væntanlegur var til landsins um veturinn. Þar sé einstætt tækifæri til ýmiss konar rannsókna en einnig verði að tryggja að skipið fái að vera í friði og ekki sé rænt úr því munum. Vera baskneskra hvalveiðimanna hefur líka verið Ragnari hugleikin og hann hefur tekið þátt í að rannsaka leifar hvalveiðistöðva Baska á Ströndum ásamt Magnúsi Rafnssyni sagnfræðingi og fleirum. Þar eru merkilegar minjar sem varpa ljósi á stóriðju sautjándu aldar, lýsisvinnslu úr hvalspiki, iðnað sem lítið sem ekkert er skrifað um í heimildum af einhverjum ástæðum. Ragnar leggur áherslu á að saga Íslendinga og saga þorsksins er samtvinnuð og þorskurinn sé enn sá efnahagslegi grunnur sem hann hefur alltaf verið. Einnig er rætt um rekavið og járnvinnslu sem Ragnar telur að hafi verið sterkari þættir í efnahagssögu Íslendinga. Járn unnið úr íslenskum mýrarrauða hafi verið mjög gott og auðvelt í vinnslu miðað við í Noregi til dæmis og rekaviðurinn hafi skipt verulegu máli sem byggingarefni. Á þetta geti frekari fornleifarannsóknir við sjávarsíðuna líka varpað betra ljósi.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Bára Gísladóttir tónskáld og kontrabassaleikari er fædd í Reykjavík árið 1989. Fjölskyldan fluttist í nokkur ár til Noregs þegar Bára var fimm ára og það var þar sem hún hóf nám á fiðlu. Hún segist þó aldrei hafa náð tengingu við fiðluna og það var ekki fyrr en hún kynntist kontrabassanum 17 ára gömul í Nýja Sjálandi að hún upplifði djúpa og sterka tengingu við hljóðfæri. Bára nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands, Verdi Akademíuna í Mílanó og Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn og hún hefur búið í Kaupmannahöfn síðastliðin 10 ár. Tónsmíðar Báru þykja einstakar, nýstárlegar og djarfar. Sjálf segir Bára sína tónlist byggja á hugmyndinni um hljóðið sem lífveru. Verk hennar eru margverðlaunuð og hafa verið flutt víða, bæði af stórum hljómsveitum sem og minni kammerhópum auk þess að vera flutt á tónlistarhátíðum víðsvegar um heiminn. Fjöldi tónlistarmanna, tónlistarhópa og hljómsveita hafa pantað hjá henni verk, en Bára sjálf er einnig virkur flytjandi. Meira um það í þætti dagsins.
Og Soffía Auður Birgisdóttir um ljóðabókina Flaumgosa eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Steinar Bragi er í miklu uppáhaldi hjá stjórnendum Lestarinnar. Fyrir jólin hann frá sér nýja framtíðarskáldsögu, þá þriðju í röð. Bókin nefnist Gólem og fjallar um unga konu sem hefur það að atvinnu að deyja. Með dauða sínum bjargar hún ríkasta fólki heims frá slysum eða árásum, og lengir þannig ævi þess. Steinar Bragi sest niður með Lóu og Kristjáni og ræðir Gólem, gervigreind, fyrirtækjaræði, stöðu bókmennta og af hverju allar bækurnar hans eru sú síðasta.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Fangelsismálastofnun vill fækka föngum í afplánun til að bregðast við áttatíu milljóna króna hallarekstri.
Kærunefnd útlendingamála hefur átta sinnum fellt ákvarðanir um brottvísun útlendinga á landamærunum úr gildi á þessu ári, en sjö hundruð manns hefur verið vísað frá við landamærin.
Dæmi eru um að fólk setji rusl í jólapakka og gefi til hjálparsamtaka. Hjá Mæðrastyrksnefnd þarf að yfirfara alla pakka til að ónothæfar gjafir endi ekki í höndum vonglaðra barna.
Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er sú sem flestir landsmenn vilja sjá eftir kosningar. Þrefalt fleiri vilja þetta stjórnarsamstarf en það sem næstvinsælast er.
Búseti fór þess á leit við byggingarfulltrúa borgarinnar um miðjan síðasta mánuð að framkvæmdir við vöruhúsið sem nú rís við Álfabakka yrðu stöðvaðar.
Kúamjólk er hollari, sykurminni og próteinríkari en jurtamjólk. Þetta eru niðurstöður danskrar rannsóknar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Alexander Kristjánsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Búseti fór þess á leit við byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um miðjan nóvember að framkvæmdir við vöruhúsið sem nú rís við Álfabakka yrðu stöðvaðar. Þetta kemur fram í gögnum sem Spegillinn fékk afhent í dag. Vöruhúsið byrgir íbúum fjölbýlishúss við Árskóga sjö sýn, blokk sem Búseti byggði. Í bréfi Búseta frá í nóvember kom meðal annars fram að á lóðinni væri verið að reisa fjögurra hæða hús, tólf metra háa byggingu, sem ætti sér enga stoð í útgefnu byggingarleyfi eða svörum skipulagsfulltrúa við fyrirspurn frá áhyggjufullum hjónum sem óttuðust að birtan yrði tekin frá þeim ef svona hátt hús myndi rísa á reitnum. Verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa sefaði áhyggjur hjónanna og taldi sig nánast geta fullyrt að slíkt myndi ekki gerast. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um þetta og ræðir við Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn.
Staðan í Úkraínu, mögulegar friðarviðræður og hugmyndir um friðargæslulið verða líklega á dagskrá fundar í Brussel kvöld, þar sem Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti hittir leiðtoga Evrópusambandsins og nokkurra Evrópuríkja, þar á meðal Íslands. Zelensky fundaði með leiðtogum tíu Evrópuríkja í gær, þeirra á meðal Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlads, sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi utanríkisráðherra, segir hafa fengið afgerandi skilaboð í veganesti. Björn Malmquist ræðir við Þórdísi Kolbrúnu.
Þetta er galið raforkukerfi og Svíþjóð getur ekki búið við kerfi sem er svona háð duttlungum veðráttunnar, sagði Ebba Busch, orkumálaráðherra Svíþjóðar þegar rafmagnsverð þar rauk upp úr öllu valdi í síðustu viku. Danir supu líka hveljur þegar þeim varð litið á rafveitu-öppin sín, sem birta rafmagnsverð í rauntíma – en á fimmtudaginn var, klukkan fjögur síðdegis, kostaði kílóvattstundin ellefu danskar krónur – rúmar tvö hundruð íslenskar, sem þýðir að passlega heit fimm mínútna sturta kostaði þúsundkall. Ævar Örn Jósepsson skoðaði málið.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Skemmtilegir þættir fyrir börn og fullorðna um barnamenningu af ýmsum toga. Umsjón: Sigrún Harðardóttir.
Í þættinum skoðum við tvo nýja listviðburði í Reykjavík sem eiga það sameiginlegt að þar spilar þátttaka barnanna stórt hlutverk.
Fyrst ætlum við að kíkja í heimsókn í leikhúsið Tjarnarbíó og kynnast þátttökuleiksýningunni Manndýr. Svo trítlum við yfir í Hörpu og skoðum glænýtt upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur sem heitir Hljóðhimnar.
Viðmælendur eru Aude Busson, Sigríður Sunna Reynisdóttir, Kaja Dýrleif Valgeirsdóttir, Bastían Kári Valgeirsson og Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Umsjón: Sigrún Harðardóttir
Veðurstofa Íslands.
Útsending frá jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Útsending frá Helsinki á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Finnsk jólalög og tónlist tengd jólum í flutningi söngkonunnar Emmu Salokoski, Ilmiliekki
kvartettsins, trompetleikarans Verneri Pohjola, píanóleikarans Tuomo Prättälä, Antti Lötjönen bassaleikara og trommuleikarans Olavi Louhivuoru.
Hvergiland er útvarpsþáttaröð í fjórum hlutum um útópíur. Þáttastjórnendur, Tómas Ævar Ólafsson og Snorri Rafn Hallsson, heimsækja raunverulega og ímyndaða heima í leit að fullkominni veröld. Þeir rannsaka viðleitni mannsins til að skapa draumalönd sem aldrei urðu eða verða til og draga af þeim lærdóm sem varpar ljósi á stöðu okkar í dag.
Er útópía spurning eða svar? Ferðalag eða áfangastaður? Í þriðja þætti Hvergilands fara þeir Snorri og Tómas út í geim á vængjum fönktónlistarinnar og skoða draumaland afrófútúrismans. Og fyrst þeir eru komnir út í geim er um að gera að heimsækja óræða útópíu Úrsúlu K. LeGuin.
Viðmælandi: Þórhallur Auður Helgason.
Umsjónarmenn: Snorri Rafn Hallsson og Tómas Ævar Ólafsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Þau binda, verja gegn rotnun, sýrustilla og kekkjaverja, gefa sætt bragð eða súrt og kannski fátt sem sameinar þau annað en að þau eru táknuð með E-i, sem stendur fyrir Evrópu og ákveðnu númeri. Neyslusamfélagið kafar í dag ofan í E-efnasúpuna og leitar svara við spurningum dyggs hlustanda sem er með ofnæmi fyrir ákveðnu slíku efni. Í Mjólkursamsölunni kemur í ljós að innihaldslýsing osts hefur breyst og í matvörubúðinni er E-efnaríkasta fæðan elt uppi.
Og við höldum áfram samtali okkar við Jón Gunnar Ólafsson og Huldu Þórisdóttur, stjórnmálafræðinga, um bók sem þau voru að gefa út, sem heitir Lognmolla í ólgusjó. Bókin byggir á íslensku kosningarannsókninni og fjallar meðal annars um alþingiskosningarnar 2021 og íslenska kjósendur í áranna rás. Í dag fjöllum við um unga kjósendur, skautun í íslensku samfélagi, fjölmiðla og ýmislegt fleira.
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Margir sem komnir eru á efri ár muna vel eftir rauðu eplunum sem komu til landsins fyrir jólin og hægt var að kaupa í búðunum. Fyrir nokkrum árum var rifjuð upp í Landanum saga um siglingu skips sem flutti eplin til Íslendinga fyrir jólin og lenti í miklum sjávarháska. Við heyrðum söguna af eplaskipinu svokallaða en þau komu í þáttinn, Gísli Einarsson og Þórdís Claessen úr Landanum, og sögðu okkur frá Jóla Landanum sem verður bæði í útvarpi og sjónvarpi þessi jólin. Í innslaginu um eplaskipið tóku þau viðtal við Egil Kristjánsson.
Kvartettinn Barbari hefur komið áður í Mannlega þáttinn í desember og sungið fyrir okkur og nú komu þeir aftur og sungu fyrir okkur í beinni útsendingu tvö lög án undirleiks eins og rakarakvartettar gera. Kvartetinn Barbara skipa þeir Gunnar Thor Örnólfsson, Karl Friðrik Hjaltason, Páll Sólmundur H. Eydal og Ragnar Pétur Jóhannsson. Jólatónleikar þeirra eru á föstudaginn í Háteigskirkju.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í þessu korti, þegar líður að áramótum, sagði Magnús frá hugsunum sínum um óttann, frumstæðastu og máttugustu mannlega tilfinninguna að margra mati. Hann sagði frá kenningu ítalska höfundarins Macchiavelli um óttann, sem máttugra afl en kærleikann. Óttinn við náttúruna hefur dvalið með manninum frá upphafi og minnkar síður en svo með aukinni þekkingu. Í lokin sagði Magnús svo frá sjóslysum og baráttunni við hafið.
Tónlist í þættinum:
Klukkur klingja / Ragga Gröndal (Ragnheiður Gröndal)
Úti er alltaf að snjóa / Jón Múli og Jónas Árnasynir (Jón Múli Árnason og texti Jónas Árnason)
2 lög með Barbara kvartettnum:
Let it Snow / Barbari
Jólalalag / Barbari
Hátíð í bæ / Borgardætur (Smith, Smith & Bernard, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Steinar Bragi er í miklu uppáhaldi hjá stjórnendum Lestarinnar. Fyrir jólin hann frá sér nýja framtíðarskáldsögu, þá þriðju í röð. Bókin nefnist Gólem og fjallar um unga konu sem hefur það að atvinnu að deyja. Með dauða sínum bjargar hún ríkasta fólki heims frá slysum eða árásum, og lengir þannig ævi þess. Steinar Bragi sest niður með Lóu og Kristjáni og ræðir Gólem, gervigreind, fyrirtækjaræði, stöðu bókmennta og af hverju allar bækurnar hans eru sú síðasta.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Tæpar tvær vikur eru eftir af árinu 2024 og nú er tíminn til að gera hin ýmsu málefni upp. Við hefjum þáttinn á því að gera upp árið í umhverfismálum. Stiklum vissulega á stóru en við fáum til okkar Guðmund Steingrímsson varaformann Landverndar og Lauru Sólveigu Lefort Scheefer frá Ungum umhverfissinnum til að ræða hvað fór vel og hvað þarf að ganga betur á næsta ári.
Björn Berg Gunnarsson ræðir við okkur um sparnaðarmarkmið á nýju ári.
Jólin eru ekki aðeins hátíð ljóss, friðar og samverustunda með sínum nánustu, heldur eru þau einnig uppáhalds árstími hakkara. Björn Orri Guðmundsson, framkvæmdastjóri Aftra og sérfræðingur í aðferðafræði hakkara og í netforvörnum og Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson, forstöðumaður skýja- og netreksturs hjá Origo fara yfir þau mál með okkur.
Við höldum síðan áfram að ræða við stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, í þetta skiptið við Sigurð Pétursson, sagnfræðing, sem setur þær í sögulegt samhengi.
Margrét Gunnarsdóttir, sagnfræðingur, ræðir við okkur um venjur Íslendinga í kringum jól.
Við þorum varla að gægjast inn í jólapakkann þegar að kemur að jólaveðrinu. Núna er gullfallegur jólasnjór víða um land en hvernig er spáin fyrir aðfangadag? Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fer yfir það í lok þáttar.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Vissir þú að Keith Richards á afmæli í dag? En að hann deili afmælisdegi með Billie Eilish og Christinu Aguilera? Nú veist það að minnsta kosti og við ætlum að hlusta á lög með þeim en auðvitað í bland við jólalög, plötu vikunnar og margt fleira.
Lagalisti:
GDRN, KK, Magnús Jóhann Ragnarsson - Það sem jólin snúast um.
BRAINSTORM - My Star.
ELTON JOHN - I'm still standing.
EMMSJÉ GAUTI & HELGI SÆMUNDUR - Tossi.
Sigríður Beinteinsdóttir, Baggalútur - Hótel á aðfangadag.
Eilish, Billie - Ocean eyes.
Japanese House, The - Super Trouper.
Addison Rae - Diet Pepsi.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir - Þín allra bestu jól.
Myrkvi - Glerbrot.
Daði Freyr Pétursson - Komdu um jólin.
ROLLING STONES - Harlem Shuffle.
BLANCHE - City lights (Eurovision 2017 - Belgía).
Árný Margrét - I miss you, I do.
CMAT - Stay For Something.
SIA - Santa's Coming For Us.
THE FLAMING LIPS - Race For The Price.
Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Ekkert blóð.
Cher - DJ Play A Christmas Song.
CHRISTINA AGUILERA - Christmas Time.
GDRN - Þú sagðir.
Crockett, Charley - Solitary Road.
Teddy Swims - Bad Dreams.
Bríet - Takk fyrir allt.
KELLY CLARKSON - Underneath the tree.
Spilverk þjóðanna - Miss You.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Enok og Maja - Mig langar heim á Syðra Hól.
DUNCAN LAURENCE - Arcade (Eurovisíon 2019 - Holland).
Jónína Björt, Andrés Vilhjálmsson - Óopnuð jólagjöf.
John Lennon - Happy Xmas (War Is Over).
Silva and Steini - Christmas Alphabet.
Bon Iver - THINGS BEHIND THINGS BEHIND THINGS.
Rolling Stones, The, Rolling Stones, The - Wild horses.
BILLIE EILISH - Therefore I Am.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Skítaveður.
Ágúst Þór Brynjarsson - Með þig á heilanum.
Malen - Anywhere.
Rakel Sigurðardóttir, Lón - Jólin eru að koma.
Laddi, Friðrik Dór Jónsson - Skóinn út í glugga.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Úttekt á rekstri FH er áfellisdómur og skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði, segir formaður frjálsíþróttadeildar FH. Formanni aðalstjórnar félagsins sé ekki lengur sætt. Hann fékk rúmlega sjötíu milljónir króna fyrir að stýra byggingu knatthúss FH-inga.
Flest bendir til þess að formaður Samfylkingarinnar verði næsti forsætisráðherra. Vel gengur að sögn að skrifa stjórnarsáttmála Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fundir formanna halda áfram eftir hádegi.
Hófleg bjartsýni ríkir um viðræður um vopnahlé á Gaza. Jákvæður tónn var í tilkynningu frá Hamas í gær um að mögulegt yrði að ná samningum ef Ísraelar hætti að setja sífellt ný skilyrði.
Framkvæmdastjóri Þróttar segir að félagið hafi fullan afnotarétt yfir íþróttasvæðinu í Laugardal og því hafi ákvörðun Reykjavíkurborgar í gær um að byggja þar safnskóla komið flatt upp á menn. Borgin segir að Þróttur og Ármann hafi afnot af svæðinu að minnsta kosti næstu sex ár.
Talsverðar skemmdir urðu hjá fyrirtæki á Akureyri þegar eldur kviknaði í iðnaðarhúsi í gærkvöld. Góðar eldvarnir forðuðu tjóni hjá öðrum fyrirtækjum sem þar eru til húsa.
Símanúmeraþjófar hafa herjað á landsmenn undanfarna mánuði. Óprúttnir aðilar hringja að því er virðist úr íslenskum númerum sem eru skráð á allt aðra en hringja.
Formaður KSÍ segir það ekki hafa áhrif á leit að nýjum landsliðsþjálfara að Freyr Alexandersson hafi verið rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk. Freyr hefur verið orðaður við stöðuna.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi og Lovísa stýrðu Popplandi dagsins eins og yfirleitt. Allskonar ný íslensk jólalög á boðstólnum og jóla-plata vikunnar á sínum stað, Christmas with Silva & Steini, jóla-fólk, kántrý og popp, póstkassinn opnaður og margt fleira skemmtilegt.
VILHJÁLMUR OG ELLÝ VILHJÁLMS - Jólin Allsstaðar.
Flott - Ó, Grýla taktu þér tak.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Bergendahl, Anna - It Never Snows In California.
DEAN MARTIN - Let It Snow. Let It Snow.
Parcels - Overnight.
THE KINKS - Sunny Afternoon.
Hildur Vala Einarsdóttir - Þú hittir.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR - Senn Koma Jólin.
BOGOMIL FONT ÁSAMT STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Ég Sá Mömmu Kyssa Jólasvein.
Rogers, Maggie - In The Living Room.
Silva and Steini - O Christmas Tree.
Lady Blackbird - Like a Woman.
Friðrik Ómar - Desember.
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Veldu stjörnu (ft. John Grant).
CARPENTERS - I'll Be Home For Christmas.
Velvet Underground - Sunday morning.
Strings, Billy - Gild the Lily.
Wallen, Morgan - Love Somebody.
Katy Perry - Cosy little Christmas.
Ylja - Jólin alls staðar (live).
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
CHRIS REA - Driving Home For Christmas.
BAGGALÚTUR - Leppalúði (aðventulag Baggalúts nr. 3).
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Battery Brain.
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
DAÐI FREYR - Allir dagar eru jólin með þér.
SNIGLABANDIÐ - Jól meiri jól.
Bogomil Font, Rebekka Blöndal, Kristjana Stefánsdóttir - Hæ jólasveinn.
Parton, Dolly, Rogers, Kenny - Christmas without you.
Mars, Bruno, Rosé - APT.
SUFJAN STEVENS - Little Drummer Boy.
Bridgers, Phoebe - If We Make It Through December (bonus track mp3).
STEVIE WONDER - What Christmas Means to Me.
Jones, Norah & Laufey - Have Yourself A Merry Little Christmas.
Silva and Steini - Happy Holiday / The Holiday Season.
BROOKLYN FÆV & RAGGI BJARNA - Góða ósk um gleðilega hátíð.
GDRN & UNNSTEINN MANÚEL - Utan þjónustusvæðis.
MARGRÉT EIR - Minn eini jólasveinn.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Fjármál FH og málefni knatthússins Skessunnar hafa verið áberandi í fjölmiðlum síðasta sólarhringinn. Við fengum Val Grettisson blaðamann á Heimildin til að fara yfir þetta mál með okkur.
Logi Tómasson eða Luigi eins og hann kallar sig, tónlistarmaður og landsliðsmaður í fótbolta kom til okkar í spjall.
Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson var að senda frá sér bókina Synir himnasmiðs en aðdáendur Guðmundar sem þurft hafa að bíða í áratug eftir bók geta nú tekið gleði sína á ný. Sagan fjallar um tólf karlmenn og lífsögur þeirra sem vindast og bindast saman án þess þó að þeir séu endilega meðvitaðir um það. Guðmundur Andri kemur til okkar í dag og ræddi við okkur um bókina og lífið.
Við rákum augun í skemmtilegt verkefni sem er í gangi á samfélagsmiðlum og kallast JólaLagaTal en það gengur út á að laga eitthvað á heimilinu á hverjum degi fram að jólum. Sá sem setti þetta verkefni af stað heitir Óskar Þór Þráinsson og hann kom til okkar í síðdegisútvarpið og sagði frá.
Verðhækkanir hafa verið boðaðar hér á landi eftir áramótin. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir það ekki ganga að neytendur þurfi alltaf að bera hitann og þungann af öllunum hækkunum sem verða og bendir á að engin umræða sé um verðhækkanir erlendis. Breki var hjá okkur.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Fangelsismálastofnun vill fækka föngum í afplánun til að bregðast við áttatíu milljóna króna hallarekstri.
Kærunefnd útlendingamála hefur átta sinnum fellt ákvarðanir um brottvísun útlendinga á landamærunum úr gildi á þessu ári, en sjö hundruð manns hefur verið vísað frá við landamærin.
Dæmi eru um að fólk setji rusl í jólapakka og gefi til hjálparsamtaka. Hjá Mæðrastyrksnefnd þarf að yfirfara alla pakka til að ónothæfar gjafir endi ekki í höndum vonglaðra barna.
Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er sú sem flestir landsmenn vilja sjá eftir kosningar. Þrefalt fleiri vilja þetta stjórnarsamstarf en það sem næstvinsælast er.
Búseti fór þess á leit við byggingarfulltrúa borgarinnar um miðjan síðasta mánuð að framkvæmdir við vöruhúsið sem nú rís við Álfabakka yrðu stöðvaðar.
Kúamjólk er hollari, sykurminni og próteinríkari en jurtamjólk. Þetta eru niðurstöður danskrar rannsóknar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Alexander Kristjánsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Búseti fór þess á leit við byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um miðjan nóvember að framkvæmdir við vöruhúsið sem nú rís við Álfabakka yrðu stöðvaðar. Þetta kemur fram í gögnum sem Spegillinn fékk afhent í dag. Vöruhúsið byrgir íbúum fjölbýlishúss við Árskóga sjö sýn, blokk sem Búseti byggði. Í bréfi Búseta frá í nóvember kom meðal annars fram að á lóðinni væri verið að reisa fjögurra hæða hús, tólf metra háa byggingu, sem ætti sér enga stoð í útgefnu byggingarleyfi eða svörum skipulagsfulltrúa við fyrirspurn frá áhyggjufullum hjónum sem óttuðust að birtan yrði tekin frá þeim ef svona hátt hús myndi rísa á reitnum. Verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa sefaði áhyggjur hjónanna og taldi sig nánast geta fullyrt að slíkt myndi ekki gerast. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um þetta og ræðir við Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn.
Staðan í Úkraínu, mögulegar friðarviðræður og hugmyndir um friðargæslulið verða líklega á dagskrá fundar í Brussel kvöld, þar sem Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti hittir leiðtoga Evrópusambandsins og nokkurra Evrópuríkja, þar á meðal Íslands. Zelensky fundaði með leiðtogum tíu Evrópuríkja í gær, þeirra á meðal Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlads, sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi utanríkisráðherra, segir hafa fengið afgerandi skilaboð í veganesti. Björn Malmquist ræðir við Þórdísi Kolbrúnu.
Þetta er galið raforkukerfi og Svíþjóð getur ekki búið við kerfi sem er svona háð duttlungum veðráttunnar, sagði Ebba Busch, orkumálaráðherra Svíþjóðar þegar rafmagnsverð þar rauk upp úr öllu valdi í síðustu viku. Danir supu líka hveljur þegar þeim varð litið á rafveitu-öppin sín, sem birta rafmagnsverð í rauntíma – en á fimmtudaginn var, klukkan fjögur síðdegis, kostaði kílóvattstundin ellefu danskar krónur – rúmar tvö hundruð íslenskar, sem þýðir að passlega heit fimm mínútna sturta kostaði þúsundkall. Ævar Örn Jósepsson skoðaði málið.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á föstudögum er sulta dagsins indie disco.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Rakel Sigurðardóttir, Lón - Jólin eru að koma.
Mitchell, Joni - River.
Sade - Young Lion.
Sylvian, Sakamoto - Forbidden Colours
Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Ekkert blóð.
Stevens, Sufjan - That was the worst Christmas ever.
Strings, Billy - Gild the Lily.
Eels - Christmas is going to the dogs.
Gray, Saya - SHELL (OF A MAN).
Young, Lola - Messy [Clean].
Flott, Flott - Ó, Grýla taktu þér tak.
Reverend and The Makers - Late Night Phone Call.
Addison Rae - Diet Pepsi.
Say She She - Purple Snowflakes.
Chinese American Bear - Kids Go Down.
Clipping. - Keep Pushing.
Sleaford Mods, Hot Chip - Nom Nom Nom (Lyrics!).
Marie Davidson - Sexy Clown (Lyrics!) (bonus track).
Billie Eilish - WILDFLOWER.
Bon Iver - THINGS BEHIND THINGS BEHIND THINGS.
Mk.gee - Alesis.
Zach Bryan - This World's A Giant.
King Hannah - Blue Christmas.
Phoebe Bridgers - So Much Wine.
Charley Crockett - Solitary Road.
Fontaines D.C. - Bug.
Laufey - Santa Baby.
THE SMASHING PUMPKINS - Christmastime.
Ethel Cain - American Teenager.
Boygenius - The Parting Glass.
DIIV - Raining On Your Pillow (Daniel Avery Remix).
My Bloody Valentine - Only Shallow.
Lambrini Girls - Love.
Amyl and the Sniffers - Doing in Me Head.
GDRN, Bríet - Veðrið er herfilegt.
Cat Burns - Gravity.
Etienne de Crecy ft Alexis Taylor - World Away
Empire Of the Sun - We Are Mirage
Jade ft Channel Tres - Fantasy
Ela Minus - Upwards
Fat Dog - Peace Song
Kneecap - Guilty Conscience
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.