16:05
Síðdegisútvarpið
Skessan, verðhækkanir, Guðmundur Andri, Jólalagatal og Luigi
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Fjármál FH og málefni knatthússins Skessunnar hafa verið áberandi í fjölmiðlum síðasta sólarhringinn. Við fengum Val Grettisson blaðamann á Heimildin til að fara yfir þetta mál með okkur.

Logi Tómasson eða Luigi eins og hann kallar sig, tónlistarmaður og landsliðsmaður í fótbolta kom til okkar í spjall.

Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson var að senda frá sér bókina Synir himnasmiðs en aðdáendur Guðmundar sem þurft hafa að bíða í áratug eftir bók geta nú tekið gleði sína á ný. Sagan fjallar um tólf karlmenn og lífsögur þeirra sem vindast og bindast saman án þess þó að þeir séu endilega meðvitaðir um það. Guðmundur Andri kemur til okkar í dag og ræddi við okkur um bókina og lífið.

Við rákum augun í skemmtilegt verkefni sem er í gangi á samfélagsmiðlum og kallast JólaLagaTal en það gengur út á að laga eitthvað á heimilinu á hverjum degi fram að jólum. Sá sem setti þetta verkefni af stað heitir Óskar Þór Þráinsson og hann kom til okkar í síðdegisútvarpið og sagði frá.

Verðhækkanir hafa verið boðaðar hér á landi eftir áramótin. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir það ekki ganga að neytendur þurfi alltaf að bera hitann og þungann af öllunum hækkunum sem verða og bendir á að engin umræða sé um verðhækkanir erlendis. Breki var hjá okkur.

Er aðgengilegt til 18. desember 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,