20:00
Hvergiland
Útópía í geimnum
Hvergiland

Hvergiland er útvarpsþáttaröð í fjórum hlutum um útópíur. Þáttastjórnendur, Tómas Ævar Ólafsson og Snorri Rafn Hallsson, heimsækja raunverulega og ímyndaða heima í leit að fullkominni veröld. Þeir rannsaka viðleitni mannsins til að skapa draumalönd sem aldrei urðu eða verða til og draga af þeim lærdóm sem varpar ljósi á stöðu okkar í dag.

Er útópía spurning eða svar? Ferðalag eða áfangastaður? Í þriðja þætti Hvergilands fara þeir Snorri og Tómas út í geim á vængjum fönktónlistarinnar og skoða draumaland afrófútúrismans. Og fyrst þeir eru komnir út í geim er um að gera að heimsækja óræða útópíu Úrsúlu K. LeGuin.

Viðmælandi: Þórhallur Auður Helgason.

Umsjónarmenn: Snorri Rafn Hallsson og Tómas Ævar Ólafsson.

Er aðgengilegt til 18. desember 2025.
Lengd: 28 mín.
e
Endurflutt.
,