22:10
Mannlegi þátturinn
Jólalandinn og eplaskipið, rakarakvartettinn Barbari og póstkort um óttann
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Margir sem komnir eru á efri ár muna vel eftir rauðu eplunum sem komu til landsins fyrir jólin og hægt var að kaupa í búðunum. Fyrir nokkrum árum var rifjuð upp í Landanum saga um siglingu skips sem flutti eplin til Íslendinga fyrir jólin og lenti í miklum sjávarháska. Við heyrðum söguna af eplaskipinu svokallaða en þau komu í þáttinn, Gísli Einarsson og Þórdís Claessen úr Landanum, og sögðu okkur frá Jóla Landanum sem verður bæði í útvarpi og sjónvarpi þessi jólin. Í innslaginu um eplaskipið tóku þau viðtal við Egil Kristjánsson.

Kvartettinn Barbari hefur komið áður í Mannlega þáttinn í desember og sungið fyrir okkur og nú komu þeir aftur og sungu fyrir okkur í beinni útsendingu tvö lög án undirleiks eins og rakarakvartettar gera. Kvartetinn Barbara skipa þeir Gunnar Thor Örnólfsson, Karl Friðrik Hjaltason, Páll Sólmundur H. Eydal og Ragnar Pétur Jóhannsson. Jólatónleikar þeirra eru á föstudaginn í Háteigskirkju.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í þessu korti, þegar líður að áramótum, sagði Magnús frá hugsunum sínum um óttann, frumstæðastu og máttugustu mannlega tilfinninguna að margra mati. Hann sagði frá kenningu ítalska höfundarins Macchiavelli um óttann, sem máttugra afl en kærleikann. Óttinn við náttúruna hefur dvalið með manninum frá upphafi og minnkar síður en svo með aukinni þekkingu. Í lokin sagði Magnús svo frá sjóslysum og baráttunni við hafið.

Tónlist í þættinum:

Klukkur klingja / Ragga Gröndal (Ragnheiður Gröndal)

Úti er alltaf að snjóa / Jón Múli og Jónas Árnasynir (Jón Múli Árnason og texti Jónas Árnason)

2 lög með Barbara kvartettnum:

Let it Snow / Barbari

Jólalalag / Barbari

Hátíð í bæ / Borgardætur (Smith, Smith & Bernard, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 51 mín.
e
Endurflutt.
,