07:03
Morgunútvarpið
Miðnæturhlaup, næstum keyrður niður, Kringlan, golfvöllurinn á Akureyri, íþróttir og tæknihorn
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Miðnæturhlaup Suzuki er hlaup sem haldið hefur verið árlega síðan 1993. Hlaupið í ár fer fram á fimmtudagskvöldið næsta og er upphaf og endir allra vegalengdanna í Laugardalnum. Hlaupin hefjast á Engjavegi og allir hlauparar koma í mark við Þvottalaugarnar. Margrét Elíasdóttir er hlaupastjóri og var á línunni hjá okkur.

Bifhjólamaðurinn Mikkó segist þakka Teslu bifreið en ekki bílstjóra hennar að hann er enn á meðal lifandi. Á dögunum var hann næstum ekinn niður þegar Teslu bifreið var ekið gegn rauðu ljósi, að hans sögn, og í átt að honum og hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum fyrir hann ef bílinn hefði ekki stöðvað en bílstjóri bifreiðarinnar virtist bregða jafnmikið við hemlunina eins Mikkó. Mikkó segir okkur söguna á eftir, eins og hann upplifði hana.

Um helgina kviknaði í þaki á austurhlið Kringlunnar og litlu mátti muna að hann færi úr böndunum. Það var fyrir snarræði slökkliðsmanna að ekki fór verr en tjón er samt mikið. Tíu verslanir eru að eiga við mikið tjón til að mynda. Inga Rut Jónsdóttir er framkvæmdarstjóri Kringlunnar og hún fór yfir stöðuna með okkur.

Eftir mikla kuldatíð á Norðurlandi hafa eflast margir kylfingar fyrir norðan og austan haft miklar áhyggjur af golfvöllum á svæðinu. Við ræddum við Jón Heiðar Sigurðsson, skrifstofustjóra Golfklúbbs Akureyrar en þar á bæ hefur verið mikið að gera síðustu vikur við það að koma vellinum í rétt horf.

Helga Margrét Höskuldsdóttir leit við og fór yfir það helsta í íþróttunum

Og svo var Guðmundur Jóhannsson mættur til að fræða okkur um nýjustu tækni í hálfsmánaðar Tæknihoninu. Í dag sagði hann okkur frá áætlunum um betri hljómgæði á streymisveitum og hvort þau skili sér alla leið í eyrun.

Lagalisti:

GDRN - Parísarhjól

Terence Trent D'Arby - Wishing Well

LEN - Steal My Sunshine

Purple Disco Machine ásamt Benjamin Ingrosso, Nile Rodgers og Shenseea - Honey Boy

Magic! - Rude

Una Torfadóttir - Í löngu máli

Bill Withers - Lean On Me

Stevie Nicks - Edge Of Seventeen

Hljómsveitin Ég - Maðurinn

Er aðgengilegt til 18. júní 2025.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,