Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Guðrún Eggerts Þórudóttir flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Kosið verður til breska þingsins eftir tvær vikur. Allt bendir til sigurs Verkamannaflokksins og að Keir Starmer verði næsti forsætisráðherra Bretlands. En hver er hann og fyrir hvað stendur hann? Hjörtur J. Guðmundsson alþjóðastjórnmálafræðingur ræddi um væntanlegan nýjan húsbónda í Downingstræti tíu og auðvitað nýjustu skoðanakannanirnar sem sýna fram á sögulega útreið Íhaldsflokksins.
Þýsk stjórnmál voru á dagskrá í Berlínarspjalli með Arthuri Björgvini Bollasyni. Þýska stjórnin sleikir sárin eftir útreiðina í Evrópuþingskosningunum. Við töluðum líka um fótbolta en Evrópukeppnin hófst í Þýskalandi á föstudaginn. Við ræddum áhrif svona stórmóts á mannlífið í Þýskalandi og áhrif velgengni þýska landsliðsins á þýska þjóðarsál.
Svo var fjallað um bragð; um bragðskyn og bragðlauka. Við lékum viðtal sem við áttum hér í þættinum fyrir nokkrum árum við Ragnar Frey Ingvarsson lækni og matgæðing; lækninn í eldhúsinu, um efnið. Hvers vegna geta sumir ekki borðað kóríander? Það er meðal annars spurt að því.
Tónlist:
Árný Margrét - Waiting.
Willie Nelson - Rainbow Connection.
Anna Sóley - I Just Smile.
The Beatles - Hey Jude.
Peter Fox - Schwarz zu Blau.
Jóhann Hjörleifsson, Stórsveit Reykjavíkur, Gunnar Hrafnsson, Kjartan Valdemarsson Tónlistarm., Ari Bragi Kárason - Mr. G.
Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Fugl dagsins.
Veganestið, Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður og fjallageit með meiru. Við ætlum að ræða um hvað ávinnst með því stunda útivist, faðma tré, fara upp fyrir Ártúnsbrekkuna og hvernig útivist stuðlar hreint og beint að meiri vellíðan. Þetta er fyrsti pistill sumarsins og hér fer Páll Ásgeir yfir helstu atriði þess að standa á byrjunarreit hvað útivist og göngur varðar. Þið sem hafið ekki hreyft ykkur að ráði lengi og hafið löngun til að byrja að ganga annars staðar en á malbikinu, ættuð að hlusta á hvað Páll Ásgeir hefur að segja hér á eftir. Það þarf ekki að gera sér markmið segir hann.
Í Heilsuvakt dagsins ræðir Helga Arnardótir gjörunnin matvæli og áhrif þeirra, við Kristján Þór Gunnarsson heimilislækni á Selfossi.
Safn vikunnar. Við fjöllum um sýninguna nr. 5 Umhverfing. Þetta er stærsta myndlistarsýning í sögu Hornafjarðar með um 50 listamönnum sem sýna á yfir 100 km löngu svæði frá Lómagnúp að Eystrahorni. Viðmælandi er Snæbjörn Brynjarsson, safnvörður á safni Svavars Guðnasonar.
Tónlist:
Ómar Ragnarsson - Sumar og sól.
Valgeir Guðjónsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir - Vögguvísa í húsi farmanns.
Bee Gees - Love you inside out.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Miðflokkurinn leggur fram vantrauststillögu á matvælaráðherra á eftir. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö.
Fyrirtæki sem á rútu sem endaði utanvegar á Öxnadalsheiði fyrir helgi starfar ekki að lögum, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Þau hafa árum saman kallað eftir betra eftirliti með erlendum rútum.
Ísraelsher hefur nánast þurrkað út heilu stórfjölskyldurnar á Gaza. Fjölmörg dæmi eru um að tugir úr sömu fjölskyldu hafi verið drepnir. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt var í morgun.
Forstjóri Umhverfisstofnunar segist ekki hafa neinar heimildir til þess að hafa eftirlit með Running Tide. Hún segir þörf á nýrri löggjöf um loftslagsfyrirtæki.
Þær verslanir Kringlunnar sem urðu fyrir mestu tjóni í brunanum á laugardag verða ekki opnaðar á næstunni.
Pútín Rússlandsforseti er á leið í sína fyrstu heimsókn til Norður-Kóreu í tæplega aldarfjórðung. Stríðið í Úkraínu verður efst á baugi á fundi hans með Kim Jong Un.
Gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli er við það að hefjast. Fjármálaráðherra mælist til þess við ISAVIA að þeir sem þurfi að skjótast í bæinn til læknis þurfi ekki að borga.
Undirbúningur er hafinn á bólusetningu gegn rótaveirusýkingu hjá börnum. Veiran veldur bráðum garnasýkingum hjá börnum.
Íbúar í Mosfellsdal voru langþreyttir á hraðakstri og máðum merkingum á Þingvallavegi. Hópur þeirra tók sig til og málaði merkingar í skærum litum.
Þrír Íslendingar syntu í undanrásum á Evrópumeistaramótinu í sundi í morgun. Enginn þeirra komst áfram í undanúrslit.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
EFTA-dómstóllinn gaf álit á dögunum um að skilmálar lána sem bera breytilega vexti séu ekki nægilega skýrir. Álitið snýr annars vegar að máli Neytendastofu gegn Íslandsbanka og hins vegar máli Neytendasamtakanna gegn Íslandsbanka og Landsbankanum. Í öllum tilvikum snúast málin um það hvort skilmálar lána, bæði neytendalána og fasteignalána, séu nægilega skýrir.
Neytandinn hringir ekki bankann og segist vilja lækka vextina, en bankinn getur ákveðið að hækka þá. Og þá skiptir öllu máli að það sé ljóst við hvaða aðstæður má breyta - og að neytandi geti sannreynt að breytingarnar eigi sér stoð í upphaflegum skilmálum lánsins.
Vextir af fasteignalánum eru líklega sú breyta í heimilisbókhaldinu sem hefur hvað mest áhrif á rekstur heimilisins. Að taka lán með breytilegum vöxtum þýðir meiri sveiflur, minna öryggi. Ef vextir breytast, þá þýðir það oftast hækkun, þá aukast útgjöld heimilisins og minna verður eftir fyrir allt hitt. Neytandi á að geta séð fyrir við hvaða aðstæður vextir breytast, enda er eðli lána með breytilegum vöxtum slíkt að lánveitandinn er einráður um breytingarnar.
Álit EFTA-dómstólsins fjallar að miklu leyti um orðnotkun. Þess vegna skiptir máli hvernig skilmálar eru orðaðir. EFTA dómstóllinn er mjög skýr í sinni niðurstöðu. Neytandi þarf að fá allar upplýsingar fyrirfram. Banki má, samkvæmt dómstólnum, ekki leyfa sér orðalag eins og “meðal annars” eða “og/eða” eða setja “og svo framvegis” í lok upptalningar. Þetta telur dómstóllinn einfaldlega ekki nógu skýrt. Upptalning á því við hvaða tilefni, hvenær og af hvaða ástæðum nákvæmlega banki muni breyta vöxtum á láni með breytilegum vöxtum á að vera tæmandi, ekki opin.
Skilmálar eins og þeir sem deilt er um í málunum verða að teljast óréttmætir ef þeir valda umtalsverðu ójafnvægi réttinda og skyldna milli samningsaðila samkvæmt samningnum, neytanda til tjóns, segir í álitinu.
Íslenskir dómstólar eiga eftir að dæma í málunum, en dæmi þeir í samræmi við álit EFTA-dómstólsins má gera ráð fyrir að bankarnir þurfi að endurgreiða neytendum tugi milljarða króna.
Eyrún Magnúsdóttir ræðir við Matthildi Sveinsdóttur yfirlögfræðing Neytendastofu í þættinum. Þá er vitnað í viðtöl við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna og Ingva Hrafn Óskarsson lögmann sem birt voru í Mannlega þættinum á Rás 1 í síðustu viku.
Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Tónlist í þættinum:
Heart of Gold - Neil Young
„Vi er røde vi er hvide“ - Danska landsliðið 1986 / Re-Sepp-Ten
Crocodile Rock - Elton John
Starman - David Bowie
Dagur að rísa - Egill Ólafsson/ Stuðmenn Sumar á Sýrlandi
Orfeus og Evridís - Megas/Spilverkið
Smávinir fagrir - Hamrahlíðakórinn
Misa Criolla - Gloria - Jose Carreras
Romance In Durango - Bob Dylan & Emmylou Harris
God only knows - Beach Boys
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Hilmar Jensson fékk jazzbakteríuna ungur og hefur verið viðloðandi jazz alla tíð, spilað inn á grúa af plötum og með tugum tónlistarmanna í ótal löndum. Jazzinn var þó ekki nóg, því um það leyti sem fyrsta breiðskífa hans kom út fannst honum ramminn of þröngur sem hann hafði valið sér, steig út úr honum og fór að blanda saman hugmyndum og áhrifum úr ýmsum áttum. Þannig fann hann leiðina til að vera hann sjálfur.
Lagalisti:
Fjölskyldualbúm Tilraunaeldhússins - Lofsöngur Tilraunaeldhússins 1:52
Fjölskyldualbúm Tilraunaeldhússins - Einvegis 4:35
Napoli 23 - Bhajan: Amritamaye Anandamaye 7:22
Tyft - Searching For Glick
Meg nem sa - Led Tyftelin
Sería - Binding Garden
Smell the difference - Pittles
Saumur - Þá
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Framhald af fyrri þætti. Nadezhda Durova fæddist í Rússland laust fyrir 1800. Hún þráði ekkert meira en stunda útreiðar og hernað en móðir hennar var ákveðin í að þvinga hana í hefðbundið mynstur ungra stúlkna með tilheyrandi ófrelsi og kúgun. En þótt það væri freistandi að láta undan urðu kröfur móður hennar að lokum til þess að Nadezhda greip til örþrifaráða eins og hún segir frá í sjálfsævisögu sinni.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Sjomlahornið heldur áfram göngu sinni í þættinum en þar skoðum við hin ýmsu menningarfyrirbæri sem karlmenn hafa laðast sérstaklega að í gegnum tíðina með þeim afleiðingum að skapast hefur eins konar gaurastemning í kringum tiltekin verk eða listamenn. Að þessu sinni hugum við að bandaríska tónlistarmanninum Bruce Springsteen og fáum hjálp frá Bergi Ebba til að greina sjomlastemninguna í kringum goðið.
En við hefjum þáttinn í Þjóðminjasafninu. Í gær voru 80 ár frá stofnun lýðveldisins Íslands og af því tilefni opnaði þar dyr sínar sýningin Þjóð í mynd. Markmið sýningarinnar er að varpa ljósi á þátttöku og upplifun almennings í landinu við stofnun lýðveldisins. Við hittum þau Bryndísi Erlu Hjálmarsdóttur, verkefnisstjóra sýningarinnar og Gunnar Tómas Kristófersson hjá Kvikmyndsasafninu, og fáum innsýn í þeirra vinnu.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Myndlistakonan Guðrún Benedikta Elíasdóttir er fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði. Á jóladag árið 1976 fór hún með fjölskyldunni sinni upp á jökul í skoðunnarferð og féll ásamt móður sinni í sprungu. Hún er ein þeirra listamanna sem sýna verk sín á myndlistasýningunni nr. 5 Umhverfing á suðausturhorni Íslands. Verkin á sýningunni standa frá Lómagnúpi að Eystrahorni.
Joe meðlimur í hljómsveitarinnar Cyber er gestaþáttastjórnandi Lestarinnar í dag. Við frumflytjum lag sem er ábreiða af lagi Britney Spears, Overprotected, og heyrum um nýjasta lag sveitarinnar, dEluSioN, sem fjallar um þráhyggju unglinga fyrir rokkstjörnu.
Og við heyrum meira af nýrri íslenskri tónlist.
Ari Frank Inguson hóf fyrst að gefa út tónlist undir listamannsnafninu Ari Árelíus árið 2018. Fyrir tveimur árum, sumarið 2022, sendi hann frá sér fyrstu breiðskífu sína, Hiatus Terræ, þar sem þjóðlegum tónum var blandað saman við heimstónlistarstrauma. Nú mun ný plata vera á næsta leiti og fyrsta smáskífan af henni lítur dagsins ljós í næstu viku, samhliða því að Ari leggur upp í svokallaðan sólstöðutúr um landið. Við heyrum hljóðið í Ara, og frumflytjum lagið Look At The Clown.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Hraun vellur yfir varnargarð við Sýlingarfell. Reynt er að hemja hraunið með vinnuvélum. Slökkvilið býst til að sprauta á hraunið og beita kælingu í fyrsta sinn frá því í Vestmannaeyjagosinu.
Þingmenn Miðflokksins lögðu í dag fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Þingmenn Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar hyggjast styðja tillöguna sem verður í síðasta lagi tekinn fyrir á fimmtudag.
Ísraelsher gerði árás á fjölda skotmarka á Gaza í dag, meðal annars á flóttamannabúðirnar á miðri Gazaströndinni.
48 leigubílstjórar eiga yfir höfði sér kæru eftir viðamikið eftirlit lögreglu. Suma vantaði búnað. Aðrir óku án leyfis. meðal annars vegna vöntunar á búnaði og fyrir að aka án leyfis.
Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar segir formann nefndarinnar hafa kastað stærsta verkefni hennar í ruslið með því að boða til fundar með skömmum fyrirvara.
Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur staðfest viðamikla og umdeilda löggjöf um endurheimt lífríkis, vistkerfa og náttúru eftir harðar deilur og átök.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Vantrauststillaga í garð matvælaráðherra. Rætt við þingflokksformann Miðflokksins Bergþór Ólason og þingflokksformann Framsóknarflokksins Ingibjörgu Isaksen.
Af hverju gengur svona illa að sakfella í mansalsmálum? Rætt við Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara.
Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur staðfest viðamikla og umdeilda löggjöf um endurheimt lífríkis, vistkerfa og náttúru eftir harðar deilur og átök.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Í þætti dagins fær Fríða til sín þrjá aðdáendur Harry Potter bókanna. Þetta eru þeir Ævar Þór, Guðni Líndal og Sigurjón Líndal Benediktssynir.
Það er óhætt að segja að enginn aðdáandi Harry Potter má missa af þessum þætti.
Við nýttum okkur tæknina til þess að ná þeim saman því Ævar var á þeytingi í Reykjavík, Sigurjón í Borgarfirðinum og Guðni í Edinborg.
Veðurstofa Íslands.
Hljóðritanir frá tónleikum á Listahátíð 2024.
Niður - íslenskur sirkus um Ljósagang, er Íslandsfrumflutningur á verki eftir John Cage frá árinu 1979 sem snýst um að umbreyta bók í tónleika og innsetningu.
Í íslensku útgáfu verksins er stuðst við bókina Ljósagang frá árinu 2022 eftir Dag Hjartarson.
Verkið var flutt í Norræna húsinu 11. júní sl. í nábýli við söguslóðir bókarinnar, af tónlistarhópnum Skerplu undir stjórn Berglindar Maríu Tómasdóttur.
Umsjón: Pétur Grétarsson.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Fugl dagsins.
Veganestið, Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður og fjallageit með meiru. Við ætlum að ræða um hvað ávinnst með því stunda útivist, faðma tré, fara upp fyrir Ártúnsbrekkuna og hvernig útivist stuðlar hreint og beint að meiri vellíðan. Þetta er fyrsti pistill sumarsins og hér fer Páll Ásgeir yfir helstu atriði þess að standa á byrjunarreit hvað útivist og göngur varðar. Þið sem hafið ekki hreyft ykkur að ráði lengi og hafið löngun til að byrja að ganga annars staðar en á malbikinu, ættuð að hlusta á hvað Páll Ásgeir hefur að segja hér á eftir. Það þarf ekki að gera sér markmið segir hann.
Í Heilsuvakt dagsins ræðir Helga Arnardótir gjörunnin matvæli og áhrif þeirra, við Kristján Þór Gunnarsson heimilislækni á Selfossi.
Safn vikunnar. Við fjöllum um sýninguna nr. 5 Umhverfing. Þetta er stærsta myndlistarsýning í sögu Hornafjarðar með um 50 listamönnum sem sýna á yfir 100 km löngu svæði frá Lómagnúp að Eystrahorni. Viðmælandi er Snæbjörn Brynjarsson, safnvörður á safni Svavars Guðnasonar.
Tónlist:
Ómar Ragnarsson - Sumar og sól.
Valgeir Guðjónsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir - Vögguvísa í húsi farmanns.
Bee Gees - Love you inside out.
eftir Rögnu Sigurðardóttur. Höfundur les.
Skáldsaga sem gefin var út 2009 og vakti þá verulega athygli. Efni hennar er í stuttu máli á þessa leið: Hanna snýr heim frá Amsterdam til að taka við starfi hjá listasafni borgarinnar. Það er góðæri á Íslandi og auðmenn njóta þess að gefa safninu dýrar gjafir. Ein slík er landslagsmálverk með birkitrjám eftir þekkta listakonu frá öldinni sem leið. Gallinn er sá að forvörður á safninu, hinn dularfulli Steinn, telur að myndin sé fölsuð. Þegar slíku er haldið fram vekur það auðvitað mikil viðbrögð meðal yfirstjórmar listasafnsins.
Ragna Sigurðardóttir er menntuð í myndlist og starfaði sem myndlistarmaður og gagnrýnandi um skeið, en hefur síðan snúið sér að sagnagerð. Efnivið í ritverk sín sækir hún tíðum í myndlistarheiminn.
(Áður á dagksrá 2013)
Veðurstofa Íslands.
Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Tónlist í þættinum:
Heart of Gold - Neil Young
„Vi er røde vi er hvide“ - Danska landsliðið 1986 / Re-Sepp-Ten
Crocodile Rock - Elton John
Starman - David Bowie
Dagur að rísa - Egill Ólafsson/ Stuðmenn Sumar á Sýrlandi
Orfeus og Evridís - Megas/Spilverkið
Smávinir fagrir - Hamrahlíðakórinn
Misa Criolla - Gloria - Jose Carreras
Romance In Durango - Bob Dylan & Emmylou Harris
God only knows - Beach Boys
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Myndlistakonan Guðrún Benedikta Elíasdóttir er fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði. Á jóladag árið 1976 fór hún með fjölskyldunni sinni upp á jökul í skoðunnarferð og féll ásamt móður sinni í sprungu. Hún er ein þeirra listamanna sem sýna verk sín á myndlistasýningunni nr. 5 Umhverfing á suðausturhorni Íslands. Verkin á sýningunni standa frá Lómagnúpi að Eystrahorni.
Joe meðlimur í hljómsveitarinnar Cyber er gestaþáttastjórnandi Lestarinnar í dag. Við frumflytjum lag sem er ábreiða af lagi Britney Spears, Overprotected, og heyrum um nýjasta lag sveitarinnar, dEluSioN, sem fjallar um þráhyggju unglinga fyrir rokkstjörnu.
Og við heyrum meira af nýrri íslenskri tónlist.
Ari Frank Inguson hóf fyrst að gefa út tónlist undir listamannsnafninu Ari Árelíus árið 2018. Fyrir tveimur árum, sumarið 2022, sendi hann frá sér fyrstu breiðskífu sína, Hiatus Terræ, þar sem þjóðlegum tónum var blandað saman við heimstónlistarstrauma. Nú mun ný plata vera á næsta leiti og fyrsta smáskífan af henni lítur dagsins ljós í næstu viku, samhliða því að Ari leggur upp í svokallaðan sólstöðutúr um landið. Við heyrum hljóðið í Ara, og frumflytjum lagið Look At The Clown.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Miðnæturhlaup Suzuki er hlaup sem haldið hefur verið árlega síðan 1993. Hlaupið í ár fer fram á fimmtudagskvöldið næsta og er upphaf og endir allra vegalengdanna í Laugardalnum. Hlaupin hefjast á Engjavegi og allir hlauparar koma í mark við Þvottalaugarnar. Margrét Elíasdóttir er hlaupastjóri og var á línunni hjá okkur.
Bifhjólamaðurinn Mikkó segist þakka Teslu bifreið en ekki bílstjóra hennar að hann er enn á meðal lifandi. Á dögunum var hann næstum ekinn niður þegar Teslu bifreið var ekið gegn rauðu ljósi, að hans sögn, og í átt að honum og hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum fyrir hann ef bílinn hefði ekki stöðvað en bílstjóri bifreiðarinnar virtist bregða jafnmikið við hemlunina eins Mikkó. Mikkó segir okkur söguna á eftir, eins og hann upplifði hana.
Um helgina kviknaði í þaki á austurhlið Kringlunnar og litlu mátti muna að hann færi úr böndunum. Það var fyrir snarræði slökkliðsmanna að ekki fór verr en tjón er samt mikið. Tíu verslanir eru að eiga við mikið tjón til að mynda. Inga Rut Jónsdóttir er framkvæmdarstjóri Kringlunnar og hún fór yfir stöðuna með okkur.
Eftir mikla kuldatíð á Norðurlandi hafa eflast margir kylfingar fyrir norðan og austan haft miklar áhyggjur af golfvöllum á svæðinu. Við ræddum við Jón Heiðar Sigurðsson, skrifstofustjóra Golfklúbbs Akureyrar en þar á bæ hefur verið mikið að gera síðustu vikur við það að koma vellinum í rétt horf.
Helga Margrét Höskuldsdóttir leit við og fór yfir það helsta í íþróttunum
Og svo var Guðmundur Jóhannsson mættur til að fræða okkur um nýjustu tækni í hálfsmánaðar Tæknihoninu. Í dag sagði hann okkur frá áætlunum um betri hljómgæði á streymisveitum og hvort þau skili sér alla leið í eyrun.
Lagalisti:
GDRN - Parísarhjól
Terence Trent D'Arby - Wishing Well
LEN - Steal My Sunshine
Purple Disco Machine ásamt Benjamin Ingrosso, Nile Rodgers og Shenseea - Honey Boy
Magic! - Rude
Una Torfadóttir - Í löngu máli
Bill Withers - Lean On Me
Stevie Nicks - Edge Of Seventeen
Hljómsveitin Ég - Maðurinn
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Lay Low eða Lovísa Elísabet eins og hún heitir valdi uppáhalds íslensku bassalínuna sína en hún er einmitt ein þeirr sem aðstoðar Hjartagosa við leitina af bestu íslensku bassalínu allra tíma. Helga Margrét Höskuldsdóttir ræddi um EM í fótbolta og af hverju menn eru að gata sokkana sína í keppninni. Siggi Bahama og Saga Ljós komu í kaffi og sögðu frá Slátturtraktora rallýi sem fram fer á Flúðum um verslunarmannahelgina.
Lagalisti þáttarins:
LAY LOW - By And By.
MANNAKORN - Einhverstaðar Einhverntíman Aftur.
LAUFEY - Falling Behind.
Magni Ásgeirsson, Hreimur, Gunnar Ólason - Árið 2001.
SPRENGJUHÖLLIN - Glúmur.
COLDPLAY - Paradise.
THE CURE - Lovesong.
Ross, Joel, Ross, Joel, Ross, Joel, Ross, Joel, Ross, Joel - Interlude (Bass solo).
Flowers - Glugginn.
PETER GABRIEL OG KATE BUSH - Don't Give Up.
Lón - Hours.
SEAL - Crazy.
Aron Can - Monní.
SHAGGY - It Wasn't Me.
EMMSJÉ GAUTI - Þúsund hjörtu.
PRIMAL SCREAM - Movin' on up.
TRAVIS - Side.
Eilish, Billie - Lunch.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Hjá Þér.
JANES ADDICTION - Just Because.
HJÁLMAR - Og Ég Vil Fá Mér Kærustu.
Average White Band - Pick Up the Pieces.
Eminem - Houdini.
GDRN - Ævilangt.
ClubDub, Bríet - Augnablik (feat. Bríet).
Svavar Knútur Kristinsson - Refur.
MAMMÚT - Salt.
UNKLE - Lonely Soul.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Miðflokkurinn leggur fram vantrauststillögu á matvælaráðherra á eftir. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö.
Fyrirtæki sem á rútu sem endaði utanvegar á Öxnadalsheiði fyrir helgi starfar ekki að lögum, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Þau hafa árum saman kallað eftir betra eftirliti með erlendum rútum.
Ísraelsher hefur nánast þurrkað út heilu stórfjölskyldurnar á Gaza. Fjölmörg dæmi eru um að tugir úr sömu fjölskyldu hafi verið drepnir. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt var í morgun.
Forstjóri Umhverfisstofnunar segist ekki hafa neinar heimildir til þess að hafa eftirlit með Running Tide. Hún segir þörf á nýrri löggjöf um loftslagsfyrirtæki.
Þær verslanir Kringlunnar sem urðu fyrir mestu tjóni í brunanum á laugardag verða ekki opnaðar á næstunni.
Pútín Rússlandsforseti er á leið í sína fyrstu heimsókn til Norður-Kóreu í tæplega aldarfjórðung. Stríðið í Úkraínu verður efst á baugi á fundi hans með Kim Jong Un.
Gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli er við það að hefjast. Fjármálaráðherra mælist til þess við ISAVIA að þeir sem þurfi að skjótast í bæinn til læknis þurfi ekki að borga.
Undirbúningur er hafinn á bólusetningu gegn rótaveirusýkingu hjá börnum. Veiran veldur bráðum garnasýkingum hjá börnum.
Íbúar í Mosfellsdal voru langþreyttir á hraðakstri og máðum merkingum á Þingvallavegi. Hópur þeirra tók sig til og málaði merkingar í skærum litum.
Þrír Íslendingar syntu í undanrásum á Evrópumeistaramótinu í sundi í morgun. Enginn þeirra komst áfram í undanúrslit.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Lovísa Rut var landamæravörður Popplands að þessu sinni. Ný plata vikunnar kynnt til leiks, Risa tilkynning með ClubDub. Póstkort og nýtt lag frá tvíeykinu Cyber, nýtt lag frá Spacestation, Pale Moon, Sabrinu Carpenter og fleirum.
Bubbi Morthens - Aldrei Fór Ég Suður.
THE KINKS - Supersonic rocket ship.
Kiriyama Family - Disaster.
DAVID GRAY - Babylon.
Emilíana Torrini - Black Lion Lane.
JEFFERSON AIRPLANE - White Rabbit.
Spacestation - Í draumalandinu.
Cyber - P*RN STARR.
CYBER - dEluSioN feat Lala Lala.
M.I.A. - Paper Planes.
RAYE - Escapism..
BECK - Loser.
VÖK - Autopilot.
ClubDub - Fresh alla daga.
GOTYE - Somebody That I Used To Know.
Kári Egilsson - In the morning.
FRIÐRIK DÓR - Bleikur og blár.
Emmsjé Gauti - Taka mig í gegn.
U2 - Sweetest Thing.
ÁRNÝ MARGRÉT - I went outside.
STJÓRNIN - Eitt Lag Enn.
STJÓRNIN - Allt sem ég þrái.
HLJÓMAR - Æsandi fögur.
Árni Johnsen - Göllavísur.
Logar - Vestmannaeyjar.
JÚNÍUS MEYVANT - Gold laces.
Gústi - Nú meikarðu það Gústi.
Elly Vilhjálms - Ég veit þú kemur.
LAND OG SYNIR - Vöðvastæltur.
SKÍTAMÓRALL - Farin.
Mánar - Leikur Að Vonum.
Kiriyama Family - Weekends.
DAÐI & GAGNAMAGNIÐ - Think About Things.
Jónas Sigurðsson - Hamingjan er hér.
SÓLSTRANDARGÆJARNIR - Rangur maður.
HLJÓMAR - Fyrsti Kossinn.
ÍRAFÁR - Ég Sjálf.
TODMOBILE - Pöddulagið.
KUSK - Sommar.
10CC - I'm not in love.
Eilish, Billie - Birds of a feather.
Cyrus, Miley, Beyoncé - II MOST WANTED.
Bryan, Zach - Pink Skies.
BOB DYLAN - Just Like A Woman.
LÓN - Hours
SHABOOZEY - A Bar Song (Tipsy)
FRANK OCEAN - Sweet Life.
KÖTT GRÁ PJÉ - Dauði með köflum.
SABRINA CARPENTER - Please please please.
CLUB DUB - Augnablik (feat. Bríet)
THE STRANGLERS - Peaches.
EMPIRE OF THE SUN - Music on the Radio.
LOVELYTHEBAND - Broken.
JUSTICE & TAME IMPALA - Neverender.
PALE MOON - Love Me.
GDRN - Háspenna.
KRISTÍN SESSELJA - Exit plan.
DR. GUNNI & SALÓME KATRÍN - Í Bríari.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Hefur fólk á Íslandi efni á barneignum? spurði María Rut Kristinsdóttir varaþingmaður Viðreisnar í grein sinni á Vísi fyrr í dag og spyr áfram hvort íslensk samfélagsgerð sé að virka fyrir barnafólk þegar ungt fjölskyldufólk nær ekki að púsla saman veruleikanum og halda sjó eftir barneignir. María Rut kom til okkar og lýsti áhyggjum sínum.
Veitinga- og skemmtistaðinn Vagninn á Flateyri þekkja margir landsmanna en þessi fornfrægi staður er skyldustopp fyrir þau sem eiga ferð um Vestfirði. Síðustu ár hefur ríkt mikil stemning á Flateyri um sumartímann og engin undantekning virðist á í sumar. Sindri Páll Kjartansson Vagnsstjóri sagði okkur frá sumrinu í Önundarfirði.
Nú loksins er sumarið gengið í garð, eftir vetrarhörku og hlýjar peysur. Af einhverjum ástæðum setjum við ómannlega pressu á það að vera í toppformi á ströndinni og sundlaugarbakkanum. Kvíði og vanlíðan geta verið þöglir fylgifiskar sumargleðinnar, en þarf það að vera svo? Erna Kristín Stefánsdóttir talar fyrir jákvæðri líkamsímynd og hjálpaði okkur að stilla hausinn af, svo við getum notið okkar, þrátt fyrir ófullkomna og mennska kroppa.
Nú þegar brestur á með sumarfríum fjölskyldna og tilhlökkunin mikil hjá ungum sem öldnum þá er spurning hvort hún sé jafnmikil hjá ferfættu fjölskyldumeðlimunum. Gæludýrin rata ekki endilega alltaf með til Tene eða Beni eða hvert sem leiðin liggur og þá er spurning að hverju þarf að huga svo að gæludýrunum okkar líði sem best. Þær Eygló Anna Ottesen og Anna Margrét Áslaugardóttir hjá Dýrfinnum ræddu við okkur um bestu vinina.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Hraun vellur yfir varnargarð við Sýlingarfell. Reynt er að hemja hraunið með vinnuvélum. Slökkvilið býst til að sprauta á hraunið og beita kælingu í fyrsta sinn frá því í Vestmannaeyjagosinu.
Þingmenn Miðflokksins lögðu í dag fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Þingmenn Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar hyggjast styðja tillöguna sem verður í síðasta lagi tekinn fyrir á fimmtudag.
Ísraelsher gerði árás á fjölda skotmarka á Gaza í dag, meðal annars á flóttamannabúðirnar á miðri Gazaströndinni.
48 leigubílstjórar eiga yfir höfði sér kæru eftir viðamikið eftirlit lögreglu. Suma vantaði búnað. Aðrir óku án leyfis. meðal annars vegna vöntunar á búnaði og fyrir að aka án leyfis.
Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar segir formann nefndarinnar hafa kastað stærsta verkefni hennar í ruslið með því að boða til fundar með skömmum fyrirvara.
Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur staðfest viðamikla og umdeilda löggjöf um endurheimt lífríkis, vistkerfa og náttúru eftir harðar deilur og átök.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Vantrauststillaga í garð matvælaráðherra. Rætt við þingflokksformann Miðflokksins Bergþór Ólason og þingflokksformann Framsóknarflokksins Ingibjörgu Isaksen.
Af hverju gengur svona illa að sakfella í mansalsmálum? Rætt við Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara.
Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur staðfest viðamikla og umdeilda löggjöf um endurheimt lífríkis, vistkerfa og náttúru eftir harðar deilur og átök.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Kaleo - Sofðu unga ástin mín
Tónafljóð - Vegbúinn
Supersport! - Fingurkoss
Wally The Kid - Anna
Númer 3, Króli - Bjór
Cyber ft. Lala Lala - dEluSioN
Agnar Eldberg - Nothing Comes to Mind
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Að venju stappfull Kvöldvakt af brakandi fersku tónlistarefni og meðal þeirra sem fara á fóninn í kvöld eru Eyþór Ingi, Raye, Billie Eilish, Eminem, Empire Of the Sun, Swedish House Mafie, Omar Apollo, Disclosure og mörg fleiri.
Lagalistinn
Eyþór Ingi - Hugarórar.
First Aid Kit - Emmylou.
Travi$ Scott - Raze The Bar.
Shaboozey - A Bar Song (Tipsy).
Beabadoobee - Take A Bite.
RADIOHEAD - Airbag.
Eilish, Billie - Birds of a Feather
Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.
RAYE söngkona - Genesis
Rockwell - Somebody watching me.
Eminem - Houdini.
Empire of the sun - Music On The Radio.
Swedish House Mafia, Niki and the Dove - Lioness.
Yazoo - Situation (US 12' mix).
Apollo, Omar - Less Of You.
Guerrieri, Luca, Diamond, Dan, Fatboy Slim - Role Model.
Disclosure - She?s Gone, Dance On.
Soccer Mommy - Lost.
KUSK - Sommar.
Bryan, Zach - Pink Skies.
Bon Iver - Holocene.
CMAT - Aw, Shoot!.
Lón - Hours.
SOFT PLAY - Everything and Nothing
Hard-Fi - Hard to beat
Sameheads - Barinn við barinn.
KLF - Justified and ancient (stand by The Jams).
Ásdís - Flashback.
CONFIDENCE MAN - Holiday.
Romy - Always Forever.
Jamie xx - Treat Each Other Right.
Fred again.., Anderson .Paak, Chika - Places to be.
ClubDub - Bad bitch í RVK.
Caribou - Broke My Heart.
Razzar - Bene - Benedikt.
Jónfrí, Ólafur Bjarki Bogason - Gott og vel.
Miike Snow - I Was A Sailor.
Fontaines D.C. - Starburster
Hinds hljómsveit, Beck - Boom Boom Back.
Spacestation - Í draumalandinu.
Subways, The - Rock and roll queen.
Chicano Batman, Money Mark - Crosseyed and Painless.
Deftones - Change (in the house of flies).
Emmsjé Gauti - Taka mig í gegn.
Huxi - Opinbert erindi til félagsþjónustu.
Lil Baby, Cee, Central - BAND4BAND
Richman, Tommy - Million Dollar Baby.
Lamar, Kendrick - King Kunta
Aron Can - Monní.
Kaytranada, Childish Gambino - Witchy
Ye x Ty Dolla Sign - Do It
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Ásgeir Trausti brýtur blað í íslenskri tónlistarsögu, Raggi Bjarna týnir tímanum með Lay Low, Lára Rúnars sendir frá sér sína fjórðu sólóplötu og Obja Rasta lofar gjafir jarðar. Steed Lord hefur nóg fyrir stafni vestanhafs, Gréta og Jónsi fara í Eurovision, Biggi Hilmars fær heimþrá, Retrobot ber sigur úr býtum í Músíktilraunum og Valdimar bíður eftir skömminni. Hjaltalín greiðir úr flækju, Jónas Sigurðsson leitar til æskuslóðanna, Pétur Ben fer nýjar leiðir við fjármögnun, Sometime býr til stuttmynd, plötu og þrívíddarskúlptúr en það er norðanátt hjá Magnúsi og Jóhanni.
Í þáttunum, Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Meðal viðmælenda í fyrsta hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2012 eru Guðmundur Kristinn Jónsson, Ásgeir Trausti Einarsson, María Rut Reynisdóttir, Bjartmar Guðlaugsson, Lára Rúnarsdóttir, Teitur Magnússon, Arnljótur Sigurðsson, Gylfi Sigurðsson, Einar Egilsson, Eðvarð Egilsson, Birgir Hilmarsson, Steinþór Helgi Arnsteinsson, Högni Egilsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Jónas Sigurðsson, Pétur Þór Benediktsson, Ingi Rafn Sigurðsson, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson, Ingó Geirdal,, Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Ásgeir Trausti - Sumargestur
Ásgeir Trausti - Leyndarmál
Ásgeir Trausti - Dýrð í dauðaþögn
Ásgeir Trausti - Nýfallið regn
Ragnar Bjarnason & Jón Jónsson - Froðan
Ragnar Bjarnason & Lay Low - Þannig týnist tíminn
Páll Rósinkrans - Þannig týnist tíminn
Lára Rúnars - Beast
Lára Rúnars - My Heart Don´t Speak
Ojba Rasta - Jolly Good
Ojba Rasta - Baldursbrá
Ojba Rasta - Gjafir jarðar
Steed Lord - Hear Me Now
Skúli mennski - Þessir kossar
Fjallabræður & Sverrir Bergmann - Þar sem hjartað slær
Legend - Sister
Svavar Knútur & Markéta Irglová - Baby Would You Marry Me
Retrobot - Lost
Retrobot - Generation
Retrobot - Electric Wizard
Biggi Hilmars - Now Is The Time
Biggi Hilmars - War Hero
Biggi Hilmars - Home
Hjaltalín - Lucifer/He felt like a Woman
Hjaltalín - Letter To
Hjaltalín - Myself
Hjaltalín - Crack in a Stone
Jónas Sigurðsson & Lúðrasveit Þorlákshafnar - Þyrnigerðið
Jónas Sigurðsson & Lúðrasveit Þorlákshafnar - Fortíðarþrá
Jónas Sigurðsson & Lúðrasveit Þorlákshafnar - Hafið er svart
Pétur Ben - Cold War Baby
Pétur Ben - God’s Lonely Man
Pétur Ben - Yellow Flower
Blár Opal - Stattu upp
Greta Salóme & Jónsi - Mundu eftir mér
Gréta Salóme & Jónsi - Never Forget
Sometime - You & I
Sometime - Mind Repair
Sometime - Decide
Valdimar - Sýn
Valdimar - Beðið eftir skömminni
Valdimar - Yfir borgina
Erla Stefánsdóttir og Póló - Lóan er kominn
Magnús & Jóhann - Þar sem ástin býr
Magnús & Jóhann - Sumir dagar
Magnús & Jóhann - Norðanátt