22:05
Árið er
Árið er 2012 - fyrsti hluti
Árið er

Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.

Ásgeir Trausti brýtur blað í íslenskri tónlistarsögu, Raggi Bjarna týnir tímanum með Lay Low, Lára Rúnars sendir frá sér sína fjórðu sólóplötu og Obja Rasta lofar gjafir jarðar. Steed Lord hefur nóg fyrir stafni vestanhafs, Gréta og Jónsi fara í Eurovision, Biggi Hilmars fær heimþrá, Retrobot ber sigur úr býtum í Músíktilraunum og Valdimar bíður eftir skömminni. Hjaltalín greiðir úr flækju, Jónas Sigurðsson leitar til æskuslóðanna, Pétur Ben fer nýjar leiðir við fjármögnun, Sometime býr til stuttmynd, plötu og þrívíddarskúlptúr en það er norðanátt hjá Magnúsi og Jóhanni.

Í þáttunum, Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.

Meðal viðmælenda í fyrsta hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2012 eru Guðmundur Kristinn Jónsson, Ásgeir Trausti Einarsson, María Rut Reynisdóttir, Bjartmar Guðlaugsson, Lára Rúnarsdóttir, Teitur Magnússon, Arnljótur Sigurðsson, Gylfi Sigurðsson, Einar Egilsson, Eðvarð Egilsson, Birgir Hilmarsson, Steinþór Helgi Arnsteinsson, Högni Egilsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Jónas Sigurðsson, Pétur Þór Benediktsson, Ingi Rafn Sigurðsson, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson, Ingó Geirdal,, Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason.

Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.

Lagalisti:

Ásgeir Trausti - Sumargestur

Ásgeir Trausti - Leyndarmál

Ásgeir Trausti - Dýrð í dauðaþögn

Ásgeir Trausti - Nýfallið regn

Ragnar Bjarnason & Jón Jónsson - Froðan

Ragnar Bjarnason & Lay Low - Þannig týnist tíminn

Páll Rósinkrans - Þannig týnist tíminn

Lára Rúnars - Beast

Lára Rúnars - My Heart Don´t Speak

Ojba Rasta - Jolly Good

Ojba Rasta - Baldursbrá

Ojba Rasta - Gjafir jarðar

Steed Lord - Hear Me Now

Skúli mennski - Þessir kossar

Fjallabræður & Sverrir Bergmann - Þar sem hjartað slær

Legend - Sister

Svavar Knútur & Markéta Irglová - Baby Would You Marry Me

Retrobot - Lost

Retrobot - Generation

Retrobot - Electric Wizard

Biggi Hilmars - Now Is The Time

Biggi Hilmars - War Hero

Biggi Hilmars - Home

Hjaltalín - Lucifer/He felt like a Woman

Hjaltalín - Letter To

Hjaltalín - Myself

Hjaltalín - Crack in a Stone

Jónas Sigurðsson & Lúðrasveit Þorlákshafnar - Þyrnigerðið

Jónas Sigurðsson & Lúðrasveit Þorlákshafnar - Fortíðarþrá

Jónas Sigurðsson & Lúðrasveit Þorlákshafnar - Hafið er svart

Pétur Ben - Cold War Baby

Pétur Ben - God’s Lonely Man

Pétur Ben - Yellow Flower

Blár Opal - Stattu upp

Greta Salóme & Jónsi - Mundu eftir mér

Gréta Salóme & Jónsi - Never Forget

Sometime - You & I

Sometime - Mind Repair

Sometime - Decide

Valdimar - Sýn

Valdimar - Beðið eftir skömminni

Valdimar - Yfir borgina

Erla Stefánsdóttir og Póló - Lóan er kominn

Magnús & Jóhann - Þar sem ástin býr

Magnús & Jóhann - Sumir dagar

Magnús & Jóhann - Norðanátt

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 50 mín.
e
Endurflutt.
,