11:03
Sumarmál
Veganesti, fugl dagsins, sýningin nr. 5. Umhverfing og gjörunnin matvæli
Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Fugl dagsins.

Veganestið, Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður og fjallageit með meiru. Við ætlum að ræða um hvað ávinnst með því stunda útivist, faðma tré, fara upp fyrir Ártúnsbrekkuna og hvernig útivist stuðlar hreint og beint að meiri vellíðan. Þetta er fyrsti pistill sumarsins og hér fer Páll Ásgeir yfir helstu atriði þess að standa á byrjunarreit hvað útivist og göngur varðar. Þið sem hafið ekki hreyft ykkur að ráði lengi og hafið löngun til að byrja að ganga annars staðar en á malbikinu, ættuð að hlusta á hvað Páll Ásgeir hefur að segja hér á eftir. Það þarf ekki að gera sér markmið segir hann.

Í Heilsuvakt dagsins ræðir Helga Arnardótir gjörunnin matvæli og áhrif þeirra, við Kristján Þór Gunnarsson heimilislækni á Selfossi.

Safn vikunnar. Við fjöllum um sýninguna nr. 5 Umhverfing. Þetta er stærsta myndlistarsýning í sögu Hornafjarðar með um 50 listamönnum sem sýna á yfir 100 km löngu svæði frá Lómagnúp að Eystrahorni. Viðmælandi er Snæbjörn Brynjarsson, safnvörður á safni Svavars Guðnasonar.

Tónlist:

Ómar Ragnarsson - Sumar og sól.

Valgeir Guðjónsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir - Vögguvísa í húsi farmanns.

Bee Gees - Love you inside out.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,