18:00
Kvöldfréttir
Kæla hraun á varnargarði, vantrauststillaga, árás á flóttamannabúðir, leigubílarassía
Kvöldfréttir

Fréttir

Kvöldfréttir útvarps

Hraun vellur yfir varnargarð við Sýlingarfell. Reynt er að hemja hraunið með vinnuvélum. Slökkvilið býst til að sprauta á hraunið og beita kælingu í fyrsta sinn frá því í Vestmannaeyjagosinu.

Þingmenn Miðflokksins lögðu í dag fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Þingmenn Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar hyggjast styðja tillöguna sem verður í síðasta lagi tekinn fyrir á fimmtudag.

Ísraelsher gerði árás á fjölda skotmarka á Gaza í dag, meðal annars á flóttamannabúðirnar á miðri Gazaströndinni.

48 leigubílstjórar eiga yfir höfði sér kæru eftir viðamikið eftirlit lögreglu. Suma vantaði búnað. Aðrir óku án leyfis. meðal annars vegna vöntunar á búnaði og fyrir að aka án leyfis.

Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar segir formann nefndarinnar hafa kastað stærsta verkefni hennar í ruslið með því að boða til fundar með skömmum fyrirvara.

Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur staðfest viðamikla og umdeilda löggjöf um endurheimt lífríkis, vistkerfa og náttúru eftir harðar deilur og átök.

Er aðgengilegt til 18. júní 2025.
Lengd: 10 mín.
,