Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, var fyrsti gestur þáttarins. Spjallað var um málefni Grindavíkur og Grindvíkinga vítt og breitt; um aðgerðir sem gripið hefur verið til, ástand mála, verkefni bæjarstjórnar og framtíðina.
Björn Malmquist fréttamaður talaði frá Tallin. Fulltrúar tíu ríkja ræða um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum í eistnesku höfuðborginni í dag og á morgun. Björn heimsótti í gær borgina Narva sem er austast í Eistlandi, alveg við landamærin að Rússlandi. Hann sagði frá lífinu þar og spjallaði við landamæravörð.
Lesin var grein Jónasar frá Hriflu sem birtist í Alþýðublaðinu í desember 1954. Jónas fann námsefni því sem ungmennir voru skyldug til að læra allt til foráttu; sagði það erfitt og gagnslaust og gera að verkum að krökkunum leiddist í skólanum og leiddust út í drykkju og lestur glæpasagna (mátti ekki á milli sjá hvort honum þótti verra).
Tónlist:
Baujuvaktin - Smárakvartettinn,
Fossarnir - Smára kvartettinn,
Hús númer eitt - Una Stefánsdóttir og Stefán S. Stefánsson,
Isn't this a lovely day - Louis Armstrong og Ella Fitzgerald,
Cheek to cheek - Louis Armstrong og Ella Fitzgerald.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-16
Una Stefánsdóttir, Stefán S. Stefánsson - Hús númer eitt.
Armstrong, Louis, Fitzgerald, Ella - Isn't this a lovely day.
Armstrong, Louis, Fitzgerald, Ella - Cheek to cheek.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Dregin eru fram nokkur jólalög sem komu út á hljómplötum á árunum 1964 til 1984. Flest lögin eru eftir erlenda höfunda en allir textar á íslensku. Lögin sem hljóma í þættinum eru Undrastjarna með Hljómum, Sérð þú það sem ég sé með Einari Júlíussyni, Alltaf um jólin með Þuríði Sigurðardóttur, Snæfinnur snjókarl með Björgvini Halldórssyni, Jólasveinninn minn með Hljómum, Gefðu mér gott í skóinn með Maríu Baldursdóttur, Hátíð í bæ með Agli Ólafssyni, Hin eilífa frétt með Ríó tríói, Glitra ljósin með Svanhildi Jakobsdóttur, Stjarna stjörnum fegri með Guðmundi Jónssyni, Jólakötturinn með Ingibjörgu Þorbergs, Hvít jól með Björgvini Halldórssyni, Jólasveinninn minn með Elly Vilhjálms og Jólakvöld með Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Maríanna Friðjónsdóttir sjónvarpsframleiðandi og leikstjóri hefur haft vetrarsetu í Portúgal síðustu 9 ár með móður sinni Viktóríu Særúnu Gestsdóttur. Yfir sumartímann hefur Marianna farið heim til Danmerkur þar sem hún bjó í 20 ár og mamma hennar verið á Íslandi en núna hefur Marianna flutt alfarið til Portugal. Við slógum á þráðinn til Mariönnu og fengum að vita hvernig lífið gengur fyrir sig hjá þeim mæðgum í litla þorpinu þar sem þær búa.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Ágúst Páll Óskarsson, hann er nemi á þriðja ári í Kvennó og vinnur á bókasafni Mosfellsbæjar. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
Tónlistin í þættinum
Jólin eru hér / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Sigurður Halldór Guðmundsson, texti Bragi Valdimar Skúlason)
Er líða fer að jólum / Sigríður Thorlacíus og Sigurður Guðmundsson (Gunnar Þórðarson, texti Ómar Ragnarsson)
Hin fullkomnu jól / Hildur Jónsdóttir og Einar Örn Magnússon (Hidur Jónsdóttir)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fellibylur olli mikilli eyðileggingu á Mayotte-eyjaklasanum MEIOTT á Indlandshafi á laugardag. Talið er að nokkur hundruð manns eða jafnvel þúsundir hafi farist.
Símum, skartgripum, lyfjum og miklum peningum er reglulega rænt á hjúkrunarheimilum. Forstjóri Hrafnistu segir þetta alvarlegt og erfitt þar sem allir liggi undir grun á meðan mál eru óupplýst.
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins sitja við ríkisstjórnarmyndun. Formaður Viðreisnar er bjartsýn á að ný stjórn verði mynduð fyrir áramót fyrir áramót.
Ríkisstjórn Ísraels ætlar að þenja út landtökubyggðir á Gólan-hæðum, sem tilheyra Sýrlandi. Stjórnvöld í Þýskalandi hvetja Ísraela til að virða yfirráðasvæði Sýrlands.
Vonir standa til að Seesaw-kerfið verði tekið upp á ný í grunnskólum eftir þriggja ára hlé. Persónuvernd sektaði Reykjavík og Kópavog fyrir notkun kerfisins en Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi.
Á þriðja hundrað bátar hafa fengið úthlutað grásleppukvóta samkvæmt nýjum lögum um grásleppuveiðar. Flestir bátarnir eru gerðir út við Breiðafjörð.
Um hundrað kíló af skötu fara til Íslendinga á Spáni fyrir jólin. Skötusali segir skötuhefðina fylgja þjóðinni út fyrir landsteinana.
Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta stýrði sínum síðasta leik sem þjálfari liðsins í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari. Þetta eru elleftu gullverðlaun Þóris með liðið.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í þessum þætti ræðum við um hvort það sé góð þróun að stórfyrirtæki hyggjist ráðast í byggingu og rekstur leikskóla. Viðmælendur eru Jóhann G. Jóhannsson hjá Alvotech, Svava Björg Mörk lektor í leikskóalfræðum og hjónin Sandra Pétursdóttir og Arnór Jónsson. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Reykingar virðast njóta aukinnar hylli í dægurmenningu - frægt fólk í Hollywood sportar sígarettum á almannafæri, svokallaðir sígarettuáhrifavalda, cigfluencers, hafa skotið upp kollinum á samfélagsmiðlum og síðastliðið ár komu reykingar fyrir í 9 af hverjum 10 kvikmyndum sem tilnefndar voru til stærstu Óskarsverðlaunanna. Blaðamenn tala um áhrif tísku og einhvers konar afturhvarf til kæruleysislegs nautnalífernis fyrri tíma. Við ætlum að ræða þetta, sögu reykinga og áhrif þeirra við Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlækni á Landspítala og prófessor í læknisfræði, en hann gaf nýlega út fræðslu- og forvarnakverið Hættu nú alveg.
Svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV til okkar, við ætlum að fara með henni aftur til ársins 1956, þegar stjórnvöld hér tóku á móti hópi ungverskra flóttamanna, rétt fyrir jól. Högni Torfason, fréttamaður ríkisútvarpsins, fékk að fara með að sækja hópinn og lýsti öllu sem fyrir augu bar af mikilli nákvæmni.
Tónlist í þættinum:
ERIC BURDON & WAR, ERIC BURDON & WAR - Tobacco Road.
THE DOORS, THE DOORS - Break on Through (To the Other Side).
Moustaki, Georges - Le Métaque.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Litli kór Kársnessskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, lagið Kisa, eftir Jón Ásgeirsson, textinn er þjóðkvæði. Marteinn Hunger Friðriksson leikur með á píanó.
Borodin-strengjakvartettinn leikur Strengjakvakvartett nr. 8 í c-moll op. 110 eftir Dmitríj Shostakovitsj.
Verkið er í 5 þáttum:
I. Largo - attacca
II. Allegro molto - attacca
III. Allegretto - attacca
IV. Largo - attacca
V. Largo
(Meðlimir Borodin strengjakvartettsins eru: Rostislav Dubinsky, fiðla; Yaroslav Aleksandrov, fiðla; Dimitri Shebalin, víóla; Valentin Berlinsky, selló)
Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, Bæn, lag Sigurðar Flosasonar við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Hljóðritað í Hallgrímskirkju 15.-15. nóvember 2017.
Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Daníels Bjarnasonar, ballettverkið Eldur eftir Jórunni Viðar. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar - Uppáhalds íslenskt í Eldborgarsal Hörpu, 31. ágúst 2018.
Jessye Norman syngur, Daniel Barenboim leikur á píanó. Þau flytja ljóð úr ljóðaflokkinum 5 Lieder WoO post. 22 (Ophelia-Lieder) eftir Johannes Brahms við texta eftir William Shakespeare í þýskri þýðingu eftir August Wilhelm von Schlegel.
Söngljóðin sem hljóma eru:
2. Sein Leichenhemd, weiss wie Schnee
3. Auf morgen ist St. Valentins Tag
4. Sie trugen ihn auf der Bahre bloss
5. Und kommt er nicht mehr zurück?
Dietrich Fischer-Dieskau barítón syngur, Daniel Barenboim leikur á píanó. Þeir flytja Frühlingstrost, fyrsta ljóðið úr Lieder und Gesänge op. 63 eftir Johannes Brahms.
Mstislav Rostropovitsj leikur fyrsta þátt, Moderato úr Sellókonserti í C-dúr eftir Franz Joseph Haydn ásamt Ensku Kammersveitinni. Stjórnandi er Benjamin Britten.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þessa vikuna pælum við í bókmenntum fyrir yngri lesendur. Í lok þessa þáttar ræðum við aðeins lista Breska ríkisútvarpsins yfir 100 bestu barnabækur allra tíma. Ritstjórar menningarvefsins Lestrarklefinn, Rebekka Sif Stefánsdóttir Díana Sjöfn Jóhannsdóttir koma til mín og rýna í listann.
Og svo splunkunýjar bækur. Rán Flygenring, norðurlandameistari í barna- og ungmennabókmenntum 2023 var að senda frá sér bókina Tjörnin. Við stingum okkur til sunds.
Ævar Þór Benediktsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir koma til mín og segja frá nýju bókunum sínum Skólaslit 3: Öskurdagur og Nammidagur. Þetta eru unglingabækur, hrollvekjur með tilheyrandi uppvakningum, heimsslitum og mannáti en líka hetjudáð og ást. Við veltum fyrir okkur af hverju fólk elskar hrollvekjur í þætti dagsins.
Viðmælendur: Rán Flygenring, Rebekka Sif Stefánsdóttir Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Ragnheiður Lárusdóttir steig fram á ritvöllinn 2020 með ljóðabókina 1900 og eitthvað og hlaut í kjölfarið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og tilnefningu til Maístjörnunnar. Þessi fyrsta ljóðabók hennar byggði á bernskuminningum að vestan, en sú næsta, Glerflísakliður, fjallaði meðal annars um veikindi móður Ragnheiðar og erfiðan skilnað. Í síðustu bók sinni, Kona/Spendýr sem kom út 2022 beindi hún sjónum sínum almennt að hlutverki kvenna, sem lifa í heimi hönnuðum af körlum. Í sinni nýjustu ljóðabók, Veður í æðum, er Ragnheiður einnig persónuleg og yrkir um þá lífsreynslu að missa dóttur sína í heim fíkninnar, en líka um fegurðina og lífið sem gengur sinn vanagang þrátt fyrir allt. Halla ræðir við Ragnheiði í þætti dagsins.
Við fáum líka bókarýni frá Sölva Halldórssyni, sem að þessu sinni rýnir í nýútkomna glæpasögu Nönnu Rögnvaldsdóttur, Þegar sannleikurinn sefur.
En við hefjum þáttinn á því að grúska aðeins í gömlum teikningum. Nú eru til sýnis og sölu í Gallerí Fold æskuteikningar Alfreðs Flóka sem flestar eru frá árunum 1948-1952. Teikningarnar varðveittust innan fjölskyldunnar og þar má sjá inn í hugarheim hins unga Flóka og þekkja kunnugleg stef sem birtust í listaverkum hans ferilinn allan. Framan af voru hugðarefnin dæmigerð fyrir 11 og 12 ára gamlan strák, löggur og bófar, indjánar og kúrekar, þjóðsögur og ævintýri, Charlie Chaplin og Mikki mús, táfýla og yfirburðir KR svo eitthvað sé nefnt. Mikill húmor er í mörgum teikningunum, en einnig ber á ádeilu. Við lítum við á Rauðarárstígnum og ræðum um sýninguna við sýningarstjórann, Iðunni Vignisdóttur.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur, segir frá nýju útvarpsverki Þau sjá okkur ekki í myrkrinu, sem verður flutt á Rás 1 um jólin. Verkið er skáldverk byggt á viðtölum við tvo Palestínumenn, Fadia og Ahmed, sem eru bæði búsett hér á landi.
Þórður Ingi Jónsson fjallar um japönsku nýbylgjuna í kvikmyndagerð út frá myndunum Pale Flower og Woman in the Dunes.
Og svo fáum við sendingu frá raftónlistarmanninum Jónasi Þór Guðmundssyni. Hann segir frá sovésku fyrirbæri, því þegar fólk greip til þess að nota röntgen myndir til að gera vínyl-plötur.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Kjöt, grænmeti, súkkulaði og kaffi hefur hækkað og búast má við frekari verðhækkunum um áramótin. Framkvæmdastjóri Príss segir að verslanir og neytendur verði að berjast á móti.
Fyrrverandi Sýrlandsforseti segir að hryðjuverkamenn stjórni nú landinu. Assad hefur rofið þögnina, ekkert hafði heyrst frá honum síðan hann flúði frá Sýrlandi til Rússlands.
Eðlilegt hefði verið að borgin léti næstu granna vöruhúss sem rís í Breiðholti vita þegar hætt var við að stalla húsið og farið í fulla vegghæð segir fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar og skipulagsfræðingur.
Íbúum og fyrirtækjum í grennd við Svartsengi er ráðlagt að búa sig undir skort á heitu vatni og rafmagni. Hraunkæling hefur reynst vel til að vernda mikilvæga innviði.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Eðlilegt hefði verið að borgin kynnti næstu grönnum vöruhúss í Breiðholti þegar lagi þess var breytt segir Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, aðjúnkt og fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar. Nágrannar skemmunnar eru mjög ásáttir við skemmuna sem byrgir þeim birtu og útsýni.
Orkumálaráðherra hefur kynnt tillögur um breytingar á lögum um Rammaáætlun meðal annars að stytta þann tímafresti og takmarka áhrif sveitarfélaga til að fresta virkjanaframkvæmdum og halda þeim í gíslingu. Ása Valdís Árnadóttir, formaður stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga neitar því að sveitarfélög haldi verkefnum í gíslngu og skipulagsvaldið eigi alltaf að vera hjá sveitarfélögum.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Nú nálgast jólin og við höldum ótrauð áfram að undirbúa okkur. Í þessum þætti segir Embla frá nokkrum jólabókum sem er tilvalið að lesa yfir hátíðarnar og Benný Sif segir okkur frá jólabókinni sinni: Einstakt jólatré. Svo heyrum við í bókaormum á Grundarfirði sem spurðu rithöfunda spjörunum úr og fjölluðu um nýútkomnar bækur.
Veðurstofa Íslands.
Útsending frá jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Útsending frá Montréal á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Marianne Lambert sópran, Stépahne Tétrault sellóleikari, Frédéric Demers trompetleikari og Valérie Milot hörpuleikari flytja frönsk jólalög.
Kynnir: Jónatan Garðarsson.
Hvergiland er útvarpsþáttaröð í fjórum hlutum um útópíur. Þáttastjórnendur, Tómas Ævar Ólafsson og Snorri Rafn Hallsson, heimsækja raunverulega og ímyndaða heima í leit að fullkominni veröld. Þeir rannsaka viðleitni mannsins til að skapa draumalönd sem aldrei urðu eða verða til og draga af þeim lærdóm sem varpar ljósi á stöðu okkar í dag.
Hvernig og hvers vegna verða útópíur til? Í þessum fyrsta þætti Hvergilands fara Snorri og Tómas aftur í tímann og út fyrir raunveruleikann, þeir heimsækja Útópíu Tómasar More og Fögruborg Platóns.
Viðmælandi: Þorsteinn Vilhjálmsson.
Umsjónarmenn: Snorri Rafn Hallsson og Tómas Ævar Ólafsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Reykingar virðast njóta aukinnar hylli í dægurmenningu - frægt fólk í Hollywood sportar sígarettum á almannafæri, svokallaðir sígarettuáhrifavalda, cigfluencers, hafa skotið upp kollinum á samfélagsmiðlum og síðastliðið ár komu reykingar fyrir í 9 af hverjum 10 kvikmyndum sem tilnefndar voru til stærstu Óskarsverðlaunanna. Blaðamenn tala um áhrif tísku og einhvers konar afturhvarf til kæruleysislegs nautnalífernis fyrri tíma. Við ætlum að ræða þetta, sögu reykinga og áhrif þeirra við Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlækni á Landspítala og prófessor í læknisfræði, en hann gaf nýlega út fræðslu- og forvarnakverið Hættu nú alveg.
Svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV til okkar, við ætlum að fara með henni aftur til ársins 1956, þegar stjórnvöld hér tóku á móti hópi ungverskra flóttamanna, rétt fyrir jól. Högni Torfason, fréttamaður ríkisútvarpsins, fékk að fara með að sækja hópinn og lýsti öllu sem fyrir augu bar af mikilli nákvæmni.
Tónlist í þættinum:
ERIC BURDON & WAR, ERIC BURDON & WAR - Tobacco Road.
THE DOORS, THE DOORS - Break on Through (To the Other Side).
Moustaki, Georges - Le Métaque.
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Maríanna Friðjónsdóttir sjónvarpsframleiðandi og leikstjóri hefur haft vetrarsetu í Portúgal síðustu 9 ár með móður sinni Viktóríu Særúnu Gestsdóttur. Yfir sumartímann hefur Marianna farið heim til Danmerkur þar sem hún bjó í 20 ár og mamma hennar verið á Íslandi en núna hefur Marianna flutt alfarið til Portugal. Við slógum á þráðinn til Mariönnu og fengum að vita hvernig lífið gengur fyrir sig hjá þeim mæðgum í litla þorpinu þar sem þær búa.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Ágúst Páll Óskarsson, hann er nemi á þriðja ári í Kvennó og vinnur á bókasafni Mosfellsbæjar. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
Tónlistin í þættinum
Jólin eru hér / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Sigurður Halldór Guðmundsson, texti Bragi Valdimar Skúlason)
Er líða fer að jólum / Sigríður Thorlacíus og Sigurður Guðmundsson (Gunnar Þórðarson, texti Ómar Ragnarsson)
Hin fullkomnu jól / Hildur Jónsdóttir og Einar Örn Magnússon (Hidur Jónsdóttir)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur, segir frá nýju útvarpsverki Þau sjá okkur ekki í myrkrinu, sem verður flutt á Rás 1 um jólin. Verkið er skáldverk byggt á viðtölum við tvo Palestínumenn, Fadia og Ahmed, sem eru bæði búsett hér á landi.
Þórður Ingi Jónsson fjallar um japönsku nýbylgjuna í kvikmyndagerð út frá myndunum Pale Flower og Woman in the Dunes.
Og svo fáum við sendingu frá raftónlistarmanninum Jónasi Þór Guðmundssyni. Hann segir frá sovésku fyrirbæri, því þegar fólk greip til þess að nota röntgen myndir til að gera vínyl-plötur.
Útvarpsfréttir.
Í dag er kannski ekki færð sem fær fólk til að stökkva af stað í vinnuna á reiðhjóli. Þó er alltaf eitthvað af harðasta hjólreiðafólkinu sem lætur snjókomu ekki setja strik í reikninginnn frekar en nokkuð annað. Það er spurning hvort eitthvert þeirra fái Gullhjálminn í ár. Hann er ætlaður einstaklingum, hópum eða samtökum sem hafa lagt sig fram við að bæta og byggja upp hjólreiðasamfélagið á Íslandi. Búi Bjarmar Aðalsteinsson segir okkur allt um það.
Íslensk börn gætu fengi mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Við ræðum RS, bóluefni við þeirri skæðu pest og fleira við Guðrúnu Aspelund sóttvarnarlækni og settan landlækni.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, verður gestur okkar fyrir átta fréttir þegar við höldum áfram að ræða efnahagsmálin, Íslandsálagið svokallaða, vexti, verðbólgu og stjórnarmyndunarviðræður.
Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur nú staðfest að Sádi-Arabía haldi heimsmeistaramótið í fótbolta árið 2034, þrátt fyrir mikla gagnrýni. Við ætlum að ræða þessa ákvörðun og setja í sögulegt og stjórnmálalegt samhengi með Vali Páli Eiríkssyni, íþróttasiðfræðingi og fréttamanni.
Við förum yfir íþróttir helgarinnar með íþróttadeild RÚV.
Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson, veitingamaður, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum jólamatinn í ár.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við fórum í gæða gr+usk til að finna út frá hvaða landi Það snjóar sem Sigurður Guðmundsson söng með memfismafínunni kom upphaflega. Það ágæta lag var eitt sinn valið besta "íslenska" jólalagið í Eldhúsverkunum á Rás 2.
Það er ekki sænskt.
Einar Ásmundsson leysti Tónlistargetraun dagsins þar sem Todmobile, Björk og Dr. Gunni komu við sögu.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-16
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það snjóar.
Flott - Ó, Grýla taktu þér tak.
TRAVIS - Sing.
Guðmundur Óskar Guðmundsson, Esther Talia Casey, Ólafur Egill Ólafsson - Jóladans.
Bubbi Morthens - Brotin Loforð.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Battery Brain.
SAVANNA TRÍÓ, SAVANNA TRÍÓIÐ - Gilsbakkaþula.
BRUNO MARS - Just The Way You Are.
SNIGLABANDIÐ - Jólahjól.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
Jimi Hendrix - Hey Joe.
GDRN, Bríet, Magnús Jóhann Ragnarsson - Veðrið er herfilegt.
HEIDATRUBADOR - Jólahitt.
LED ZEPPELIN - Good Times Bad Times.
BAGGALÚTUR - Það koma samt jól.
HAUKUR HEIÐAR - Okkar jól.
BIG COUNTRY - Where The Rose Is Sown.
Wallen, Morgan - Love Somebody.
SYCAMORE TREE - Hér eru jól.
DE LA SOUL - Me Myself and I.
STEBBI & EYFI - Jólagleði.
DAN HARTMAN - Instant replay.
JÚNÍUS MEYVANT - Color Decay.
STJÓRNIN - Hamingjumyndir.
SALKA SÓL & BARNAKÓR VÍDALÍNSKIRKJU - Gleðileg jól allir saman (Jóla - Stundin okkar 2016).
ZZ TOP - Sharp Dressed Man.
KK & ELLEN - Jólin Alls Staðar.
EMERSON, LAKE & PALMER - I Believe In Father Christmas.
Sharon Jones & The Dap-Kings - Just Another Christmas Song.
Silva and Steini - Litli stúfur.
BOGOMIL FONT ÁSAMT STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Erta þú jólasveinn.
10 CC - Dreadlock Holiday.
CORNELIA JAKOBS - Hold Me Closer (Svíþjóð).
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Jól á hafinu.
GEIR ÓLAFS - Jóladraumur.
Auður - Peningar, peningar, peningar.
Bogomil Font, Rebekka Blöndal, Kristjana Stefánsdóttir - Hæ jólasveinn.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fellibylur olli mikilli eyðileggingu á Mayotte-eyjaklasanum MEIOTT á Indlandshafi á laugardag. Talið er að nokkur hundruð manns eða jafnvel þúsundir hafi farist.
Símum, skartgripum, lyfjum og miklum peningum er reglulega rænt á hjúkrunarheimilum. Forstjóri Hrafnistu segir þetta alvarlegt og erfitt þar sem allir liggi undir grun á meðan mál eru óupplýst.
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins sitja við ríkisstjórnarmyndun. Formaður Viðreisnar er bjartsýn á að ný stjórn verði mynduð fyrir áramót fyrir áramót.
Ríkisstjórn Ísraels ætlar að þenja út landtökubyggðir á Gólan-hæðum, sem tilheyra Sýrlandi. Stjórnvöld í Þýskalandi hvetja Ísraela til að virða yfirráðasvæði Sýrlands.
Vonir standa til að Seesaw-kerfið verði tekið upp á ný í grunnskólum eftir þriggja ára hlé. Persónuvernd sektaði Reykjavík og Kópavog fyrir notkun kerfisins en Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi.
Á þriðja hundrað bátar hafa fengið úthlutað grásleppukvóta samkvæmt nýjum lögum um grásleppuveiðar. Flestir bátarnir eru gerðir út við Breiðafjörð.
Um hundrað kíló af skötu fara til Íslendinga á Spáni fyrir jólin. Skötusali segir skötuhefðina fylgja þjóðinni út fyrir landsteinana.
Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta stýrði sínum síðasta leik sem þjálfari liðsins í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari. Þetta eru elleftu gullverðlaun Þóris með liðið.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa stýrðu þættinum þennan mánudaginn. Allskonar ný íslensk jólalög á boðstólnum, plata vikunnar kynnt til leiks, Christmas with Silva & Steini, póstkort frá Villa Neto og Daníel Hjálmtýssyni og margt fleira.
Elly Vilhjálms - Nú koma heilög jól.
Laufey - Santa Baby.
HLH FLOKKURINN - Svo Er Ein Handa Þér.
Enok og Maja - Mig langar heim á Syðra Hól.
HLH & SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR - Nei Nei Ekki Um Jólin.
Una Torfadóttir - Yfir strikið.
STEVIE WONDER - Isn't She Lovely.
Addison Rae - Diet Pepsi.
Daði Freyr Pétursson - Komdu um jólin.
HELGI JÚLÍUS & VALDIMAR GUÐMUNDSSON - Þú ert mín.
Bubbi Morthens, Elín Hall - Föst milli glerja.
Ágúst Þór Brynjarsson - Með þig á heilanum.
STEFÁN HILMARSSON & HELGI BJÖRNSSON - Njótum þess á meðan er.
Silva and Steini - Happy Holiday / The Holiday Season.
Strings, Billy - Gild the Lily.
Flott - Ó, Grýla taktu þér tak.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
KK, Magnús Jóhann Ragnarsson, GDRN - Það sem jólin snúast um.
DIDO - Christmas Day.
Rogers, Maggie - In The Living Room.
ICEGUYS - Þessi týpísku jól.
Bríet - Takk fyrir allt.
Valdimar Guðmundsson Tónlistarm., Emmsjé Gauti, Snorri Helgason - Bara ef ég væri hann.
Williams, Andy - It's the most wonderful time of the year.
HERRA HNETUSMJÖR & BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Þegar þú blikkar.
Vigdís Hafliðadóttir, Villi Neto - Hleyptu ljósi inn.
Hildur Vala Einarsdóttir - Þú hittir.
BROTHER GRASS - Frostið.
Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Ekkert blóð.
Ylja - Wonderful Christmastime.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
Waterhouse, Suki - Model, Actress, Whatever.
Daníel Hjálmtýsson - Mirror, Mirror.
CHARLEY CROCKETT - Solitary Road.
Borgardætur - Amma engill.
SILVA OG STEINI - Christmas Time is Here.
LAUFEY & NORAH JONES - Better Than Snow.
RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR & BRUNALIÐIÐ - Þorláksmessukvöld.
SVERRIR BERGMANN & JÓHANNA GUÐRÚN - Skiptir engu máli.
Í síðustu viku stóð lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir sig frábærlega á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum, hún setti tvö Íslandsmet á mótinu og endaði í 4.sæti. Þar að auki var Eygló í síðustu viku valin íþróttakona Reykjavíkur árið 2024. Við fengum Eygló í heimsókn til okkar.
"Nú fær Gunna nýjan iPhone,nú eru´að koma jól.Siggi er að skroll´á TikTok,leitar í öruggt skjól." Á þessum orðum hefst pistill sem birtist á vísi í dag undir yfirskriftinni Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Og það er einmitt það sem við veltum fyrir okkur á sjötta tímanum þegar að tvö þeirra sem skrifuðu pistilinn þau Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands og Daðey Albertsdóttir sálfræðingur komu til okkar.
Hveragerðisbær var að fá 342 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu vegna byggingar nýrrar skolphreinsistöðvar í bænum. Við fengum bæjarstjórann Pétur G. Markan til okkar og spurðum hann nánar út í þetta.
Út er komin þriðja bókin með Pabbabröndurum. Þar með eru bækurna orðnar þrjár og því spyrjum við höfundinn Þorkel Guðmundsson hvort það sé í raun og veru þörf á fleiri pabbabröndurum, Þorkell mætti til okkar.
Henný Björk Birgisdóttir meistaranemi við Digital Health í HR gerði áhugaverða rannsókn á dögunum sem sýnir ábatann af innleiðingu tæknilausna á íslenskum hjúkrunarheimilum. Henný Björk fór nánar í saumana í því í þætti dagsins.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Kjöt, grænmeti, súkkulaði og kaffi hefur hækkað og búast má við frekari verðhækkunum um áramótin. Framkvæmdastjóri Príss segir að verslanir og neytendur verði að berjast á móti.
Fyrrverandi Sýrlandsforseti segir að hryðjuverkamenn stjórni nú landinu. Assad hefur rofið þögnina, ekkert hafði heyrst frá honum síðan hann flúði frá Sýrlandi til Rússlands.
Eðlilegt hefði verið að borgin léti næstu granna vöruhúss sem rís í Breiðholti vita þegar hætt var við að stalla húsið og farið í fulla vegghæð segir fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar og skipulagsfræðingur.
Íbúum og fyrirtækjum í grennd við Svartsengi er ráðlagt að búa sig undir skort á heitu vatni og rafmagni. Hraunkæling hefur reynst vel til að vernda mikilvæga innviði.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Eðlilegt hefði verið að borgin kynnti næstu grönnum vöruhúss í Breiðholti þegar lagi þess var breytt segir Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, aðjúnkt og fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar. Nágrannar skemmunnar eru mjög ásáttir við skemmuna sem byrgir þeim birtu og útsýni.
Orkumálaráðherra hefur kynnt tillögur um breytingar á lögum um Rammaáætlun meðal annars að stytta þann tímafresti og takmarka áhrif sveitarfélaga til að fresta virkjanaframkvæmdum og halda þeim í gíslingu. Ása Valdís Árnadóttir, formaður stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga neitar því að sveitarfélög haldi verkefnum í gíslngu og skipulagsvaldið eigi alltaf að vera hjá sveitarfélögum.
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Útvarpsfréttir.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Í síðustu plötu vikunnar fyrir árið 2024 fáum við til okkar dásamlegt tónlistartvíeyki, Silvu og Steina, sem hafa nýlega gefið út jólaplötuna Christmas with Silva & Steini. Þau færa okkur hátíðlega stemningu með blöndu af klassískum jólalögum og minna þekktum perlum. Í þættinum fáum við innsýn í sköpunarferlið á bak við þessa hlýlegu og hjartnæmu plötu.“