Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Hildur Sigurðardóttir flytur.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson. Þættirnir eru einnig á Hlaðvarpi Rúv <a href="http://www.ruv.is/podcast"> HLAÐVARP RÚV</a>
Í þættinum er ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar er rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti er rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður sjónum beint að tveimur verkum eftir Joseph Haydn sem hafa trúarleg viðurnefni, en eiga þó hugsanlegt ekkert skylt við trúmál. Þetta eru sinfónía nr.49 í f-moll og píanótríó í es-moll Hob. XV/31. Sinfónían hefur viðurnefnið „La Passione", það er að segja „Passían" eða „Píslargangan" og var áður talið að hinn tregafulli 1. kafli hennar vísaði til píslargöngu Krists, en nú telja tónlistarfræðingar að það sé misskilningur. Píanótríóið hefur viðurnefnið „Jakobsstiginn" og er þar vísað til frásagnar Biblíunnar af því þegar Jakob dreymdi stiga sem náði til himins og englar gengu upp og niður. Viðurnefnið er komið frá Haydn sjálfum, en tilgangurinn var þó ekki trúarlegur heldur var hann að glettast við fiðluleikara nokkurn sem átti stundum í erfiðleikum með háu tónana. Seinni hluti tónverksins fer nefnilega nokkuð hátt upp tónstigann sem Haydn líkti þarna við Jakobsstigann. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Rætt er við Gunnar Kristinsson, formann Sjómannafélags Ólafsfjarðar og fyrrverandi sjómann. Gunnar var einn skipverja á togaranum Stíganda frá Ólafsfirði sem fórst í maí 1967 á heimleið af síldarmiðum norður undir Svalbarða. Skipverja rak stjórnlaust á björgunarbátum í á fimmta sólarhring áður en þeir fundust og atburðurinn varð til þess að komið var á tilkynningaskyldu hjá sjómönnum hér á landi. Umsjón: Pétur Halldórsson
Veðurstofa Íslands.
Óveðrið 4.-5. febrúar 1968 er eitt versta veður í manna minnum. Í Ísafjarðardjúpi leituðu á þriðja tug togara vars en ísinging hlóðst upp og skipverjar börðu af ísinn fyrir lífi sínu. Tvö skip sukku í hyldýpið og það þriðja strandaði. Eftir sátu fjölskyldur í sárum. Fjallað er um óveðrið, þrautsegju, hetjudáð og sorg en líka um hvað hefur breyst síðan þetta örlagaríka veður dundi á.
Umsjón: Halla Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson.
Björgun Harry Eddom dró tugi breskra fjölmiðla til Ísafjarðar sem urðu æfir þegar þeir komust að því að The Sun hafði tryggt sér einkarétt að sögu hans. Starfsfólk sjúkrahússins á Ísafirði upplifði umsátursástand þegar það reyndi að verja Harry fyrir ágangi fjölmiðla sem beittu öllum brögðum til að komast að honum. Á meðan syrgðu Bolvíkingar fallna félaga af Heiðrúnu, þar á meðal ekkja eins þeirra sem eignaðist barnið þeirra daginn eftir að hann drukknaði.
Guðsþjónusta.
Séra Skúli Sigurður Ólafsson þjónar fyrir altari og predikar.
Organisti og kórstjóri: Steingrímur Þórhallsson.
Kór Neskirkju syngur.
Söngvari í miskunnarbæn: Silja Björk Huldudóttir.
Lesarar: Silja Björk Huldudóttir, Reynir Gylfason og Tinna Sigurðardóttir.
Fyrir predikun:
Forspil: Inngöngusálmur 248 Hósíanna lof og dýrð eftir Egil Hovland. Texti: Matt. 21.
Lofgjörðarvers: Ég byrja reisu mín. Lag: Jakob Regner. Texti: Hallgrímur Pétursson. Útsetning: Smári Ólason.
Sálmur 495: Víst ertu Jesús kóngur klár. Lag: L. Kempten. Texti: Hallgrímur Pétursson. Útsetning: Páll Ísólfsson.
Eftir predikun:
Locus iste eftir Anton Bruckner.
Canite tuba eftir Hans Leo Hassler.
If ye love me eftir Thomas Tallis.
Vor Guð er borg á bjargi traust. Lag: Martin Luther. Þýðing. Helgi Hálfdánarson.
Útvarpsfréttir.
Fjöldi fólks leitar í örvæntingu að ástvinum sem ekki hefur spurst til eftir hryðjuverkaárásina í Rússlandi á föstudagskvöld. Aðeins hefur tekist að bera kennsl á 50 af þeim 133 sem hafa fundist látin.
Rúmlega milljón Úkraínumanna eru án hita og rafmagns eftir eldflauga- og drónaárásir Rússa í nótt. Pólverjar krefja Rússa skýringa á því að eldflaug hafi farið inn fyrir lofthelgi landsins.
Formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar gagnrýnir áhugaleysi þingmanna kjördæmisins á flugsamgöngum milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja verður hætt um mánaðamótin
Hraunstraumur sem er á hægri ferð að Grindavíkurvegi hefur ekki hreyfst mikið úr stað frá því í gær. Svipaður gangur er í gosinu. Vinnu við hækkun vargarða norðan við Grindavík verður framhaldið á morgun.
Sveitarfélögin Ölfus og Hveragerðisbæ greinir á um framkvæmdir við leiksskóla sem þau reka í sameiningu. Bæjarstjóri Ölfus segir útfærslu framkvæmda ákveðna án samráðs.
Aldarfjórðungi eftir loftárásir NATO á Serbíu stendur til að færa tengdasyni Donalds Trump lóðir í landinu endurgjaldslaust til að reisa þar lúxus-hótel og íbúðir. Á lóðunum eru húsarústir eftir loftárásirnar, sem Serbar líta á sem minnisvarða.
Keflavík varð í gær tvöfaldur bikarmeistari í körfubolta.
Eftir Öskjugosið 1875 beið byggð á Vopnafirði mikla hnekki og í kjölfarið fluttist fjöldi fólks vestur um haf, til Bandaríkjanna og Kanada. Vopnafjörður var ein stærsta útflutningshöfn vesturfara á Íslandi. Berglind Häsler, umsjónarmaður þáttarins, heimsótti Vopnafjörð nýverið og ræddi við þær Cathy Ann Josephson og Ágústu Þorkelsdóttur sem eru í forsvari fyrir Vesturfarann, sem er áhugamannafélag á Vopnafirði um tengsl við Vestur-Íslendinga. Svavar Pétur Eysteinsson les vísu eftir Ólaf Pétursson, bónda í Neshjáleigu í Loðmundarfirði, vísu eftir óþekktan, kafla úr sagnaþáttum Guðmundar frá Húsey og greinarstúf úr héraðsfréttablaðinu Vopna frá árinu 1901. Umsjón: Berglind Häsler.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónhjólið 24. mars 2024
Pálmasunnudagur
Umsjón: Guðni Tómasson
Gestur þáttarins er Benedikt Kristjánsson tenorsöngvari en í þættinum er einnig flutt verk Hjalta Nordal Gunnarssonar Leibster Gott wann wed ich sterben?
Verkið var ffrumfflutt á Sumartónleikum í Skálholti síðasta sumar.
Tónlistin í þættinum:
Zerfliesse, mein Herz. úr Jóhannesarpassíu Bachs. Benedikt Kristjánsson syngur, Elina Albach leikur á orgel og Phlipp Lamprecht á víbrafón.
Leibster Gott wann werde ich sterben eftir Hjalta Nordal Gunnarsson, byggt á samnefndri kantötu Johanns Sebastians Bach.
Flytjendur:
Benedikt Kristjánsson, tenór
Matthías Nardeau, óbó
Daníel Friðrik Böðvarsson, rafmagnsgítar
Tumi Árnason, saxófónn
Baldvin I. Tryggvason, bassaklarinett
Frank Aarnink, slagverk
Halldór Bjarki Arnarson, semball og orgel
Jónas Ásgeir Ásgeirsson, harmonikka
Jacek Karwan, kontrabassi
Hjalti Nordal Gunnarsson, fiðla
Bjarni Frímann Bjarnason, orgel
Skálholtskvartettinn leikur þarna líka með:
Rut Ingólfsdóttir, fiðla
Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla
Svava Bernhardsdóttir, víóla
Sigurður Halldórsson, selló
Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason
Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Bæjarfógetinn í Reykjavík hafði í nægu að snúast við að selja eigur skuldara á uppboði á árunum í kringum aldamótin 1900. Uppboðin voru auglýst í blöðum og þar voru gjarnan taldir upp helstu munir úr innbúum sem þar yrðu seldir svo sem sófar og kommóður, skatthol og skammel, servantar og púff. Fjallað var um ýmis húsgagnaheiti og grennslast fyrir um uppruna þeirra.
Rás 1 og Fréttastofa RÚV kynna: Um miðjan desember 2023 bárust þau tíðindi að landlæknisembættið hefði takmarkað starfsleyfi Árna Tómasar Ragnarssonar gigtarlæknis. Hann gæti ekki lengur skrifað upp á tiltekin lyf fyrir sjúklinga sína. Lyfin sem hann ávísaði voru nefnilega sterk lyfseðilskyld morfínlyf. Þeir sem hann ávísaði þeim til voru einstaklingar með alvarlegan og langvarandi fíknisjúkdóm.
Veitti Árni sjúkum líkn eða olli hann tjóni? Veldur landlæknir sjúklingum skaða með því að stíga inn í störf hans? Hvað verður um skjólstæðinga Árna?
Pétur Magnússon fréttamaður kafar í sögu Árna, skjólstæðinga hans og stöðu skaðaminnkunar í íslenska heilbrigðiskerfinu.
Í september hóf Ríkisendurskoðun, að eigin frumkvæði, hraðúttekt á ópíóíðavandanum á Íslandi. Markmiðið var að veita áreiðanlegar upplýsingar um stöðu fíknimála á Íslandi og viðbrögð stjórnvalda við þróun í neyslu ópíóíða. Í skýrslunni eru gerðar alvarlegar athugasemdir við viðbrögð stjórnvalda. Þar kemur fram að ekkert ráðuneyti eða stofnun hafi tekið forystu þessum málaflokki og að stefnuleysi hafi einkennt viðbrögð stjórnvalda við ópíóíðavandanum.
Í þættinum er rætt við Hannes Frey Guðmundsson, Hönnu Sigríði Jósafatsdóttur og Willum Þór Þórsson.
Umsjón: Pétur Magnússon
Tónlist: Gugusar og Annalísa
Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen
Veðurstofa Íslands.
Staðháttum í Drangey lýst og Jón Eiríksson bóndi á
Fagranesi, oft nefndur Drangeyjarjarl, segir frá ýmsu er
tengist dvöl Grettis í Drangey. Lesið úr þjóðsögum og
úr Grettissögu.
Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir.
Lesari: Þórhallur Gunnarsson.
Frá 1994.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Og lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Valgerður Garðarsdóttir forstöðumaður námsvers Menntaskólans við Hamrahlíð. Við fáum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Valgerður sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum:
Vonin, akkeri fyrir sálina. Kjarnyrðabók e. sr. Þorvald Víðisson.
Valskan. Skáldsaga byggð á heimildum um formóður höfundar sem uppi var á síðari hluta 18. aldar. Eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur.
Engan þarf að öfunda, daglegt líf í Norður Kóreu. Barbara Demick bandarískur blaðamaður skrifaði bókina eftir samtöl við fólk sem flúið hafði frá N-Kóreu til S-Kóreu. Elín Guðmundsdóttir þýddi.
Kjörbúðarkonan e. Sayaka Murtata, Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi.
Bækur sem kveiktu lestraráhuga Valgerðar í æsku.
Pabbi, mamma, börn og bíll, og framhald hennar e. Anne-Cath Vestly.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Í þættinum er kafað ofan í kenningu myndlistarkonunnar Audrey Wollen um sorgmæddu stúlkuna eða Sad Girl Theory, sem kveður á um að sorg eða depurð stelpna sé tegund af pólitískum mótmælum. Rætt er við Sigrúnu Líf Gunnarsdóttur kennara og kynjafræðing, um raunir unglingsstúlkna og erfiðleikann við að stíga fyrstu skrefin inn í heim konunnar, heim þar sem allt aðrar og strangari reglur gilda en í heimi barnæskunnar – og það gerir sumar stelpur að sorgmæddum stúlkum.
Umsjón: Klara Malín Þorsteinsdóttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
150 eru síðan Íslendingar fengu stjórnarskrá og héldu þjóðhátíð og verður fjallað um það í Frjálsum höndum síðla sumars. Þetta er fyrri þáttur af þeim sem eru einskonar formáli og er lesið úr erlendum fréttum Skírnis frá árinu 1874. Í þessum þætti eru lesnar fréttir um kosningar á Bretlandi, siglingu skipsins Polaris um heimskautaslóðir Kanada og Grænlands þar sem leiðangursstjórinn Hall dó með dularfullum hætti og loks er sagt frá herferð Rússa inn í Mið-Asíu þar sem þeir sigruðu kónginn í Kheva og lögðu undir sig lönd hans. Fyrir utan spennandi frásagnir eru hinar gömlu fréttir mjög til marks um hvernig Vesturlandamenn litu í þá daga á umheiminn.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Ég sver að það var ekki endilega viljandi, en eftir smá pásu frá löndum heimsins með þætti um hjólaskautaat, höldum við áfram og virðumst nánast fara í stafrófsröð. Balkanskagi til Bandaríkjanna. Enda var vopnahléssamningur varðandi Bosníu undirritaður í Daytona í Ohio, svo tengingin er augljós. Eða hvað? Þetta land sem er svo nátengt Íslandi, hafði mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni og auðvitað menningu landsins fram eftir 20.öld og til dagsins í dag. Sama hvaða skoðun við höfum á þessu heimsveldi er ekki hægt að neita því að Bandaríkin hafa haft gríðarleg áhrif á stöðu heimsins í dag, það eru forsetakosningar vestanhafs í ár og oft líður manni eins og það muni svo skera úr um hvernig heimurinn muni þróast til framtíðar. En hvað vitum við um Bandaríkin, af hverju eru þau eins og þau eru? Það er ærið verkefni að útskýra en í næstu tveim þáttum ætlum við Silja Bára Ómarsdóttir að gera heiðarlega tilraun til að fara yfir sögu þess, stærstu atburði, núverandi ástand og hugleiðingum um framtíðina.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Erlend tónlist skipar stærstan hluta þessa þáttar en einstaka íslenskt lag slæddist með. Þar má nefna Guðrúnu Gunnars, Sálina og Pikknikk. Af erlendum listamönnum mætti nefna Whitney, Ruthie Foster og Feist sem dæmi.
Stiklað á stóru í sögu Stax hljóðversins og hljómplötuútgáfunnar á árunum frá 1959 til 1968. Í Stax stúdíóinu voru tekin upp mörg af þekktustu soul lögum suðurríkja Bandaríkjanna á þessum árum með flytjendum á borð við Booker T. & the MG´s, Cörlu Thomas, Wilson Pickett og Otis Redding o.fl. Sagan er í senn saga gleði og sorgar, sigra og ósigra auk þess sem hún er samtvinnuð réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum og stórum atburðum á þeim vettvangi.
Umsjón: Gunnlaugur Sigfússon
Í þessum þriðja þætti af fjórum heldur Gunnlaugur Sigfússon áfram að fjalla um sögu Stax hljóðversins og hljómplötuútgafunnar í Memphis, Tennessee á árunum 1959 til 1968. Hann segir hér m.a. af mikilli velgengni Otis Redding og Sam & Dave skjótast upp á stjörnuhimininn.
Lagalisti
Booker T. & the MG´s - Hip Hug Her
Otis Redding – Respect
Otis Redding – Satisfaction
Johnny Taylor – I Had a Dream
Carla Thomas – Let Me be Good to You
Sam & Dave – Hold on I´m Coming
Wilson Pickett – 634-5789 (Soulsville U.S.A.)
Otis Redding – Day Tripper
Otis Redding – Chain Gang
Albert King – Laundromat Blues
Mable John – Your Good Thing (Is About to End)
Carla Thomas – B-A-B-Y
Eddie Floyd – Knock on Wood
Otis Redding – Fa-Fa-Fa-Fa-Fa (Sad Song)
Otis Redding – Try a Little Tenderness
Sam & Dave – You Got me Hummin´
Sam & Dave – When Something is Wrong With my Baby
William Bell – Never Like This Before
Carla Thomas – Something Good is Going to Happen to You
Útvarpsfréttir.
Fjöldi fólks leitar í örvæntingu að ástvinum sem ekki hefur spurst til eftir hryðjuverkaárásina í Rússlandi á föstudagskvöld. Aðeins hefur tekist að bera kennsl á 50 af þeim 133 sem hafa fundist látin.
Rúmlega milljón Úkraínumanna eru án hita og rafmagns eftir eldflauga- og drónaárásir Rússa í nótt. Pólverjar krefja Rússa skýringa á því að eldflaug hafi farið inn fyrir lofthelgi landsins.
Formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar gagnrýnir áhugaleysi þingmanna kjördæmisins á flugsamgöngum milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja verður hætt um mánaðamótin
Hraunstraumur sem er á hægri ferð að Grindavíkurvegi hefur ekki hreyfst mikið úr stað frá því í gær. Svipaður gangur er í gosinu. Vinnu við hækkun vargarða norðan við Grindavík verður framhaldið á morgun.
Sveitarfélögin Ölfus og Hveragerðisbæ greinir á um framkvæmdir við leiksskóla sem þau reka í sameiningu. Bæjarstjóri Ölfus segir útfærslu framkvæmda ákveðna án samráðs.
Aldarfjórðungi eftir loftárásir NATO á Serbíu stendur til að færa tengdasyni Donalds Trump lóðir í landinu endurgjaldslaust til að reisa þar lúxus-hótel og íbúðir. Á lóðunum eru húsarústir eftir loftárásirnar, sem Serbar líta á sem minnisvarða.
Keflavík varð í gær tvöfaldur bikarmeistari í körfubolta.
Umsjón: Ýmsir.
Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson á skrautlegan og glæstan feril að baki en hans mesta lán í lífinu er að fá að verða afi. Hann sagði frá uppvaxtarárunum, kvikmyndaklúbbnum Fjalaköttur, Óskarsverðlaunatilnefningu og ýmsu öðru sem á daga hans hefur drifið. Hann lenti í skíðaslysi sem setti strik í drauminn um fótboltaferil. En stærsta lán hans er líklega þegar hann frestaði flugi. Þannig bjargaði hann lífi sínu fyrir 150 dollara sem það kostaði að forða honum frá flugvél sem skömmu síðar lenti á Tvíburaturnunum.
Rúnar Róberts í huggulegum helgargír.
Við heyrðum topplagið í Bretlandi á þessum degi, 24. mars árið 1985, sem var lagið Easy lover með Philip Bailey og Phil Collins. Eitís plata vikunnar var Songs from the Big Chair frá 1985 með Tears for Fears. Nýjan ellismell vikunnar áttu Bon Jovi með lagið Legendary, þá var Eitís 12 tomma vikunnar lagið You're My Heart, You're My Soul með Modern Talking.
Lagalisti:
14:00
Kasper Bjørke ásamt Systrum og Sísý Ey - Conversations
Eurythmics - Right by Your Side
Blur - Parklife
Philip Bailey og Phil Collins - Easy Lover (Topplagið í Bretlandi 1985)
YG Marley - Praise Jah In the Moonlight
Rockwell ásamt Michael Jackson - Somebody watching me
R.E.M. - Everybody Hurts
Á móti sól - Okkur líður samt vel
Modern Talking - You're My Heart, You're My Soul (Tólf tomma vikunnar)
Blondie - Sunday girl.-
Climie Fisher - Rise to the Occasion
15:00 Helgi Björnsson - Himnasmiður
OMD - Enola Gay
Tears for fears - Shout (Eitís plata vikunnar)
Tears for fears - Everybody Wants To Rule The World (Eitís plata vikunnar)
Una Torfadóttir - Fyrrverandi
Billy Ocean - Loverboy
Bubbi og Katrín Halldóra - Án Þín
Nena - 99 Luftballons (Afmælisbarn dagsins)
Howard Jones - No one is to blame
Bon Jovi - Legendary (Nýr ellismellur vikunnar)
Friðrik Dór og Bríet - Hata að hafa þig ekki hér
AC/DC - You shook me all night long
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 17. - 24. mars 2024.
Fréttastofa RÚV.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Emilíana Torrini er alþjóðleg stórstjarna, Björk leggur náttúrunni lið, Ragnheiður Gröndal nær áttum á ný, en hljómsveitin Hraun heldur hamingjuleitinni áfram. Retro Stefson gefur út fyrstu plötuna sína, Múgsefjun temur hagsmunatíkina, Helgi Björns kemur ríðandi að austan og Ingó & Veðurguðirnir fara til Bahama. Hjaltalín kemur við hjartað í þér og mér, The Viking Giant Show leitar að lækningu og Eurobandið syngur um hið fullkomna líf. Agent Fresco rústar Músiktilraunum, Þursaflokkurinn fagnar 30 ára afmæli, það er nú eða aldrei hjá Skakkamanage og nóttin tekur við hjá Pikknikk.
Meðal viðmælenda í 35. þættinum, í fyrsta hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2008, eru Emilíana Torrini, Björn Heiðar Jónsson, Hjalti Þorkelsson, Ingólfur Þórarinsson, Ragnheiður Gröndal, Björk Guðmundsdóttir, Högni Egilsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Unnsteinn Manúel Stefánsson, Óttar Proppé, Svavar Knútur Kristinsson, Jón Geir Jóhannsson og Heiðar Örn Kristjánsson.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Emilíana Torrini - Birds
Emilíana Torrini - Jungle Drum
Emilíana Torrini - Me and Armini
Emilíana Torrini - Beggar’s Prayer
Emilíana Torrini - Big Jumps
Emilíana Torrini - Gun
Emilíana Torrini - Heard It All Before
Múgsefjun - Kalin slóð
Múgsefjun - Lauslát
Múgsefjun - Hagsmunatíkin
Ingó & Veðurguðir - Bahama
Ingó & Veðurguðir - Drífa
Ragnheiður Gröndal - Flowers in the Morning
Ragnheiður Gröndal - Bella
Ragnheiður Gröndal - Today I hear Bass
Mugison & Ragga Gröndal - Stolin stef
Steini - Girls Are All The Same
Hjálmar & Timbuktu - Dom Hinner Aldrig I Fatt
Helgi Björns & Reiðmenn Vindanna - Komum ríðandi að austan
Björk - Náttúra
Björk - I Miss You
KK - Gamalt lag
Þorsteinn Einarsson - Í tvílyftu timburhúsi
Páll Óskar - Þú komst við hjartað í mér
Hjaltalín - Þú komst við hjartað í mér
Páll Óskar & Hjaltalín - Þú komst við hjartað í mér
Páll Óskar - Sama hvar þú ert
Toggi - Wonderful
Pikknikk - Nóttin tekur við
Yohanna - Beautiful Silence
Skakkamanage - Now Or Never
Retro Stefson Papa Paulo III (re edit)
Retro Stefson - Montana
Retro Stefson - Senseni
Retro Stefson - Paul Is Dead
Ragnheiður Gröndal - Don’t Wake Me Up
Haffi Haff - the Wiggle Wiggle Song
Mercedes Club - Ho, Ho, Ho, We Say Hey, Hey
Dr Spock - Hvar ertu nú
Eurobandið - Fullkomið líf
Eurobandið - This is my life
Agent Fresco - Eyes of a Cloud Catcher
Hraun - Dansa
Hraun - Komdu
200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins - Láttu mig vera
The Viking Giant Show - The Cure
The Viking Giant Show - Party At The White House
Þursaflokkurinn & Caput - Stóðum tvö í túni
Þursaflokkurinn & Caput - Nútíminn
Guðrún Gunnarsdóttir - Eins og vera ber
Guðrún Gunnarsdóttir - Umvafin englum