13:00
Frá Vopnafirði til vesturheims
Frá Vopnafirði til vesturheims

Eftir Öskjugosið 1875 beið byggð á Vopnafirði mikla hnekki og í kjölfarið fluttist fjöldi fólks vestur um haf, til Bandaríkjanna og Kanada. Vopnafjörður var ein stærsta útflutningshöfn vesturfara á Íslandi. Berglind Häsler, umsjónarmaður þáttarins, heimsótti Vopnafjörð nýverið og ræddi við þær Cathy Ann Josephson og Ágústu Þorkelsdóttur sem eru í forsvari fyrir Vesturfarann, sem er áhugamannafélag á Vopnafirði um tengsl við Vestur-Íslendinga. Svavar Pétur Eysteinsson les vísu eftir Ólaf Pétursson, bónda í Neshjáleigu í Loðmundarfirði, vísu eftir óþekktan, kafla úr sagnaþáttum Guðmundar frá Húsey og greinarstúf úr héraðsfréttablaðinu Vopna frá árinu 1901. Umsjón: Berglind Häsler.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,