08:05
Á tónsviðinu
Tvö verk eftir Joseph Haydn
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Í þættinum verður sjónum beint að tveimur verkum eftir Joseph Haydn sem hafa trúarleg viðurnefni, en eiga þó hugsanlegt ekkert skylt við trúmál. Þetta eru sinfónía nr.49 í f-moll og píanótríó í es-moll Hob. XV/31. Sinfónían hefur viðurnefnið „La Passione", það er að segja „Passían" eða „Píslargangan" og var áður talið að hinn tregafulli 1. kafli hennar vísaði til píslargöngu Krists, en nú telja tónlistarfræðingar að það sé misskilningur. Píanótríóið hefur viðurnefnið „Jakobsstiginn" og er þar vísað til frásagnar Biblíunnar af því þegar Jakob dreymdi stiga sem náði til himins og englar gengu upp og niður. Viðurnefnið er komið frá Haydn sjálfum, en tilgangurinn var þó ekki trúarlegur heldur var hann að glettast við fiðluleikara nokkurn sem átti stundum í erfiðleikum með háu tónana. Seinni hluti tónverksins fer nefnilega nokkuð hátt upp tónstigann sem Haydn líkti þarna við Jakobsstigann. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 22. júní 2024.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,