23:10
Frjálsar hendur
Fréttir 1874, 1
Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

150 eru síðan Íslendingar fengu stjórnarskrá og héldu þjóðhátíð og verður fjallað um það í Frjálsum höndum síðla sumars. Þetta er fyrri þáttur af þeim sem eru einskonar formáli og er lesið úr erlendum fréttum Skírnis frá árinu 1874. Í þessum þætti eru lesnar fréttir um kosningar á Bretlandi, siglingu skipsins Polaris um heimskautaslóðir Kanada og Grænlands þar sem leiðangursstjórinn Hall dó með dularfullum hætti og loks er sagt frá herferð Rússa inn í Mið-Asíu þar sem þeir sigruðu kónginn í Kheva og lögðu undir sig lönd hans. Fyrir utan spennandi frásagnir eru hinar gömlu fréttir mjög til marks um hvernig Vesturlandamenn litu í þá daga á umheiminn.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 49 mín.
,