10:15
Hyldýpi
Fimmti þáttur
Hyldýpi

Óveðrið 4.-5. febrúar 1968 er eitt versta veður í manna minnum. Í Ísafjarðardjúpi leituðu á þriðja tug togara vars en ísinging hlóðst upp og skipverjar börðu af ísinn fyrir lífi sínu. Tvö skip sukku í hyldýpið og það þriðja strandaði. Eftir sátu fjölskyldur í sárum. Fjallað er um óveðrið, þrautsegju, hetjudáð og sorg en líka um hvað hefur breyst síðan þetta örlagaríka veður dundi á.

Umsjón: Halla Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson.

Björgun Harry Eddom dró tugi breskra fjölmiðla til Ísafjarðar sem urðu æfir þegar þeir komust að því að The Sun hafði tryggt sér einkarétt að sögu hans. Starfsfólk sjúkrahússins á Ísafirði upplifði umsátursástand þegar það reyndi að verja Harry fyrir ágangi fjölmiðla sem beittu öllum brögðum til að komast að honum. Á meðan syrgðu Bolvíkingar fallna félaga af Heiðrúnu, þar á meðal ekkja eins þeirra sem eignaðist barnið þeirra daginn eftir að hann drukknaði.

Var aðgengilegt til 22. júní 2024.
Lengd: 39 mín.
e
Endurflutt.
,