07:03
Morgunvaktin
Grænlendingar hræddir vegna yfirlýsinga Trump
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Trump er orðinn forseti Bandaríkjanna á ný. Hann nefndi ekki Grænland í innsetningarræðu sinni í Washington í gær en sagði síðar í gær að Bandaríkin þyrftu Grænland fyrir alþjóðaöryggi. Yfirlýsingar hans um Grænland fyrir tveimur vikum fóru misjafnlega í fólk. Við ræddum málið við Ingu Dóru Guðmundsdóttur sem er stödd á Íslandi og situr hér þing Vestnorræna ráðsins.

Og aðeins meira um Trump en í Þýskalandi eru margir áhyggjufullir yfir áformum hans um leggja háa tolla á þýska bíla. Arthur Björgvin Bollason sagði frá þeim og mögulegum áhrifum á þýskt atvinnulíf og efnahag. Hann greindi líka frá fylgi flokkanna fyrir kosningarnar í lok febrúar og velti upp sýnilegum möguleikum á stjórnarsamstarfi.

Í síðasta hluta þáttarins sögðum við í fáum orðum frá nýrri kvikmynd um Bob Dylan og lékum lög eftir hann.

Tónlist:

Norah Jones - Wake me up.

Bob Dylan - Song To Woody.

Bob Dylan - Girl from the north country.

Joan Baez - Farewell, Angelina.

Timothee Chalamet - Like a Rolling Stone.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,