18:00
Kvöldfréttir útvarps
ESB varnar við verndarstefnu, Grænlendingar eiga að ráða sér sjálfir, ótryggar samgöngur lýðheilsuógn á Austurlandi
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Evrópusambandið er tilbúið að semja við nýja valdhafa í Washington, en varar við verndarstefnu, segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Litið er á ummæli hennar sem beint svar við áformum Trumps forseta um hærri tolla.

Formaður landstjórnar Grænlands segir Grænlendinga eiga að ráða sér sjálfir, þeir vilji hvorki vera danskir né bandarískir. Trump ítrekaði í gær að Grænland væri mikilvægt fyrir Bandaríkin - til að tryggja alþjóðlegt öryggi.

Ótryggar samgöngur eru helsta lýðheilsuógnin á Austurlandi að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Fyrirsjáanlegur vandi eins og vont veður skapi ófremdarástand hvað eftir annað.

Leigusali í Grindavík - sem vildi ekki endurgreiða húsaleigu eftir rýmingu - þarf að gera það. Leigusalinn sagði að leigjandanum, konu af erlendum uppruna, hefði mátt vera kunnugt um jarðhræringar í grennd við bæinn.

Er aðgengilegt til 21. janúar 2026.
Lengd: 10 mín.
,