Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Trump er orðinn forseti Bandaríkjanna á ný. Hann nefndi ekki Grænland í innsetningarræðu sinni í Washington í gær en sagði síðar í gær að Bandaríkin þyrftu Grænland fyrir alþjóðaöryggi. Yfirlýsingar hans um Grænland fyrir tveimur vikum fóru misjafnlega í fólk. Við ræddum málið við Ingu Dóru Guðmundsdóttur sem er stödd á Íslandi og situr hér þing Vestnorræna ráðsins.
Og aðeins meira um Trump en í Þýskalandi eru margir áhyggjufullir yfir áformum hans um leggja háa tolla á þýska bíla. Arthur Björgvin Bollason sagði frá þeim og mögulegum áhrifum á þýskt atvinnulíf og efnahag. Hann greindi líka frá fylgi flokkanna fyrir kosningarnar í lok febrúar og velti upp sýnilegum möguleikum á stjórnarsamstarfi.
Í síðasta hluta þáttarins sögðum við í fáum orðum frá nýrri kvikmynd um Bob Dylan og lékum lög eftir hann.
Tónlist:
Norah Jones - Wake me up.
Bob Dylan - Song To Woody.
Bob Dylan - Girl from the north country.
Joan Baez - Farewell, Angelina.
Timothee Chalamet - Like a Rolling Stone.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Aurbjörg var stofnuð árið 2017 með það að markmiði að auka fjármálalæsi í landinu með því að bjóða upp á til dæmis óháðan samanburð á kjörum fjármálaþjónustu. Lánskjaravakt Aurbjargar fylgist með húsnæðislánamarkaðnum greinir lánamöguleika og ber saman lánakjör. Fólk getur sett inn upplýsingar um íbúðarlán sitt og borið það saman við það sem er í boði annars staðar. Ásdís Arna Gottskálksdóttir er framkvæmdastjóri Aurbjargar og hún kom í þáttinn í dag.
Mygla í húsnæði hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár enda virðast stöðugt koma nýjar fréttir um húsnæði þar sem mygla hefur fundist. Fólk fer misjafnlega útúr návígi við mygluna, sumir ansi illa. Margrét Sigurðardóttir, grasalæknir og Gréta Ósk Óskarsdóttir, bætiefnaráðgjafi hafa báðar lent illa í myglu, en hafa náð sér. Þær eru nú að fræða fólk um leiðir til að takast á við afleiðingarnar í gegnum t.d. mataræði, bætiefni og jurtir. Þær komu í þáttinn í dag og sögðu okkur sínar reynslusögur tengdar myglu og sögðu frá námskeiði sem þær eru að kenna á í Mamma veit best í Kópavoginum.
Svo var það veðurspjallið en Einar Sveinbjörnsson kom til okkar í dag og sagði okkur frá vetrarkuldum í N-Ameríku þar sem snjóar allt suður undir Mexíkóflóa. Miklar lægðir herja á íbúa vesturstrandar Grænlands og önnur mikilúðleg stefnir á Bretlandseyjar. Við sleppum blessunarlega að þessu sinni en langtímahorfur eru óljósar. Hann sagði okkur svo frá því hvað slydduísing er, en hún hefur fellt raflínur austanlands í nýliðnu óveðri, svo sagði hann okkur frá öðru áþekku veðri á sviðpuðum slóðum fyrir 39 árum (1986) og svo endaði hann á því að flytja stutt kvæði eftir Jón Helgason.
Tónlist í þættinum:
Gömul taska / Hildur Vala Einarsdóttir (Sigurður Bjóla Garðarsson, texti Kristján Hreinsson)
Viðbein / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir)
That’s What Friends are for / Dionne Warwick, Stevie Wonder, Elton John og Gladys Knight (Burt Bacharach & Carole Bayer Sager)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Rýmingum hefur verið aflétt í Neskaupstað. Um 190 Norðfirðingar og Seyðfirðingar hafa þurft að vera að heiman síðustu daga vegna snjóflóðahættu. Gert er ráð fyrir að rýmingum á Seyðisfirði verði aflétt síðar í dag.
Rafmagn er komið til allra heimila á Austurlandi sem urðu rafmagnslaus í áhlaupinu um helgina. Varaafl er þó enn keyrt í dreifbýli. Tugir rafmagnsstaura brotnuðu í óveðrinu
Á annan tug barna þarf að vera undir eftirliti lækna alla ævi eftir að hafa borðað e.coli-mengaðan mat í leikskólanum Mánagarði í haust. Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafa boðað tveggja ára átak til að auka vitund fólks um e.coli-smit í kjöti.
Nýr Bandaríkjaforseti, telur að Danir láti til leiðast og gefi Grænland eftir. Það sé svo dýrt fyrir Dani að halda Grænlandi uppi.
Umhverfisráðherra ætlar að leggja fram frumvarp á fyrstu dögum þingsins til að koma í veg fyrir frekari tafir Hvammsvirkjunar og eyða óvissu um framkvæmd laga um stjórn vatnamála.
Það er stutt á milli leikja íslenska karlalandsliðsins í handbolta á heimsmeistaramótinu. Eftir góðan sigur á Slóveníu í gær er komið að Egyptalandi á morgun. Egyptar unnu sinn riðil og fara með fjögur stig í milliriðil eins og Ísland.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í þessum þætti er rætt um fólk sem áhættusérfræðingar lögreglu og fangelsisyfirvalda meta sem hættulegustu einstaklinga þessa lands. Einstaklinga sem viðmælendum okkar ber saman um að falli oftast milli stafs og bryggju í kerfinu. Það eru ekki til nein úrræði fyrir þá. Þegar þeir losna úr afplánun fara þeir beint aftur í afbrot. Þóra Tómasdóttir ræddi við Halldór Val Pálsson forstöðumann fangelsa, Sædísi Jönu Jónsdóttur áhættusérfræðing lögreglu og Matthías Matthíasson í geðteymi fangelsanna.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Flóð ógna nýrri skólphreinsistöð í Árborg og á Austfjörðum er fólk farið að velta fyrir sér framtíð opinna vatnsbóla vegna kólí-gerla í jarðvegi. Vaxandi öfgar í veðurfari; þurrkar, flóð og miklar rigningar hafa neikvæð áhrif á fráveitukerfi sem víða um land eru komin til ára sinna.
Samorka blés í dag til fundar um þessa ógn. Samfélagið ræddi við þrjá af fyrirlesurum fundarins þá Hlöðver Stefán Þorgeirsson, ráðgjafa, Ágúst Þór Bragason, forstöðumann hjá þjónustumiðstöð Árborgar og Aðalstein Þórhallsson, framkvæmdastjóra HEF-veitna á fljótsdalshéraði.
Svo fáum við til okkar Ásdísi Birnu Gylfadóttur og Maríönnu Dúfu Sævarsdóttur, meistaranema í listum og velferð við Listaháskóla Íslands. Þær ætla að segja okkur frá því hvernig þær nálgast samfélagslistir og velferð, framtíðina og táknin sem við notum fyrir framtíðina. Viðtalið er það fimmta í viðtalsröð Samfélagsins um framtíðir og framtíðarýnir, í samstarfi við framtíðarfestival Borgarbókasafnsins.
Og að lokum heyrum við í Páli Líndal, pistlahöfundi Samfélagsins. Í dag fjallar hann um græna gímaldið við Álfabakka, þéttingu byggðar og almenningssamgöngur.
Tónlist og stef í þættinum:
OTIS REDDING - Respect.
MUSIC MACHINE - Talk Talk.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Ásta Fanney Sigurðardóttir er ljóðskáld, tónskáld og myndlistarkona. Hún spilaði einu sinni á bláa rafmagnsfiðlu, hefur gefið út fjölda ljóðabóka og ferðast með ljóð og ljóða- og listgjörninga víða um heim. Á Myrkum músíkdögum flytur hún hljóðverkið Glossolalia, sem vísar í það þegar fólk talar tungum.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
,,Ég treysti sjálfri mér og hrg trú á þessu tæki sem listmeðferðin er. Hún er tæki til að tjá tilfinningar sínar og vinna með og losa sig við erfiðar tilfinningar. Myndsköpunin er þá notuð til að vinna með sig persónulega og til að þroskast í gegnum." - er meðal þess sem haft er eftir myndlistarkonunni og listþerapistanum Sigríði Björnsdóttur í bók þeirra Ágústu Oddsdóttur og Egils Sæbjörnsdóttur um ævistarf Sigríðar, Art can Heal. Á fimmtudag verður blásið til málþings um listmeðferð til heiðurs Sigríði, á vegum Listasafns Íslands og Myndlistarmiðstöðvar. Þau Ágústa og Egill koma við í hljóðstofu og segja okkur frá eiginleikum listmeðferðar og starfi Sigríðar.
Við fáum líka pistil frá Gauta Kristmannssyni, sem að þessu sinni fjallar um ljóðasafn norska stórskáldsins Olav Hauge, Undir eplatrénu. Ljóðasafnið er að mestu fengið úr síðustu þremur bókum Hauges en Gyrðir Elíasson íslenskaði og ritaði formála.
Við höldum líka áfram umfjöllun um kvikmyndaleikstjórann David Lynch. Lynch málaði heiminn í sterkum, dulúðugum og súrrealískum litum, sem virðast á stundum koma úr annari vídd, og bjó til andrúmsloft sem hefur einfaldlega verið kallað lynchían. Við ætlum að velta þessari lynchian tilfinningu fyrir okkur í þætti dagsins með Rúnari Rúnarssyni kvikmyndaleikstjóra, Ásgrími Sverrissyni kvikmyndagerðamanni, Hrönn Sveinsdóttur framkvæmdastýru bíó paradís og Evu Rún Snorradóttur rithöfundi og sviðslistakonu.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Á dögunum kom út sjötta hljóðversplatan frá Bad Bunny, Debí Tirar Más Fotos. Hún nýtur ótrúlegra vinsælda um allan hinn spænskumælandi heim, sameinar kynslóðir og þjóðir. Benito Antonio Martínez Ocasio er rúmlega þrítugur rappari og tónlistarmaður frá Puertó Ríkó, sem hefur algjörlega slegið í gegn undanfarin ár upphaflega með latin-trap og karabískri reaggaton-tónlist en hefur svo bætt í blönduna æ fleiri tónlistarstílum frá rómönsku ameríku. Hann hefur rutt brautina fyrir spænskumælandi listafólk á Grammy-verðlaunahátíðinni og verið einn mest streymdi tónlistarmaður heims ár eftir ár. Nína Hjálmarsdóttir er nýkomin frá suðurameríku þar sem ríkir Bad Bunny æði.
Íslendingar sigruðu Slóveníu í gær í þriðja leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla. Við erum með hugan við handbolta þessa dagana - reyndar stórmót sem var haldið fyrir nákvæmlega 30 árum. Við heyrum annan þáttinn í örseríu um HM95 sem var haldið á Íslandi. Og að þessu sinni verður fjallað um umgjörð mótsins: poks, lukkudýrið Mókoll, lógó-ið, opnunarhátíðina og hádramatískt þemalag keppninnar en texti lagsins var saminn af þáverandi forsætisráðherra.
Við fáum við pistil um stórmenni og skáldskap, stríð og ást. Tiltölulega nýútkomna skáldsögu eftir einn frægasta og umdeildasta mann allra tíma. Meira um það á eftir í bíslagi Hermanns Stefánssonar rithöfundar.
Fréttir
Fréttir
Evrópusambandið er tilbúið að semja við nýja valdhafa í Washington, en varar við verndarstefnu, segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Litið er á ummæli hennar sem beint svar við áformum Trumps forseta um hærri tolla.
Formaður landstjórnar Grænlands segir Grænlendinga eiga að ráða sér sjálfir, þeir vilji hvorki vera danskir né bandarískir. Trump ítrekaði í gær að Grænland væri mikilvægt fyrir Bandaríkin - til að tryggja alþjóðlegt öryggi.
Ótryggar samgöngur eru helsta lýðheilsuógnin á Austurlandi að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Fyrirsjáanlegur vandi eins og vont veður skapi ófremdarástand hvað eftir annað.
Leigusali í Grindavík - sem vildi ekki endurgreiða húsaleigu eftir rýmingu - þarf að gera það. Leigusalinn sagði að leigjandanum, konu af erlendum uppruna, hefði mátt vera kunnugt um jarðhræringar í grennd við bæinn.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Hvernig stóðu aðildarviðræður við Evrópusambandið, þegar þær voru settar á ís margt fyrir löngu. Freyr Gígja kannaði það.
Ævar Örn kynnti sér forsetatilskipanir sem Trump forseti undirritaði á fyrsta degi í embætti á sínu seinna kjörtímabili. Tilskipanirnar eru jafn ólíkar og þær eru margar og áhrif þeirra og afleiðingar mismiklar fyrir Bandaríkjamenn, Bandaríkin, og heimsbyggðina alla. Og það er misauðvelt að koma þeim í framkvæmd.
Ævintýrið um Öskubusku er mörg hundruð, jafnvel þúsund ára gömul þjóðsaga sem er til í óteljandi útgáfum um allan heim. Í þessum þáttum fáum við að kynnast hinum Öskubuskunum, sem margar hverjar eiga sér myrkari hliðar en Disney Öskubuskan sem í hugum margra er hin eina sanna Öskubuska. Við ferðumst fram og til baka í tíma og rúmi með það að markmiði að gera góða sögu enn betri og kannski hræða okkur dálítið inn á milli með drungalegum tilbrigðum sögunnar.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Í þessum þætti kynnumst við þýsku Öskubuskunni, eða Öskufíflinu, sem er víst beinþýðingin á þýska heiti sögunnar, Aschenputtel. Þá útgáfu er að finna í Ævintýrasafni Grimms bræðra sem kom út í tveimur bindum á árunum 1812 og 1814 en þar koma meðal annars við sögu árásargjarnir fuglar og aflimanir í þeim tilgangi að passa í alltof lítinn skó.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Lesari í þættinum: Þórhildur Ólafsdóttir.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum Belcea og Ebène strengjakvartettanna sem fram fóru í Þjóðartónleikasalnum í Madríd í maí í fyrra.
Á efnisskrá eru strengjaoktettar eftir Felix Mendelssohn og George Enescu.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Flóð ógna nýrri skólphreinsistöð í Árborg og á Austfjörðum er fólk farið að velta fyrir sér framtíð opinna vatnsbóla vegna kólí-gerla í jarðvegi. Vaxandi öfgar í veðurfari; þurrkar, flóð og miklar rigningar hafa neikvæð áhrif á fráveitukerfi sem víða um land eru komin til ára sinna.
Samorka blés í dag til fundar um þessa ógn. Samfélagið ræddi við þrjá af fyrirlesurum fundarins þá Hlöðver Stefán Þorgeirsson, ráðgjafa, Ágúst Þór Bragason, forstöðumann hjá þjónustumiðstöð Árborgar og Aðalstein Þórhallsson, framkvæmdastjóra HEF-veitna á fljótsdalshéraði.
Svo fáum við til okkar Ásdísi Birnu Gylfadóttur og Maríönnu Dúfu Sævarsdóttur, meistaranema í listum og velferð við Listaháskóla Íslands. Þær ætla að segja okkur frá því hvernig þær nálgast samfélagslistir og velferð, framtíðina og táknin sem við notum fyrir framtíðina. Viðtalið er það fimmta í viðtalsröð Samfélagsins um framtíðir og framtíðarýnir, í samstarfi við framtíðarfestival Borgarbókasafnsins.
Og að lokum heyrum við í Páli Líndal, pistlahöfundi Samfélagsins. Í dag fjallar hann um græna gímaldið við Álfabakka, þéttingu byggðar og almenningssamgöngur.
Tónlist og stef í þættinum:
OTIS REDDING - Respect.
MUSIC MACHINE - Talk Talk.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Aurbjörg var stofnuð árið 2017 með það að markmiði að auka fjármálalæsi í landinu með því að bjóða upp á til dæmis óháðan samanburð á kjörum fjármálaþjónustu. Lánskjaravakt Aurbjargar fylgist með húsnæðislánamarkaðnum greinir lánamöguleika og ber saman lánakjör. Fólk getur sett inn upplýsingar um íbúðarlán sitt og borið það saman við það sem er í boði annars staðar. Ásdís Arna Gottskálksdóttir er framkvæmdastjóri Aurbjargar og hún kom í þáttinn í dag.
Mygla í húsnæði hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár enda virðast stöðugt koma nýjar fréttir um húsnæði þar sem mygla hefur fundist. Fólk fer misjafnlega útúr návígi við mygluna, sumir ansi illa. Margrét Sigurðardóttir, grasalæknir og Gréta Ósk Óskarsdóttir, bætiefnaráðgjafi hafa báðar lent illa í myglu, en hafa náð sér. Þær eru nú að fræða fólk um leiðir til að takast á við afleiðingarnar í gegnum t.d. mataræði, bætiefni og jurtir. Þær komu í þáttinn í dag og sögðu okkur sínar reynslusögur tengdar myglu og sögðu frá námskeiði sem þær eru að kenna á í Mamma veit best í Kópavoginum.
Svo var það veðurspjallið en Einar Sveinbjörnsson kom til okkar í dag og sagði okkur frá vetrarkuldum í N-Ameríku þar sem snjóar allt suður undir Mexíkóflóa. Miklar lægðir herja á íbúa vesturstrandar Grænlands og önnur mikilúðleg stefnir á Bretlandseyjar. Við sleppum blessunarlega að þessu sinni en langtímahorfur eru óljósar. Hann sagði okkur svo frá því hvað slydduísing er, en hún hefur fellt raflínur austanlands í nýliðnu óveðri, svo sagði hann okkur frá öðru áþekku veðri á sviðpuðum slóðum fyrir 39 árum (1986) og svo endaði hann á því að flytja stutt kvæði eftir Jón Helgason.
Tónlist í þættinum:
Gömul taska / Hildur Vala Einarsdóttir (Sigurður Bjóla Garðarsson, texti Kristján Hreinsson)
Viðbein / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir)
That’s What Friends are for / Dionne Warwick, Stevie Wonder, Elton John og Gladys Knight (Burt Bacharach & Carole Bayer Sager)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Á dögunum kom út sjötta hljóðversplatan frá Bad Bunny, Debí Tirar Más Fotos. Hún nýtur ótrúlegra vinsælda um allan hinn spænskumælandi heim, sameinar kynslóðir og þjóðir. Benito Antonio Martínez Ocasio er rúmlega þrítugur rappari og tónlistarmaður frá Puertó Ríkó, sem hefur algjörlega slegið í gegn undanfarin ár upphaflega með latin-trap og karabískri reaggaton-tónlist en hefur svo bætt í blönduna æ fleiri tónlistarstílum frá rómönsku ameríku. Hann hefur rutt brautina fyrir spænskumælandi listafólk á Grammy-verðlaunahátíðinni og verið einn mest streymdi tónlistarmaður heims ár eftir ár. Nína Hjálmarsdóttir er nýkomin frá suðurameríku þar sem ríkir Bad Bunny æði.
Íslendingar sigruðu Slóveníu í gær í þriðja leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla. Við erum með hugan við handbolta þessa dagana - reyndar stórmót sem var haldið fyrir nákvæmlega 30 árum. Við heyrum annan þáttinn í örseríu um HM95 sem var haldið á Íslandi. Og að þessu sinni verður fjallað um umgjörð mótsins: poks, lukkudýrið Mókoll, lógó-ið, opnunarhátíðina og hádramatískt þemalag keppninnar en texti lagsins var saminn af þáverandi forsætisráðherra.
Við fáum við pistil um stórmenni og skáldskap, stríð og ást. Tiltölulega nýútkomna skáldsögu eftir einn frægasta og umdeildasta mann allra tíma. Meira um það á eftir í bíslagi Hermanns Stefánssonar rithöfundar.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Þorsteinn Þórólfs, sem er í stuðningssveit íslenska handboltalandsliðsins, verður á línunni frá Króatíu þar sem stemningin er mikil eftir góðan sigur á Slóvenum í gær.
Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árinu 2025 jöklum á hverfanda hveli. Frá aldamótum hafa um 70 litlir jöklar á Íslandi horfið. Eftir eru einungis leifar sem hættar eru að skríða undan eigin þunga. Það er fyrirséð að fleiri jöklar muni hverfa á næstu áratugum og hefur Hofsjökull eystri verið tilnefndur á alþjóðlegan lista yfir jökla sem eru horfnir eða eiga stutt eftir. Hvað gerir til þó jöklarnir bráðni? Hrafnhildur Hannesdóttir jöklafræðingur ræðir málið við okkur.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðinur Íslandsbanka, ræðir við okkur um íslensku krónuna og gjaldeyrismarkaðinn í ljósi vendinga vestanhafs og viðskipta hér heima.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag var fjallað um áhrifavalda sem þéna mikið á samfélagsmiðlum en eru þó ekki til, heldur alfarið skapaðir af gervigreind. Við ræðum þessa tækni og gervigreind á nýju ári við Hafstein Einarsson, dósent við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og sérfræðing í gervigreind.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, kemur í sitt hálfsmánaðarlega spjall.
Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austurlandi gefur okkur stöðuna í lok þáttar.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Iðunn Einars á plötu vikunnar á Rás 2 þessa vikuna, við heyrðum lag af plötunni, við heyrðum Portúgalska konu kovera Pál Óskar, við heyrðum Sting setjast á píanóið þegar hljómsveitin The Police var að taka upp Roxanne, Við heyrðum lag af plötu sem sat í 5 mánuði í efsta sætinu á bandaríska breiðskífu listanum og heyrðum um mann sem braust inn í tölvur tónlistarfólks og seldi óútgefna tónlist þeirra.
Að endingum heyrðum við söguna um "one hit wonderið" Babylon Zoo og Spacemen í Einsmellungar og smellaeltar.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-21
EMILÍANA TORRINI - Big Jumps.
MUMFORD & SONS - I Will Wait.
Malen - Anywhere.
Fontaines D.C. - Favourite.
PÁLL ÓSKAR & CASINO - Wichita Lineman.
JUSSANAM DA SILVA - Você ganhou meu coração (Þú komst við hjartað í mér á portúgölsku).
NIALL HORAN - Nice to Meet Ya.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
THE POLICE, THE POLICE - Roxanne.
Hildur - Draumar.
CHARLATANS - The Only One I Know.
Kravitz, Lenny - Honey.
Logi Pedro Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn.
Celeste - Everyday.
GOSI & SALÓME KATRÍN - Tilfinningar.
Bee Gees - How Deep Is Your Love.
Wallen, Morgan - Love Somebody.
Rialto - No One Leaves This Discotheque Alive.
SÍSÍ EY - Ain't Got Nobody.
Adu, Sade - Young Lion.
200.000 NAGLBÍTAR - Allt í heimi hér.
ALISON MOYET - All Cried Out (80).
OF MONSTERS & MEN - Alligator.
MADONNA - Beautiful Stranger.
Crockett, Charley - Solitary Road.
INSPECTOR SPACETIME - Teppavirki.
Thee Sacred Souls - Live for You.
SONNY & CHER - The beat goes on.
Karl Olgeirsson - Janúar.
Dagbjartur Daði Jónsson, Katrín Myrra Þrastardóttir - Aftur og aftur.
QUARASHI - Stars.
RIHANNA - Diamonds.
Addison Rae - Diet Pepsi.
PRIMAL SCREAM - Rocks.
Oyama hljómsveit - Silhouettes.
Iðunn Einarsdóttir - Aftur og aftur.
AMPOP - Gets me down.
Mendes, Shawn - There's nothing holdin' me back.
Einsmellungar og smellaeltar - Babylon Zoo
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Rýmingum hefur verið aflétt í Neskaupstað. Um 190 Norðfirðingar og Seyðfirðingar hafa þurft að vera að heiman síðustu daga vegna snjóflóðahættu. Gert er ráð fyrir að rýmingum á Seyðisfirði verði aflétt síðar í dag.
Rafmagn er komið til allra heimila á Austurlandi sem urðu rafmagnslaus í áhlaupinu um helgina. Varaafl er þó enn keyrt í dreifbýli. Tugir rafmagnsstaura brotnuðu í óveðrinu
Á annan tug barna þarf að vera undir eftirliti lækna alla ævi eftir að hafa borðað e.coli-mengaðan mat í leikskólanum Mánagarði í haust. Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafa boðað tveggja ára átak til að auka vitund fólks um e.coli-smit í kjöti.
Nýr Bandaríkjaforseti, telur að Danir láti til leiðast og gefi Grænland eftir. Það sé svo dýrt fyrir Dani að halda Grænlandi uppi.
Umhverfisráðherra ætlar að leggja fram frumvarp á fyrstu dögum þingsins til að koma í veg fyrir frekari tafir Hvammsvirkjunar og eyða óvissu um framkvæmd laga um stjórn vatnamála.
Það er stutt á milli leikja íslenska karlalandsliðsins í handbolta á heimsmeistaramótinu. Eftir góðan sigur á Slóveníu í gær er komið að Egyptalandi á morgun. Egyptar unnu sinn riðil og fara með fjögur stig í milliriðil eins og Ísland.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi og Lovísa Popplandsverðir á sínum stað í þætti dagsins, fjölbreytt tónlist úr öllum áttum að vanda. Plata vikunnar á sínum stað, Í hennar heimi með Iðunni Einars, póstkort frá Rúnari Þóris, og allskonar fleira nýtt m.a. Frá Fríðu Dís, Ísadóru Bjarkardóttur Barney og Sölku Sól.
Bríet - Takk fyrir allt.
HARRY STYLES - Adore You.
GEORGE MICHAEL - Father Figure (80).
JEFF BECK - People Get Ready.
Curtis Mayfield - Move on Up.
CALEB KUNLE - All in your head.
Coldplay - ALL MY LOVE.
Bon Iver - THINGS BEHIND THINGS BEHIND THINGS.
LORDE - Royals.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Júlí Heiðar, GDRN - Milljón tár.
LED ZEPPELIN, LED ZEPPELIN, LED ZEPPELIN - Good Times Bad Times.
Iðunn Einarsdóttir - Ef ég dey á morgun.
Rogers, Maggie - In The Living Room.
Ágúst Þór Brynjarsson - Með þig á heilanum.
Bob Marley - Buffalo soldier.
Irglová, Markéta - Vegurinn heim.
Soffía Björg - Draumur að fara í bæinn.
Bryan, Zach - This World's A Giant.
Fríða Dís Guðmundsdóttir - Must take this road.
SUPERSPORT! - Hring Eftir Hring.
Isadóra Bjarkardóttir Barney, Örn Gauti Jóhannsson, Matthews, Tom Hannay, Vilberg Andri Pálsson - Stærra.
WET LEG - Wet Dream.
TAME IMPALA - No Choice.
Young, Lola - Messy.
Jade - Fantasy.
DAÐI FREYR - Thank You.
Fender, Sam - People Watching.
Elín Ey - Ekkert mál (Hljómskálinn).
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
Lana Del Rey - Video Games.
GWEN STEFANI - True Babe.
NÝDÖNSK - Apaspil.
Dr. Gunni - Öll slökkvitækin.
Fontaines D.C. - Favourite.
DAVID BOWIE - Breaking Glass.
BON IVER - Skinny Love.
IÐUNN EINARS - Verur eins og ég.
EMILÍANA TORRINI - Serenade.
MICHAEL KIWANUKA - The Rest of Me.
SAYA GRAY - Shell (Of A Man)
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Læknadagar 2025 eru haldnir í Hörpu þessa dagana. Fjölmörg erindi og málsstofur eru í boði og á morgun verður málsstofa sem ber yfirskriftina Nærðu hugann - fyrir aukin afkölst og bjartari framtíð. Ein þeirra sem þar stígur á stokk er Una Emilssdóttir umhverfislækni en Una kallar erindi sitt með umhverfislækningar á heilanum. Una hefur í fjölmörg ár tjáð sig um ýmislegt sem getur haft áhrif á líf okkar og heilsu og er í umhverfinu og við heyrðum í Unu í þættinum.
Hættustigi og rýmingum vegna snjóflóðahættu í Neskaupstað og á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Mikið dró úr ofankomu og vindi á Austfjörðum í nótt. 150 manns geta snúið aftur heim og þar á meðal Guðmundur Rafnkell Gíslason íbúi í Neskaupsstað. Við heyrðum í honum.
Við ætlum að fjalla um meðvirkni í Síðdegisútvarpinu í dag og fá til okkar hana Gyðu Dröfn Tryggvadóttur meðferðaraðila í áfalla- og uppeldisfræðum. Meðvirkni er mjög víðfermt hugtak en meðvirkni getur hindrað okkur í lífi okkar og starfi og komið í veg fyrir að við getum átt heilbrigð samskipti og náið samband við okkur sjálf og aðra.
Við ætlum að kynna okkur það sem verður fjallað um í Kveiksþætti kvöldsins - Kristín Sigurðardóttir og Ingvar Haukur Guðmundsson framleiðandi og umsjónarmaður komu til okkar á eftir og segja frá.
Við ætlum líka að taka stöðuna varðandi áhuga fólks að koma sér til Króatíu á leiki í milliriðla - eru til miðar og hvert á fólk að snúa sér ? Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ verður á línunni frá Króatíu
En við byrjum í Washington þar sem að Donald Trump var settur í embætti forseta Bandaríkjanna í gær. Ein þeirra sem var á staðnum er Svanhildur Hólm Valsdóttir sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og við heyrðum í henni.
Fréttir
Fréttir
Evrópusambandið er tilbúið að semja við nýja valdhafa í Washington, en varar við verndarstefnu, segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Litið er á ummæli hennar sem beint svar við áformum Trumps forseta um hærri tolla.
Formaður landstjórnar Grænlands segir Grænlendinga eiga að ráða sér sjálfir, þeir vilji hvorki vera danskir né bandarískir. Trump ítrekaði í gær að Grænland væri mikilvægt fyrir Bandaríkin - til að tryggja alþjóðlegt öryggi.
Ótryggar samgöngur eru helsta lýðheilsuógnin á Austurlandi að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Fyrirsjáanlegur vandi eins og vont veður skapi ófremdarástand hvað eftir annað.
Leigusali í Grindavík - sem vildi ekki endurgreiða húsaleigu eftir rýmingu - þarf að gera það. Leigusalinn sagði að leigjandanum, konu af erlendum uppruna, hefði mátt vera kunnugt um jarðhræringar í grennd við bæinn.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Hvernig stóðu aðildarviðræður við Evrópusambandið, þegar þær voru settar á ís margt fyrir löngu. Freyr Gígja kannaði það.
Ævar Örn kynnti sér forsetatilskipanir sem Trump forseti undirritaði á fyrsta degi í embætti á sínu seinna kjörtímabili. Tilskipanirnar eru jafn ólíkar og þær eru margar og áhrif þeirra og afleiðingar mismiklar fyrir Bandaríkjamenn, Bandaríkin, og heimsbyggðina alla. Og það er misauðvelt að koma þeim í framkvæmd.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Salka Sól - Tímaglas
Hildur - Dúnmjúk
Fríða Dís - Must Take This Road
Móeiður Júníusdóttir - Crazy Lover
Gúa - Óstöðug
Katrín Myrra - Aftur og aftur
Silja Rós - ...suppress my youth
Fréttastofa RÚV.
Bein útsending frá spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson. Stjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
Eftirtalin lið mætast á fyrra undankvöldi í 2. umferð:
1. Verzlunarskóli Íslands og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
2. Fjölbrautaskóli Suðurlands og Fjölbrautaskólinn við Ármúla.
3. Kvennaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskólinn í Garðarbæ
4. Menntaskólinn á Egilsstöðum og Verkmenntaskólinn á Akureyri
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
***Valur Gunnarsson er gestur Rokklands í dag en í nýjustu bók sinni sem heitir Berlínarbjarmar: Langamma, Bowie og ég – er Valur að flétta saman allskyns sagnfræði og pælingum – hrærir heimspólitíkinni og stríðsbrölti saman við rokk og ról- David Bowie og Bítlana,
Við ætlum að tala um Berlín og Bowie – Elvis og Springsteen og U2 – kalda stríðið – og hvort Bítlarnir hafi fellt Berlínarmúrinn á sínum tíma með opnunarhljómnum í hard Days night eins og sumir hafa haldið fram.
***Við minnumst líka Tálknfirðingsins Árna Grétars Jóhannessonar sem kallaði sig Futuregrapher, en hann er látinn. Bifreið sem hann ók hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag. Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús en komst aldrei aftur til meðvitundar. Árni hafði háð langa baráttu við sjálfan sig.
Við rifjum upp viðtal við Árna og Jón Ólafsson frá 11. október 2015 en þá voru þeir félagrnir nýbúnir að gefa út plötu saman, plötuna EITT – fyrstu af þremur sem voru planaðar. Hinar tvær hafa ekki enn komið út.