22:05
Rokkland
Berlínarbjarmar David Bowie + Árna Futuregrapher minnst
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

***Valur Gunnarsson er gestur Rokklands í dag en í nýjustu bók sinni sem heitir Berlínarbjarmar: Langamma, Bowie og ég – er Valur að flétta saman allskyns sagnfræði og pælingum – hrærir heimspólitíkinni og stríðsbrölti saman við rokk og ról- David Bowie og Bítlana,

Við ætlum að tala um Berlín og Bowie – Elvis og Springsteen og U2 – kalda stríðið – og hvort Bítlarnir hafi fellt Berlínarmúrinn á sínum tíma með opnunarhljómnum í hard Days night eins og sumir hafa haldið fram.

***Við minnumst líka Tálknfirðingsins Árna Grétars Jóhannessonar sem kallaði sig Futuregrapher, en hann er látinn. Bifreið sem hann ók hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag. Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús en komst aldrei aftur til meðvitundar. Árni hafði háð langa baráttu við sjálfan sig.

Við rifjum upp viðtal við Árna og Jón Ólafsson frá 11. október 2015 en þá voru þeir félagrnir nýbúnir að gefa út plötu saman, plötuna EITT – fyrstu af þremur sem voru planaðar. Hinar tvær hafa ekki enn komið út.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 51 mín.
e
Endurflutt.
,