Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við töluðum svolítið um stjórnarskrána - ekki þá sem gilt hefur frá 1944 – heldur þá fyrstu, þessa sem við fengum 1874. Í tilefni þess að íslensk stjórnarskrá gekk í gildi fyrir 150 árum efnir ReykjavíkurAkademían til málstofu í dag um stjórnarskrána - hjá okkur var Þór Martinsson sagnfræðingur sem hefur rannsakað þau áhrif sem það hafði á Íslendinga eða íslenskt samfélag að fá stjórnarskrá.
Við ræddum líka um fuglainflúensuna sem herjar á fuglastofna. Fugladauðinn upp á síðkastið hefur vakið óhug; fólk óttast um fuglana og önnur dýr. Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir sagði okkur undan og ofan af ástandinu og horfunum.
Magnús Lyngdal kynnti okkur verk Antons Bruckner, þeim má lýsa með tveimur orðum; gullfalleg og kraftmikil. En það er víst ekki sama – að mati Magnúsar - hver útsetur og flytur.
Tónlist:
Arctic Philharmonic, Eldbjørg Hemsing - A hidden life.
Matt Carmichael - Marram.
Björn Thoroddsen - Bossanova.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Egill Eðvarðsson myndlistamaður og leikstjóri er föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Egill útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1971 og árið 2019 fékk hann heiðursverðlaun Eddunnar en hann hefur starfað við íslenska sjónvarps- og kvikmyndagerð í hartnær 50 ár lengst af við dagskrárgerð og upptökustjórn hjá RÚV. Við fórum með Agli aftur í tímann á æskuslóðirnar á Akureyri, á ljósmyndastofu föður hans og fleira og fórum svo á handahlaupum í gegnum lífið til nútímans, en Í dag sinnir Egill myndlistinni sinni og hann sagði okkur frá hvað annað hann hefur verið að bardúsa þessa dagana. Hann er síður en svo sestur í helgan stein og hann hefur sterkar skoðanir á því kerfi sem er við lýði þar sem fólk er nánast sett út í kuldann þegar það er komið á vissan aldur.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað og í dag og við töluðum um áhrif kvikmynda og sjónvarpsefnis þegar kemur að mat. Matur spilar stórt hlutverk í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og oft er hann svo girnilegur að áður en við vitum að erum við farin að elda það sama.
Tónlist í þættinum:
Reiknaðu með mér / Björn Jörundur og Ragnheiður Gröndal (Björn Jörundur Friðbjörnsson)
My Little Grass Shack / Leon Redbone og Ringo Starr (Bill Cogswell, Johnny Noble & Tommy Harrison)
Vetrarsól / Björgvin Halldórsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ráðherrar í öryggisráði Ísraels sitja á fundi þar greiða á atkvæði um vopnahlé á Gaza. Vopnahléið á að taka gildi á miðnætti á morgun.
Undirbúningsframkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar standa enn yfir - þrátt fyrir að héraðsdómur hafi felld virkjanaleyfi úr gildi. Forstjóri Landsvirkjunar segir líklegt að framkvæmdum verði hætt á næstu vikum.
Glerhálka á Grindavíkurvegi var helsta ástæða banaslyss í janúar í fyrra, þegar fólksbíll og vörubifreið rákust saman. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Saksóknari í Þýskalandi telur ólíklegt að sá sem er helst grunaður um hvarf Madeleine McCann verði ákærður á næstunni vegna skorts á sönnunargögnum. Maðurinn situr í fangelsi fyrir kynferðisbrot.
Gul viðvörun tekur gildi á sunnan- og austanverðu landinu seint í kvöld vegna austan og norðaustan hvassviðris eða storms. Vegagerðin varar við versnandi færð.
Fyrsta skóflustungan að Fossvogsbrú verður tekin í hádeginu. Brúin er hluti af Samgöngusáttmálanum og fyrsta stóra framkvæmd Borgarlínu.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf heimsmeistaramótið á sigri gegn Grænhöfðaeyjum í gær. Þrátt fyrir sigurinn vill þjálfari liðsins betri frammistöðu frá liðinu.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Deilur um hvort heppilegt sé að fyrirtækið Kaldvík fái að hefja laxeldi í Seyðisfirði hafa tvístrað tæplega 700 manna samfélagi bæjarins. Andstæðingar eldisins segja síðlaust að fyrirtækið lokki brotna byggð með störfum. Fylgjendur eldisins segja starfsemina kærkomna. Þóra Tómasdóttir ræðir við Katrínu Oddsdóttur, Jónínu Brynjólfsdóttur og Guðnýju Láru Guðrúnardóttur.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Samfélagið sendir út frá gervigreindarráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík. Við ræðum við sérfræðinga í gervigreind og heilbrigðismálum, gervigreind og lögfræði, gervigreind og aktívisma og gervigreind almennt.
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-17
Mitchala, Mounira - Al Sahara.
Gnahoré, Dobet - Intro flute.
Dogo du Togo - Obligation.
Bellow, Bella - Denyigban.
Ngema, Mbongeni - Ndlondlo bashise.
Tente, Anat Cohen, Venugopal, Varijashree - Jaathre (feat. Anat Cohen Tentet).
Ásgeir Ásgeirsson Tónlistarm. - Izlanda saz semaisi.
Yamato Ensemble - 3 ballads in memory of Hida : No.3, Sugidama.
Segovia, Andrés - Zambra granadina.
Pantoja, Isabel - Yemanya.
Sebo Ensemble - Mysteries.
Svigals, Alicia - Romanian fantasy nr. 1.
Banda de Radujevac - Doina si ora din radujevac.
Kozená, Magdalena, Czech Philharmonic Orchestra - Abendlieder, Op. 3 - No. 5, Umlklo strom? sum?ni.
Heimsendir hefur hlotið mikla umfjöllun í bókmenntum frá örófi alda og hver kynslóð fundið honum stað innar sinnar heimsmyndar. Goðsögur, ljóð, smásögur, vísindarit, vísindaskáldsögur og barnabækur taka fyrir þetta ógnvænlega umfjöllunarefni, fjalla um aðdragandann og það sem hugsanlega tekur við. Í þremur þáttum verður tekist á við spurninguna hvers vegna heimsendir er okkur svona hugleikinn og fjallað um ýmis einkenni heimsendabókmennta gegnum tíðina. Lesari í þáttunum er: Sigurður H. Pálsson. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir
Í fyrsta þætti verður leitað svara við því hvað geri heimsendi svo heillandi fyrirbæri. Fjallað verður um náttúruhamfarir og guðlega reiði, t.d. í formi flóða og halastjarna. Gluggað verður í Biblíuna, sögur um Múmínálfana eftir Tove Jansson, smásögur eftir Gunnar Gunnarsson og Edgar Allan Poe, ljóð eftir Tómas Guðmundsson og sitthvað fleira. Lesari í þáttunum er: Sigurður H. Pálsson.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar í þetta sinn er fyrsta hljómplata bandarísku tónlistarkonunnar Tracy Chapman sem kom út árið 1988 og heitir einmitt Tracy Chapman.
A-hlið:
Talkin' bout a Revolution
Fast Car
Across the Lines
Behind the Wall
Baby Can I Hold You
B-hlið:
Mountains o'Things
She's Got Her Ticket
Why?
For My Lover
If Not Now
For You
Aukalag í þættinum, Fast Car frá Grammy verðlaunahátíðinni 2024 þar sem Tracy Chapman söng með Luke Comb's.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Endastöðvarinnar að þessu sinni eru þau Katla Ársælsdóttir leikhúsgagnrýnandi, Vigdís Hafliðadóttir tónlistar- og leikkona og Vilhjálmur Bragason leikari. Fjallað var um frumsýningu einleiksins Ífigeníu í Ásbrú og nýjar ásakanir á hendur rithöfundarins Neil Gaiman.
Umsjón: Anna María Björnsdóttir.
Fréttir
Fréttir
Heilbrigðisráðherra segist skilja óánægju með fyrirkomulag niðurgreiðslu brjóstaskimana. Fólk í áhættuhópi fyrir brjóstakrabbameini fær brjóstaskimun ekki niðurgreidda eins og þau sem eru einkennalaus.
Trúnaðarmenn félags framhaldsskólakennarar hafa þungar áhyggjur af pattstöðunni í kjaradeilu félagsins við ríkið. Undirbúningur er að hefjast fyrir ótímabundin verkföll í ákveðnum framhaldsskólum.
Dómsmálaráðherra segir lögregluna hafa verið of fáliðaða alltof lengi. Markmiðið sé að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu á þessu ári.
Donald Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á mánudag. Athöfnin verður innandyra þar sem spáð er hörkufrosti í Washington.
Tæplega 100 skjálftar, yfir einum að stærð, hafa mælst á miklu dýpi við Grjótárvatn á Snæfellsnesi það sem af er janúar. Það er sambærilegt því sem mældist allan desember.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Ísland er ekki eina ríkið í Evrópu þar sem ætlunin er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um tengsl við Evrópusambandið á næstu árum . Það sama mun gerast í Sviss - mögulega um svipað leyti og hér á landi - eftir að stjórnvöld þar samþykktu nýjan heildarsamning um samskipti og viðskipti Sviss og Evrópusambandsins.
Ekki eru allar kenningar um upptök eldana í Los Angeles jafn vel rökstuddar og á samfélagsmiðlum hefur fjöldi samsæriskenninga þar að lútandi litið dagsins ljós. Ein sú útbreiddasta, er kenningin um að eldarnir hafi verið kveiktir vísvitandi, ekki af einhverjum brennuvörgum úti í bæ, heldur nafnlausum aðilum á vegum hersins, leyniþjónustustofnana eða annarra leynilegra stofnana ríkisvaldsins eða djúpríkisins svonefnda.
Og það eru fleiri umdeildar framkvæmdir sem koma til kasta dómstóla en Hvammsvirkjun - til að mynda Suðurnesjalína 2, hið eilífa þrætuepli.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Seinni þáttur um tónlistarkonuna Mariu Muldaur sem hefur sent frá sér rúmlega 40 hljómplötur á löngum og farsælum ferli. Fjallað er seinni hluta ferils hennar, en hún hefur aðallega fengist við að flytja blús, sálar- og gospeltónlist í seinni tíð, en einnig tónlist með New Orleans djassblæ. Hún fléttar gjarnan saman áhrifum frá Mississippi og Louisiana en þessa tónlistarstefnu kallar hún Bluesiana. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Heimsendir hefur hlotið mikla umfjöllun í bókmenntum frá örófi alda og hver kynslóð fundið honum stað innar sinnar heimsmyndar. Goðsögur, ljóð, smásögur, vísindarit, vísindaskáldsögur og barnabækur taka fyrir þetta ógnvænlega umfjöllunarefni, fjalla um aðdragandann og það sem hugsanlega tekur við. Í þremur þáttum verður tekist á við spurninguna hvers vegna heimsendir er okkur svona hugleikinn og fjallað um ýmis einkenni heimsendabókmennta gegnum tíðina. Lesari í þáttunum er: Sigurður H. Pálsson. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir
Í fyrsta þætti verður leitað svara við því hvað geri heimsendi svo heillandi fyrirbæri. Fjallað verður um náttúruhamfarir og guðlega reiði, t.d. í formi flóða og halastjarna. Gluggað verður í Biblíuna, sögur um Múmínálfana eftir Tove Jansson, smásögur eftir Gunnar Gunnarsson og Edgar Allan Poe, ljóð eftir Tómas Guðmundsson og sitthvað fleira. Lesari í þáttunum er: Sigurður H. Pálsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Samfélagið sendir út frá gervigreindarráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík. Við ræðum við sérfræðinga í gervigreind og heilbrigðismálum, gervigreind og lögfræði, gervigreind og aktívisma og gervigreind almennt.
Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Egill Eðvarðsson myndlistamaður og leikstjóri er föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Egill útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1971 og árið 2019 fékk hann heiðursverðlaun Eddunnar en hann hefur starfað við íslenska sjónvarps- og kvikmyndagerð í hartnær 50 ár lengst af við dagskrárgerð og upptökustjórn hjá RÚV. Við fórum með Agli aftur í tímann á æskuslóðirnar á Akureyri, á ljósmyndastofu föður hans og fleira og fórum svo á handahlaupum í gegnum lífið til nútímans, en Í dag sinnir Egill myndlistinni sinni og hann sagði okkur frá hvað annað hann hefur verið að bardúsa þessa dagana. Hann er síður en svo sestur í helgan stein og hann hefur sterkar skoðanir á því kerfi sem er við lýði þar sem fólk er nánast sett út í kuldann þegar það er komið á vissan aldur.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað og í dag og við töluðum um áhrif kvikmynda og sjónvarpsefnis þegar kemur að mat. Matur spilar stórt hlutverk í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og oft er hann svo girnilegur að áður en við vitum að erum við farin að elda það sama.
Tónlist í þættinum:
Reiknaðu með mér / Björn Jörundur og Ragnheiður Gröndal (Björn Jörundur Friðbjörnsson)
My Little Grass Shack / Leon Redbone og Ringo Starr (Bill Cogswell, Johnny Noble & Tommy Harrison)
Vetrarsól / Björgvin Halldórsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Endastöðvarinnar að þessu sinni eru þau Katla Ársælsdóttir leikhúsgagnrýnandi, Vigdís Hafliðadóttir tónlistar- og leikkona og Vilhjálmur Bragason leikari. Fjallað var um frumsýningu einleiksins Ífigeníu í Ásbrú og nýjar ásakanir á hendur rithöfundarins Neil Gaiman.
Umsjón: Anna María Björnsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Þátttaka kvenna í brjóstaskimun á síðasta ári var ekki nema 56%. Við ræðum brjóstaskimanir við Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins.
Kristján Ingi Mikaelsson, einn stofnenda Visku Digital Asset, ræðir við okkur um rafmyntamarkaðinn í ljósi stjórnmála í Bandaríkjunum og hækkana á rafmyntinni XRP.
Sonja Steinarsdóttir, sem er ein af þeim sem eru í forsvari fyrir Sérsveitina, stuðningssveit íslenska handboltalandsliðsins, ræðir leikinn í gær og stemninguna framundan.
Íslendingar virðast vera sólgnir í notaðar vörur en hingað til hefur ekki verið vitað hversu mikið magn er endurnotað á hverju ári. Ný rannsókn sýnir að endurnotkun á Íslandi var 19,93 kg/íbúa árið 2023. Bergdís Helga Bjarnadóttir, sérfræðingur teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun og Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson koma til okkar.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar, eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Jakobi Bjarnar Grétarssyni, fjölmiðlamanni, og Karítas Ríkharðsdóttur, samskiptasérfræðing hjá Landsbankanum og fyrrverandi blaðamanni.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Lagalisti fólksins var á sínum stað í morgun en í kvöld fáum við að vita hvaða lög keppa í Söngvakeppninni 2025.
Hlustendur völdu sína flytjendur í keppnina og laumuðu á lagalistann.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-17
Ragnhildur Gísladóttir - Draumaprinsinn.
Young, Lola, Young, Lola - Messy.
Hreimur - Þú birtist mér aftur.
Bríet - Takk fyrir allt.
THE SOURCE ft. CANDY STATON - You Got The Love (New Voyager Radio Edit).
Adu, Sade - Young Lion.
Nýdönsk - Hálka lífsins.
ABC - Be Near Me (80).
GORILLAZ - Dare.
Lacey, Yazmin - The Feels.
BUBBI & ALDA DÍS - Í hjarta mér.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
Touch and Go - Would you...?.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
KATE BUSH - Hounds Of Love.
BRUNO MARS - Just The Way You Are.
Fontaines D.C. - Favourite.
JULEE CRUISE - Falling.
COLDPLAY - Speed Of Sound.
JAMES BROWN - I Got You (I Feel Good).
OF MONSTERS & MEN - Little Talks.
THE JAM - Town Called Malice.
Kravitz, Lenny - Honey.
Wallen, Morgan - Love Somebody.
HERBERT GUÐMUNDSSON - Can't walk away.
BJÖRGVIN HALLDÓRS. & ERNA GUNNARSD. - Lífsdansinn.
JÓNAS SIG - Dansiði.
LAUFEY - From The Start.
GDRN - Vorið.
ICEGUYS - Leikkona.
Björn Jörundur Friðbjörnsson, Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
Bubbi - Jesús Pétur Kiljan og hin heilaga jómfrú og aumingja ég.
MUGISON - Stingum Af.
FRIÐRIK ÓMAR & JÓGVAN - Sveitalíf.
Úlfur Úlfur Hljómsveit - Myndi falla.
Á MÓTI SÓL - Spenntur.
Móeiður Júníusdóttir - Crazy Lover.
DIKTA - Thank You.
HAM - Ingimar.
VALDIMAR - Yfirgefinn.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ráðherrar í öryggisráði Ísraels sitja á fundi þar greiða á atkvæði um vopnahlé á Gaza. Vopnahléið á að taka gildi á miðnætti á morgun.
Undirbúningsframkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar standa enn yfir - þrátt fyrir að héraðsdómur hafi felld virkjanaleyfi úr gildi. Forstjóri Landsvirkjunar segir líklegt að framkvæmdum verði hætt á næstu vikum.
Glerhálka á Grindavíkurvegi var helsta ástæða banaslyss í janúar í fyrra, þegar fólksbíll og vörubifreið rákust saman. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Saksóknari í Þýskalandi telur ólíklegt að sá sem er helst grunaður um hvarf Madeleine McCann verði ákærður á næstunni vegna skorts á sönnunargögnum. Maðurinn situr í fangelsi fyrir kynferðisbrot.
Gul viðvörun tekur gildi á sunnan- og austanverðu landinu seint í kvöld vegna austan og norðaustan hvassviðris eða storms. Vegagerðin varar við versnandi færð.
Fyrsta skóflustungan að Fossvogsbrú verður tekin í hádeginu. Brúin er hluti af Samgöngusáttmálanum og fyrsta stóra framkvæmd Borgarlínu.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf heimsmeistaramótið á sigri gegn Grænhöfðaeyjum í gær. Þrátt fyrir sigurinn vill þjálfari liðsins betri frammistöðu frá liðinu.
Matthías Már og Ólafur Páll spila alla helstu smeillina og öll hin lögin líka
Hárrétt blanda til að koma hlustendum inn í helgina.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Arnar Gunnlaugsson var í gær kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Arnar stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í tveimur leikjum við Kósovó, 20. og 23. mars, í umspili í Þjóðadeildinni. Við í Síðdegisútvarpinu tókum stöðuna á Arnari og spurðum hvort hann væri ekki kampakátur á þessum fína föstudegi.
Í kvöld verða lögin í Söngvakeppninni 2025 kynnt í sérstökum þætti á RÚV þar sem spjallað verður við flytjendur og höfunda laganna tíu sem keppa í ár. Benedikt Valsson og Rúnar Freyr Gíslaon komu til okkar og sögðu okkur betur frá.
Snorri Ásmundsson mætti til okkar en hann hefur ákveðið að bjóða sig fram sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Meira um það hér rétt eftir fimm.
Í dag eru 50 ár síðan eitt af meistaraverkum Bob Dylans kom út, platan Blood on the tracks. Í næstu viku fer kvikmyndin A complete unknown í almennar sýningar hér á landi. Til að tengja þessa viðburði fáum við til okkar 13 ára Bob Dylan ofuraðdáanda, hann Guðmund Brynjar Bergsson sem oft er kallaður Gummi Binni, sem var sérstaklega boðið á forsýningu á kvikmyndinni, hann rýndi í myndina, ekki nóg með það, hann spilaði og söng eitt af lögum nobelskáldsins.
En við byrjuðum á Borgarlínunni en samgönguráðherra tók fyrstu skóflustunguna að Fossvogsbrú nú í hádeginu. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í borgarlínuverkefninu, sem hefur verið á teikniborðinu í áratug. Á línunni hjá okkur var Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Fréttir
Fréttir
Heilbrigðisráðherra segist skilja óánægju með fyrirkomulag niðurgreiðslu brjóstaskimana. Fólk í áhættuhópi fyrir brjóstakrabbameini fær brjóstaskimun ekki niðurgreidda eins og þau sem eru einkennalaus.
Trúnaðarmenn félags framhaldsskólakennarar hafa þungar áhyggjur af pattstöðunni í kjaradeilu félagsins við ríkið. Undirbúningur er að hefjast fyrir ótímabundin verkföll í ákveðnum framhaldsskólum.
Dómsmálaráðherra segir lögregluna hafa verið of fáliðaða alltof lengi. Markmiðið sé að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu á þessu ári.
Donald Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á mánudag. Athöfnin verður innandyra þar sem spáð er hörkufrosti í Washington.
Tæplega 100 skjálftar, yfir einum að stærð, hafa mælst á miklu dýpi við Grjótárvatn á Snæfellsnesi það sem af er janúar. Það er sambærilegt því sem mældist allan desember.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Ísland er ekki eina ríkið í Evrópu þar sem ætlunin er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um tengsl við Evrópusambandið á næstu árum . Það sama mun gerast í Sviss - mögulega um svipað leyti og hér á landi - eftir að stjórnvöld þar samþykktu nýjan heildarsamning um samskipti og viðskipti Sviss og Evrópusambandsins.
Ekki eru allar kenningar um upptök eldana í Los Angeles jafn vel rökstuddar og á samfélagsmiðlum hefur fjöldi samsæriskenninga þar að lútandi litið dagsins ljós. Ein sú útbreiddasta, er kenningin um að eldarnir hafi verið kveiktir vísvitandi, ekki af einhverjum brennuvörgum úti í bæ, heldur nafnlausum aðilum á vegum hersins, leyniþjónustustofnana eða annarra leynilegra stofnana ríkisvaldsins eða djúpríkisins svonefnda.
Og það eru fleiri umdeildar framkvæmdir sem koma til kasta dómstóla en Hvammsvirkjun - til að mynda Suðurnesjalína 2, hið eilífa þrætuepli.
Við höldum áfram í sultugerð með góðu hráefni.
Lagalisti:
Krabba Mane ásamt Birni - Slæmir ávanar
Travis Scott ft. Drake - SICKO MODE
Ludacris - The Potion
Kendrick Lamar - Bitch, Don’t Kill My Vibe
Cardi B - Up
Nicki Minaj ft. Drake, Lil Wayne & Chris Brown - Only
Stormzy - Standard
Fréttastofa RÚV.
Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
Dans-rokk, dans-pönk, diskó-rokk, fönk-rokk, art-rokk, rafskotið rokk var allt saman á dagskrá í partýþætti kvöldsins.
Ultra Mega Teknóbandið Stefán - Story of a star.
TAME IMPALA - The Less I Know The Better.
GORILLAZ - Kids With Guns.
New Young Pony Club - The bomb.
FM Belfast - VHS.
PRIMAL SCREAM - Jailbird.
WHITE STRIPES - Fell In Love With A Girl.
Beck, Beck - Dreams (radio edit - explicit) (bonus track mp3).
Justice - Civilization (Original).
ENSÍMI - Arpeggiator.
HOT CHIP - Over And Over.
INXS - Mystify.
KASABIAN - Underdog.
Empire of the sun, Mac Miller - The Spins (explicit).
Happy Mondays - 24 Hour Party People.
Foster The People - Pumped Up Kicks.
EMF - Unbelievable.
B-52's - Song for a future generation.
Le Tigre - Deceptacon (Explicit).
ARCADE FIRE - Creature Comfort (mp3).
Florence and the machine, XX, The - You've Got the Love (feat. The xx) Jamie xx Rework.
THE CHARLATANS - The Only One I Know.
Does it offend you, yeah - Being Bad Feels Pretty Good.
TALKING HEADS - Life During Wartime.
SYKUR - Svefneyjar.
Late of the pier - Space and the woods (radio edit).
THE STONE ROSES - Fools Gold.
LCD Soundsystem - Tribulations.
Oingo Boingo - Just another day wav.
Electric Six - Synthesizer.
Blur - Girls and boys.
Hockey - Too fake.
ESG - Moody
Hot Hot Heat - No not now.
FOALS - My Number.
Peaches - Fuck the pain away
Death From Above 1979 - Little Girl
The Sounds - Tony The Beat
PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Þetta föstudagskvöldið keyrum við á afleggjaraþáttinn okkar PartyZone: Undir Diskókúlunni. Við viljum kveikja smá nostalgíu í dansskónum ykkar enda er þemað danslög sem hafa tryllt fólk undir diskókúlunni frá 1975 til 2015. Allir föstu dagskrárliðirnir eru á sínum stað; diskókþrennan, frímínúturnar, dansárið er, skemmtistaðurnn er, PZ topplögin og svo vel hristur kokteill kvöldsins. Í þessum dagskrárliðum koma við sögu, skemmtistaðurinn Kaffi Thomsen, árið 1989, 25 og 30 ára topplög af PZ listanum. Þáttur sem á eftir að vekja upp minningar af dansgólfinu.