07:03
Morgunvaktin
150 ár frá fyrstu stjórnarskrá, fuglainflúensa og Bruckner
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Við töluðum svolítið um stjórnarskrána - ekki þá sem gilt hefur frá 1944 – heldur þá fyrstu, þessa sem við fengum 1874. Í tilefni þess að íslensk stjórnarskrá gekk í gildi fyrir 150 árum efnir ReykjavíkurAkademían til málstofu í dag um stjórnarskrána - hjá okkur var Þór Martinsson sagnfræðingur sem hefur rannsakað þau áhrif sem það hafði á Íslendinga eða íslenskt samfélag að fá stjórnarskrá.

Við ræddum líka um fuglainflúensuna sem herjar á fuglastofna. Fugladauðinn upp á síðkastið hefur vakið óhug; fólk óttast um fuglana og önnur dýr. Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir sagði okkur undan og ofan af ástandinu og horfunum.

Magnús Lyngdal kynnti okkur verk Antons Bruckner, þeim má lýsa með tveimur orðum; gullfalleg og kraftmikil. En það er víst ekki sama – að mati Magnúsar - hver útsetur og flytur.

Tónlist:

Arctic Philharmonic, Eldbjørg Hemsing - A hidden life.

Matt Carmichael - Marram.

Björn Thoroddsen - Bossanova.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,