12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 17. janúar 2025
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Ráðherrar í öryggisráði Ísraels sitja á fundi þar greiða á atkvæði um vopnahlé á Gaza. Vopnahléið á að taka gildi á miðnætti á morgun.

Undirbúningsframkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar standa enn yfir - þrátt fyrir að héraðsdómur hafi felld virkjanaleyfi úr gildi. Forstjóri Landsvirkjunar segir líklegt að framkvæmdum verði hætt á næstu vikum.

Glerhálka á Grindavíkurvegi var helsta ástæða banaslyss í janúar í fyrra, þegar fólksbíll og vörubifreið rákust saman. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Saksóknari í Þýskalandi telur ólíklegt að sá sem er helst grunaður um hvarf Madeleine McCann verði ákærður á næstunni vegna skorts á sönnunargögnum. Maðurinn situr í fangelsi fyrir kynferðisbrot.

Gul viðvörun tekur gildi á sunnan- og austanverðu landinu seint í kvöld vegna austan og norðaustan hvassviðris eða storms. Vegagerðin varar við versnandi færð.

Fyrsta skóflustungan að Fossvogsbrú verður tekin í hádeginu. Brúin er hluti af Samgöngusáttmálanum og fyrsta stóra framkvæmd Borgarlínu.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf heimsmeistaramótið á sigri gegn Grænhöfðaeyjum í gær. Þrátt fyrir sigurinn vill þjálfari liðsins betri frammistöðu frá liðinu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,