16:05
Síðdegisútvarpið
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari ,Snorri í framboði og Gummi Binni tók Bob Dylan
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Arnar Gunnlaugsson var í gær kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Arnar stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í tveimur leikjum við Kósovó, 20. og 23. mars, í umspili í Þjóðadeildinni. Við í Síðdegisútvarpinu tókum stöðuna á Arnari og spurðum hvort hann væri ekki kampakátur á þessum fína föstudegi.

Í kvöld verða lögin í Söngvakeppninni 2025 kynnt í sérstökum þætti á RÚV þar sem spjallað verður við flytjendur og höfunda laganna tíu sem keppa í ár. Benedikt Valsson og Rúnar Freyr Gíslaon komu til okkar og sögðu okkur betur frá.

Snorri Ásmundsson mætti til okkar en hann hef­ur ákveðið að bjóða sig fram sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Meira um það hér rétt eftir fimm.

Í dag eru 50 ár síðan eitt af meistaraverkum Bob Dylans kom út, platan Blood on the tracks. Í næstu viku fer kvikmyndin A complete unknown í almennar sýningar hér á landi. Til að tengja þessa viðburði fáum við til okkar 13 ára Bob Dylan ofuraðdáanda, hann Guðmund Brynjar Bergsson sem oft er kallaður Gummi Binni, sem var sérstaklega boðið á forsýningu á kvikmyndinni, hann rýndi í myndina, ekki nóg með það, hann spilaði og söng eitt af lögum nobelskáldsins.

En við byrjuðum á Borgarlínunni en samgönguráðherra tók fyrstu skóflustunguna að Fossvogsbrú nú í hádeginu. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í borgarlínuverkefninu, sem hefur verið á teikniborðinu í áratug. Á línunni hjá okkur var Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,