Heimsendir í skáldverkum

Heimsendir í skáldverkum 1. þáttur

Í fyrsta þætti verður leitað svara við því hvað geri heimsendi svo heillandi fyrirbæri. Fjallað verður um náttúruhamfarir og guðlega reiði, t.d. í formi flóða og halastjarna. Gluggað verður í Biblíuna, sögur um Múmínálfana eftir Tove Jansson, smásögur eftir Gunnar Gunnarsson og Edgar Allan Poe, ljóð eftir Tómas Guðmundsson og sitthvað fleira. Lesari í þáttunum er: Sigurður H. Pálsson.

Frumflutt

8. okt. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsendir í skáldverkum

Heimsendir í skáldverkum

Heimsendir hefur hlotið mikla umfjöllun í bókmenntum frá örófi alda og hver kynslóð fundið honum stað innar sinnar heimsmyndar. Goðsögur, ljóð, smásögur, vísindarit, vísindaskáldsögur og barnabækur taka fyrir þetta ógnvænlega umfjöllunarefni, fjalla um aðdragandann og það sem hugsanlega tekur við. Í þremur þáttum verður tekist á við spurninguna hvers vegna heimsendir er okkur svona hugleikinn og fjallað um ýmis einkenni heimsendabókmennta gegnum tíðina. Lesari í þáttunum er: Sigurður H. Pálsson. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir

,