Heimsendir í skáldverkum

Heimsendir í skáldverkum 2. þáttur

Í öðrum þætti verður fjallað um heimsendi af mannavöldum og þá ógn sem stafar af stríðsbrölti og tæknifikti. Ótti, samviskubit og vonbrigði yfir mannlegu eðli einkenna bókmenntir sem fást við manngerðan heimsendi, til dæmis Salamöndrustríðið eftir Karel Capek. Í þeirri bók þó einnig sjá flestir höfundar neita gefa upp alla von. Eftir seinni heimsstyrjöldina hefur kjarnorkuógnin mikil áhrif á heimsendabókmenntir og meira vonleysi, kaldhæðni og harka kemur fram í verkum á borð við Cat's Cradle eftir Kurt Vonnegut og Eftir flóðið eftir P.C. Jersild. Aðrir höfundar, til dæmis Kim Stanley Robinson og Janni Lee Simner, einbeita sér frekar því sem gerist eftir kjarnorkustríð og þeim möguleikum sem þá gefast til byrja upp á nýtt og gera betur.

Lesari í þáttunum er: Sigurður H. Pálsson.

Frumflutt

15. okt. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsendir í skáldverkum

Heimsendir í skáldverkum

Heimsendir hefur hlotið mikla umfjöllun í bókmenntum frá örófi alda og hver kynslóð fundið honum stað innar sinnar heimsmyndar. Goðsögur, ljóð, smásögur, vísindarit, vísindaskáldsögur og barnabækur taka fyrir þetta ógnvænlega umfjöllunarefni, fjalla um aðdragandann og það sem hugsanlega tekur við. Í þremur þáttum verður tekist á við spurninguna hvers vegna heimsendir er okkur svona hugleikinn og fjallað um ýmis einkenni heimsendabókmennta gegnum tíðina. Lesari í þáttunum er: Sigurður H. Pálsson. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir

Þættir

,