22:05
PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar
Party Zone Undir diskókúlunni 17. janúar
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Þetta föstudagskvöldið keyrum við á afleggjaraþáttinn okkar PartyZone: Undir Diskókúlunni. Við viljum kveikja smá nostalgíu í dansskónum ykkar enda er þemað danslög sem hafa tryllt fólk undir diskókúlunni frá 1975 til 2015. Allir föstu dagskrárliðirnir eru á sínum stað; diskókþrennan, frímínúturnar, dansárið er, skemmtistaðurnn er, PZ topplögin og svo vel hristur kokteill kvöldsins. Í þessum dagskrárliðum koma við sögu, skemmtistaðurinn Kaffi Thomsen, árið 1989, 25 og 30 ára topplög af PZ listanum. Þáttur sem á eftir að vekja upp minningar af dansgólfinu.

Er aðgengilegt til 17. janúar 2026.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,