07:03
Morgunútvarpið
17. jan - Brjóstaskimanir, XRP og HM í handbolta
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þátttaka kvenna í brjóstaskimun á síðasta ári var ekki nema 56%. Við ræðum brjóstaskimanir við Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins.

Kristján Ingi Mikaelsson, einn stofnenda Visku Digital Asset, ræðir við okkur um rafmyntamarkaðinn í ljósi stjórnmála í Bandaríkjunum og hækkana á rafmyntinni XRP.

Sonja Steinarsdóttir, sem er ein af þeim sem eru í forsvari fyrir Sérsveitina, stuðningssveit íslenska handboltalandsliðsins, ræðir leikinn í gær og stemninguna framundan.

Íslendingar virðast vera sólgnir í notaðar vörur en hingað til hefur ekki verið vitað hversu mikið magn er endurnotað á hverju ári. Ný rannsókn sýnir að endurnotkun á Íslandi var 19,93 kg/íbúa árið 2023. Bergdís Helga Bjarnadóttir, sérfræðingur teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun og Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson koma til okkar.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar, eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Jakobi Bjarnar Grétarssyni, fjölmiðlamanni, og Karítas Ríkharðsdóttur, samskiptasérfræðing hjá Landsbankanum og fyrrverandi blaðamanni.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,