Morgunútvarpið

16. des -Hjólreiðar, umgangspestir og jólamatur

Í dag er kannski ekki færð sem fær fólk til stökkva af stað í vinnuna á reiðhjóli. Þó er alltaf eitthvað af harðasta hjólreiðafólkinu sem lætur snjókomu ekki setja strik í reikninginnn frekar en nokkuð annað. Það er spurning hvort eitthvert þeirra fái Gullhjálminn í ár. Hann er ætlaður einstaklingum, hópum eða samtökum sem hafa lagt sig fram við bæta og byggja upp hjólreiðasamfélagið á Íslandi. Búi Bjarmar Aðalsteinsson segir okkur allt um það.

Íslensk börn gætu fengi mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Við ræðum RS, bóluefni við þeirri skæðu pest og fleira við Guðrúnu Aspelund sóttvarnarlækni og settan landlækni.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, verður gestur okkar fyrir átta fréttir þegar við höldum áfram ræða efnahagsmálin, Íslandsálagið svokallaða, vexti, verðbólgu og stjórnarmyndunarviðræður.

Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur staðfest Sádi-Arabía haldi heimsmeistaramótið í fótbolta árið 2034, þrátt fyrir mikla gagnrýni. Við ætlum ræða þessa ákvörðun og setja í sögulegt og stjórnmálalegt samhengi með Vali Páli Eiríkssyni, íþróttasiðfræðingi og fréttamanni.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar með íþróttadeild RÚV.

Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson, veitingamaður, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum jólamatinn í ár.

Frumflutt

16. des. 2024

Aðgengilegt til

16. des. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,