Morgunútvarpið

4. okt - VG, Watson og vextir

Evr­ópu­ráðs­þing­ið skilgreindi Ju­li­an Assange sem póli­tísk­an fanga fyrr í vikunni. Þingið komst þessari niðurstöðu eftir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vann skýrslu um varðhald hans í Englandi og lagði fyrir laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins. Eins kallaði Evrópuráðsþingið eftir því bandarísk yfirvöld efndu til óhlutdrægrar rannsóknar á ásökunum sem WikiLeaks afhjúpaði. Þórhildur Sunna verður á línunni.

Landsfundur Vinstri grænna hefst í dag þar sem kosið verður í æðstu embætti og rætt hefur verið um ályktun um stjórnarslit. Við ræðum við Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann flokksins.

Undanfarið höfum við fylgst með máli hvalverndunarsinnans Pauls Watson á Grænlandi. Dómari í grænlenska höfuðstaðnum Nuuk hefur kveðið upp þann úrskurð Watson verði áfram í gæsluvarðhaldi til 23. október. Watson var handtekinn 21. júlí í viðamikilli lögregluaðgerð í Nuuk á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar kröfu Japana. Við ætlum ræða mál Watson við Valgerði Árnadóttur, talsmann samtakanna Hvalavina.

Viðskiptabankarnir hafa verið lækka óverðtryggða vexti inn- og útlána í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar Seðlabankans í fyrradag. Við ræðum vexti og bankana við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna.

Við förum yfir hinar ýmsu fréttir vikunnar með Þórhalli Gunnarssyni og Hólmfríði Gísladóttur.

Frumflutt

4. okt. 2024

Aðgengilegt til

4. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,