Morgunútvarpið

25. sept. -Vefsíður í útrýmingarhættu, hvað ef?, hnefaleikar, mansal o.fl..

Er útdauði hefðbundinna vefsíðna í nálægri framtíð? Kannski ekki alveg en á næstu tveimur árum spáir greiningarfyrirtækið Gartner því hefðbundin leitarvélaumferð á vefsíður muni minnka um 25%, þegar er áætlað tala komin í 10%. Hreggviður Steinar Magnússon, leiðtogi í stafrænni markaðssetningu hjá Pipar/TBWA segir okkur betur frá.

Björn Berg Gunnarsson ræðir við okkur um heimilisbókhaldið.

Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, verður gestur okkar fyrir átta fréttir en hann hefur töluvert skrifað hvað ef sögu - þar sem hann kafar í atburði í mannkynssögunni og skoðar hvernig þeir hefðu hugsanlega getað farið öðruvísi. hefur hann skrifað kafla í uppfærðri bók sinni þar sem hann spyr: Hvað ef Ísland hefði þurrkast út í eldgosi? Við fáum svör við þeirri spurningu.

Frumvarp um lögleiðingu hnefaleika hefur verið lagt fram á Alþingi á nýjan leik, en samkvæmt því verður meðal annars heimiluð keppni í hnefaleikum, bæði áhugamanna og atvinnumanna. Við ætlum ræða frumvarpið við Steinunni Þórðardóttur, formann Læknafélags Íslands og yfirlækni heilabilunareiningar Landspítalans.

Hver er ábyrgð samfélagsins og hvernig getum við komið í veg fyrir vinnumansal? Hvernig gengur okkur vernda þolendur vinnumansals? Við ræðum málið við Maj-Britt Hjördís Briem hjá Samtökum Atvinnulífsins og Sögu Kjartansdóttur, vinnustaðaeftirliti ASÍ.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verður gestur okkar í lok þáttar en hún fór fyrir sérstakri umræðu á Alþingi í gær um húsnæðisliðinn í vísitölu neysluverðs.

Frumflutt

25. sept. 2024

Aðgengilegt til

25. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,