Í boði náttúrunnar

Níundi þáttur: Fjölbreyttar og framandi matjurtir

Í þessum þætti munu þáttastjórnendur heimsækja fólk sem er rækta fjölbreyttar og framandi matjurtir í sínum görðum, en við mjög ólíkar aðstæður. Tilvalið efni fyrir þá sem vilja hugmyndir fyrir næsta vor. Þau byrja þáttinn hjá Jóni Guðmundssyni, garðyrkjufræðingi en hann er rækta ótrúlegustu tegundir í garðinum sínum niður við sjó. Dagný E. Lárusdótttur og maðurinn hennar Jón Á. Ágústsson gerðu upp 400 fm gróðurhús og bjuggu til innigarð fyrir fjölsylduna þar sem þau rækta m.a. banana, appelsínur og plómur. Haraldur Tómasson, læknir og konan hans Inga Guðmundsdóttir hafa sameinað tré, blóm og matjurtir í garðinum sínum á mjög skemmtilegan hátt. Haraldur er einnig mikill áhugamaður um söfnun fræa og hefur hann ferðast til framandi landa og tínt fræ sem hann gróðursetur m.a. í garðinum sínum. Í lok þáttarins verður rætt við Ásu Margréti Ásgrímsdóttur en hún mun fræða hlustendur um sveppatínslu, matreiðslu sveppa og geymslu þeirra.

Frumflutt

4. ágúst 2024

Aðgengilegt til

5. ágúst 2025
Í boði náttúrunnar

Í boði náttúrunnar

Þátturinn er í umsjón hjónanna Guðbjargar Gissurardóttur og Jóns Árnasonar, en þau hafa sett sér það markmið koma sér upp lífrænum matjurtagarði í sælureit sínum í Kjós. Þau hafa enga reynslu, hugmynd um hvernig þau eiga koma slíku verki í framkvæmd. En til afla sér þekkingar fara þau á stúfana og hitta sérfræðinga og vana leikmenn á sviði matjurtaræktunar til ráðleggingar og hugmyndir sem munu vonandi skila þeim og hlustendum góðri uppskeru í lok sumars. Einnig munu þau hafa uppi á fólki sem er gera óvenjulega hluti á þessu sviði, auk þess taka fyrir matreiðslu grænmetis, nýtingu villijurta o.m.fl. Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi innblástur og hvatning til rækta sitt eigið grænmeti, hvort sem það er úti í garði, uppi í sumarbústað, á svölunum eða úti í glugga. (Áður á dagskrá 2009)

Þættir

,