Í boði náttúrunnar

Fjórði þáttur

Í þessum þætti kennir Auður Ottesen okkur nokkur góð ráð til losna við arfann úr beðunum. Svo lítum við upp úr matjurtagarðinum og skoðum þá matarkistu sem er allt í kringum okkur og stendur öllum til boða kostnaðarlausu. Við erum sjálfsögðu tala um allar þær nytjajurtir sem vaxa villt í íslenskri náttúru. Við tölum m.a. við Brigitte Mars sem hefur 40 ára reynslu í nýtingu villijurta, bæði til matar og lækninga og hefur skrifað fjölda bóka um málefnið. Lítum inná námskeið í týnslu og nýtingu villijurta hjá Hildi Hákonardóttur höfund bókarinnar Ætigarðurinn og Kristbjörgu Kristmundsdóttur grasalækni. Í lokin heimsækjum við Rúnar Marvinsson kokk, sem gefur m.a. þeim sem eru ferðast um landið nokkur góð ráð varðandi nýtingu villtra jurta til matargerðar. Rúnar gefur okkur einnig hugmyndir hvernig nýta arfann óvinsæla.

Frumflutt

30. júní 2024

Aðgengilegt til

1. júlí 2025
Í boði náttúrunnar

Í boði náttúrunnar

Þátturinn er í umsjón hjónanna Guðbjargar Gissurardóttur og Jóns Árnasonar, en þau hafa sett sér það markmið koma sér upp lífrænum matjurtagarði í sælureit sínum í Kjós. Þau hafa enga reynslu, hugmynd um hvernig þau eiga koma slíku verki í framkvæmd. En til afla sér þekkingar fara þau á stúfana og hitta sérfræðinga og vana leikmenn á sviði matjurtaræktunar til ráðleggingar og hugmyndir sem munu vonandi skila þeim og hlustendum góðri uppskeru í lok sumars. Einnig munu þau hafa uppi á fólki sem er gera óvenjulega hluti á þessu sviði, auk þess taka fyrir matreiðslu grænmetis, nýtingu villijurta o.m.fl. Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi innblástur og hvatning til rækta sitt eigið grænmeti, hvort sem það er úti í garði, uppi í sumarbústað, á svölunum eða úti í glugga. (Áður á dagskrá 2009)

Þættir

,