Í boði náttúrunnar

Annar þáttur

Í þessum þætti hitta þáttastjórnendur Auði I. Ottesen garðyrkjufræðing á kvöldgöngu útí Viðey þar sem hún talar yfir hópi fólks um sögu matjurtarræktunar á íslandi og á eyjunni sjálfri. Hún fær einnig aðstoð hópsins við setja niður kartöflur í gamla garðinum hanns Skúla fógeta. Í þættinum verður einnig farið yfir þau atriði sem hafa þarf í huga varðandi matjurtarækt í sumarhúsalandinu og verða hjónin og matgæðingarnir Valentína Björnsdóttir og Karl Eiríksson heimsótt í sumarbústaðinn þeirra í Grímsnesi. Síðasti áfangastaðurinn er Skammidalur, elsti nytjagarður Reykjavíkurborgar. En þar voru tekin tali nokkrir gamalgrónir ræktendur og eigendur smáhýsa í dalnum.

Frumflutt

16. júní 2024

Aðgengilegt til

17. júní 2025
Í boði náttúrunnar

Í boði náttúrunnar

Þátturinn er í umsjón hjónanna Guðbjargar Gissurardóttur og Jóns Árnasonar, en þau hafa sett sér það markmið koma sér upp lífrænum matjurtagarði í sælureit sínum í Kjós. Þau hafa enga reynslu, hugmynd um hvernig þau eiga koma slíku verki í framkvæmd. En til afla sér þekkingar fara þau á stúfana og hitta sérfræðinga og vana leikmenn á sviði matjurtaræktunar til ráðleggingar og hugmyndir sem munu vonandi skila þeim og hlustendum góðri uppskeru í lok sumars. Einnig munu þau hafa uppi á fólki sem er gera óvenjulega hluti á þessu sviði, auk þess taka fyrir matreiðslu grænmetis, nýtingu villijurta o.m.fl. Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi innblástur og hvatning til rækta sitt eigið grænmeti, hvort sem það er úti í garði, uppi í sumarbústað, á svölunum eða úti í glugga. (Áður á dagskrá 2009)

Þættir

,